Blendnar tilfinningar til breytinga hjá sundlaugunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 21:12 Margir sundlaugagestir munu koma til með að sjá eftir lengri kvöldsundferðum. Vísir/Samsett Blendnar tilfinningar eru meðal sundlaugargesta vegna breytinga á opnunartímum sundlauga í borginni. Dögum þar sem laugarnar standa opnar fjölgar svo um munar á árinu - en kvöldsund skerðist hins vegar talsvert. Tekin hefur verið ákvörðun hjá borginni um að fækka verulega þeim dögum þar sem laugar borgarinnar eru lokaðar. Yfir allar laugar voru slíkir dagar 71 á síðasta ári, en verða 14 á þessu ári. Breytingar á opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar, sem allar munu loka klukkustund fyrr en venjulega, til framkvæmda 1. apríl næstkomandi. Og eins og fólksins í heita pottinum er von og vísa, þá hefur það skoðanir á styttum opnunartíma á laugardags- og sunnudagskvöldum. „Það hentar mér ekki, ég nýti mér laugarnar stundum milli átta og tíu. Þannig að það kemur sér illa fyrir mig,“ segir sundlaugargesturinn Magnús Hraunfjörð Kristinsson. Ég er ekki ánægður með þetta. Ég væri alltaf til í að vera hérna lengur en til níu,“ segir Jóhann Örn. Og undir þetta tekur félagi hans, Markús Júlían. „Já, maður er svolítið mikið í ræktinn hérna og oftast fer maður á kvöldin. Þannig maður er oft að lenda í sundlauginni klukkan svona níu. Öðrum hentar þetta ill vegna vinnu. „Miðað við hvernig ég er að vinna, þá er alltaf næs að kíkja í sund eftir æfingar, late night æfingar,“ segir Theodór. Aðrir hafa minni áhyggjur af kvöldsundinu, til að mynda Gunnhildur Stefánsdóttir og Árni B. Stefánsson. „Kemur kannski ekkert sérstaklega við okkur þar sem við förum alltaf bara um hábjartan dag í sundlaugarnar og njótum þess,“ segir Gunnhildur. Færri lokanir ánægjuefni Öllu meiri ánægja var með aukinn opnunartíma á rauðum dögum. Magnús kveðst til að mynda hafa lent í því tvisvar um liðin jól að hafa komið að lokuðum dyrum í Laugardalslaug. „Fleiri rauða daga opna fyrir mig, takk.“ Gunnhildur og Árni taka undir þetta, enda reyni þau að fara daglega í sund. „Ég bara mæli með að ferðamenn séu hérna á kvöldin og svona, þegar við erum ekki,“ segir Árni. Sundlaugar Reykjavík Menning Borgarstjórn Neytendur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun hjá borginni um að fækka verulega þeim dögum þar sem laugar borgarinnar eru lokaðar. Yfir allar laugar voru slíkir dagar 71 á síðasta ári, en verða 14 á þessu ári. Breytingar á opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar, sem allar munu loka klukkustund fyrr en venjulega, til framkvæmda 1. apríl næstkomandi. Og eins og fólksins í heita pottinum er von og vísa, þá hefur það skoðanir á styttum opnunartíma á laugardags- og sunnudagskvöldum. „Það hentar mér ekki, ég nýti mér laugarnar stundum milli átta og tíu. Þannig að það kemur sér illa fyrir mig,“ segir sundlaugargesturinn Magnús Hraunfjörð Kristinsson. Ég er ekki ánægður með þetta. Ég væri alltaf til í að vera hérna lengur en til níu,“ segir Jóhann Örn. Og undir þetta tekur félagi hans, Markús Júlían. „Já, maður er svolítið mikið í ræktinn hérna og oftast fer maður á kvöldin. Þannig maður er oft að lenda í sundlauginni klukkan svona níu. Öðrum hentar þetta ill vegna vinnu. „Miðað við hvernig ég er að vinna, þá er alltaf næs að kíkja í sund eftir æfingar, late night æfingar,“ segir Theodór. Aðrir hafa minni áhyggjur af kvöldsundinu, til að mynda Gunnhildur Stefánsdóttir og Árni B. Stefánsson. „Kemur kannski ekkert sérstaklega við okkur þar sem við förum alltaf bara um hábjartan dag í sundlaugarnar og njótum þess,“ segir Gunnhildur. Færri lokanir ánægjuefni Öllu meiri ánægja var með aukinn opnunartíma á rauðum dögum. Magnús kveðst til að mynda hafa lent í því tvisvar um liðin jól að hafa komið að lokuðum dyrum í Laugardalslaug. „Fleiri rauða daga opna fyrir mig, takk.“ Gunnhildur og Árni taka undir þetta, enda reyni þau að fara daglega í sund. „Ég bara mæli með að ferðamenn séu hérna á kvöldin og svona, þegar við erum ekki,“ segir Árni.
Sundlaugar Reykjavík Menning Borgarstjórn Neytendur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira