Er blóðsykurinn þinn versti óvinur? Dögg Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 12:01 Undanfarið hefur ekki farið lítið fyrir blóðsykursumræðunni. Í stuttu máli sagt hækkar blóðsykur við neyslu kolvetna, insúlín er seytt frá brisi og virkar sem lykill inn í frumurnar, þar sem glúkósi er tekinn inn og umbreyttur í orku. Allt eðlileg viðbrögð líkamans. Hjá einstaklingum með sykursýki 1 er insúlínframleiðsla af skornum skammti. Þeir sem hafa sykursýki 2 er insúlínframleiðsla til staðar en virkni insúlínsins skert. Leitast er þá við að auka framleiðslu insúlíns enn frekar, þar til brisið gefur sig, framleiðsla lækkar og blóðsykur hækkar. Ákveðin matvæli hækka blóðsykur meira en önnur. Sé blóðsykur oft hár eykur það líkur á sykursýki 2. Hafir þú áhyggjur af blóðsykri er ráðlegt að leita ráða hjá lækni. Af hverju sílesandi blóðsykursmælar? Sala sílesandi blóðsykursmæla hefur aukist verulega enda með aukinni blóðsykurshræðslu er möguleiki á að græða. Mælarnir eru festir á húð, lesa magn blóðsykurs og sendir niðurstöðurnar í símann. Mikilvæg tæki fyrir þá sem hafa sykursýki. Undanfarið hafa mælarnir verið markaðssettir fyrir þá sem vilja efla heilsu, tækla orkuleysið, heilaþokuna, kveðja aukakílóin og auka afköst í íþróttum. Markhópurinn er hinn almenni einstaklingur sem er umhugað um heilsuna sem er á sama tíma sá hópur fólks sem almennt þykir ekki ástæða til að hafa áhyggjur af. Selja lausnina með að ala á ótta og hræðslu Til að selja lausnina þarf að skapa óttann. Hvert vandamálið á fætur öðru er talið upp. Sykurfíkn, síþreyta, snarlþörf, heilaþoka, krabbamein, alzheimer, hjartasjúkdómar og meira að segja kvef.Samkvæmt þessu er blóðsykurinn okkar helsta heilsufarsógn. Bækur hafa verið gefnar út þar sem settar eru fram byltingarkenndar lausnir sem eiga að bjarga öllu á nokkrum vikum með tíu hollráðum. Eina sem þú þarft að gera er bara að kaupa bækurnar, jú og kannski best að kaupa mæli líka, til að vera alveg viss. Jafnvel blóðsykurstillandi fæðubótarefni líka, þó vissulega sé engin vísindaleg sönnun fyrir virkni þess. En hvað vitum við í raun og veru? Staðaþekkingar í dag styður ekki við þessar gríðarlega stóru fullyrðingar sem settar hafa verið fram af hálfu þessara einstaklinga. Þær rannsóknir sem við höfum á blóðsykursmælingum eru byggðar á einstaklingum með sykursýki. Einstaklingar með sjúkdóma hafa oft allt aðrar næringarþarfir en heilbrigðir, enda starfsemi líkamans öðruvísi. Skoðum þetta nánar. Niðurstöður landskönnunar á mataræði Íslendinga 2019-2021 sýnir að heildarneysla kolvetna hefur farið úr 42% í 37% að meðaltali. Ráðlagt er að 45-60% heildarorku séu kolvetni. En líkaminn treystir á kolvetni sem sinn aðal orkugjafa. Það er því ekki skrítið að finna fyrir orkuleysi, síþreytu og naslþörf ef við gefum ekki líkamanum þá orku sem hann þarf. Þegar við nærum ekki líkamann kallar hann enn hærra. Það getur því valdið því að við sækjum í orkuríkari en næringasnauðari mat í meira magni sem hægt væri að rangtúlka sem sykurfíkn. Sama landskönnun sýndi að samanlögð grænmetis- og ávaxtaneysla var 213 g að meðaltali, en ráðlögð eru 500 g á dag, sem aðeins 2% þátttakenda náðu. Auk þess voru aðeins 27% þátttakenda sem náðu ráðlögðum 70 g af heilkornum á dag. En það eru næringarrík kolvetni sem rannsóknir hafa sýnt fram á heilsueflandi áhrif og minnki líkur á krabbameinum og sykursýki 2. Trefjaneysla hefur einnig farið niður í 16 g að meðaltali, en ráðlagt er að ná allavega 25 g á dag. Trefjar eru kolvetni sem eru ómeltanleg, en ekki síður mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ráðlögð neysla trefja styður við örveruflóruna og dregur úr líkum á sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Trefjar hafa marga fleiri kosti og auka má trefjaneyslu með auknu plöntufæði. Blessað kvefið er veirusjúkdómur, sem ekkert tengist blóðsykri en hinsvegar má efla ónæmiskerfið með góðu næringarástandi. Raunin er sú að eitt næringarefni er ekki yfir önnur hafin, þetta er fallegt samspil sem virkar best með fjölbreyttu mataræði. Ég legg hér áherslu á kolvetni aðeins vegna þeirrar áróðursherferðar sem það hefur orðið fyrir. Mataræði íslendinga er ekki í takt við ráðleggingar embætti landlæknis. Ráðleggingar sem eru vandlega settar saman af sérfræðingum og byggja á fjölda rannsókna og sterkum vísindalegum rökum. Skammtíma matarkúrar og áráttuhegðun á mat er fæstum hollt og getur haft í för með sér skaðlegar afleiðingar til lengdar. Vænlegra til árangurs er að reyna að auka fjölbreytni í mataræðinu og vera gagnrýnin á galdralausnir. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur ekki farið lítið fyrir blóðsykursumræðunni. Í stuttu máli sagt hækkar blóðsykur við neyslu kolvetna, insúlín er seytt frá brisi og virkar sem lykill inn í frumurnar, þar sem glúkósi er tekinn inn og umbreyttur í orku. Allt eðlileg viðbrögð líkamans. Hjá einstaklingum með sykursýki 1 er insúlínframleiðsla af skornum skammti. Þeir sem hafa sykursýki 2 er insúlínframleiðsla til staðar en virkni insúlínsins skert. Leitast er þá við að auka framleiðslu insúlíns enn frekar, þar til brisið gefur sig, framleiðsla lækkar og blóðsykur hækkar. Ákveðin matvæli hækka blóðsykur meira en önnur. Sé blóðsykur oft hár eykur það líkur á sykursýki 2. Hafir þú áhyggjur af blóðsykri er ráðlegt að leita ráða hjá lækni. Af hverju sílesandi blóðsykursmælar? Sala sílesandi blóðsykursmæla hefur aukist verulega enda með aukinni blóðsykurshræðslu er möguleiki á að græða. Mælarnir eru festir á húð, lesa magn blóðsykurs og sendir niðurstöðurnar í símann. Mikilvæg tæki fyrir þá sem hafa sykursýki. Undanfarið hafa mælarnir verið markaðssettir fyrir þá sem vilja efla heilsu, tækla orkuleysið, heilaþokuna, kveðja aukakílóin og auka afköst í íþróttum. Markhópurinn er hinn almenni einstaklingur sem er umhugað um heilsuna sem er á sama tíma sá hópur fólks sem almennt þykir ekki ástæða til að hafa áhyggjur af. Selja lausnina með að ala á ótta og hræðslu Til að selja lausnina þarf að skapa óttann. Hvert vandamálið á fætur öðru er talið upp. Sykurfíkn, síþreyta, snarlþörf, heilaþoka, krabbamein, alzheimer, hjartasjúkdómar og meira að segja kvef.Samkvæmt þessu er blóðsykurinn okkar helsta heilsufarsógn. Bækur hafa verið gefnar út þar sem settar eru fram byltingarkenndar lausnir sem eiga að bjarga öllu á nokkrum vikum með tíu hollráðum. Eina sem þú þarft að gera er bara að kaupa bækurnar, jú og kannski best að kaupa mæli líka, til að vera alveg viss. Jafnvel blóðsykurstillandi fæðubótarefni líka, þó vissulega sé engin vísindaleg sönnun fyrir virkni þess. En hvað vitum við í raun og veru? Staðaþekkingar í dag styður ekki við þessar gríðarlega stóru fullyrðingar sem settar hafa verið fram af hálfu þessara einstaklinga. Þær rannsóknir sem við höfum á blóðsykursmælingum eru byggðar á einstaklingum með sykursýki. Einstaklingar með sjúkdóma hafa oft allt aðrar næringarþarfir en heilbrigðir, enda starfsemi líkamans öðruvísi. Skoðum þetta nánar. Niðurstöður landskönnunar á mataræði Íslendinga 2019-2021 sýnir að heildarneysla kolvetna hefur farið úr 42% í 37% að meðaltali. Ráðlagt er að 45-60% heildarorku séu kolvetni. En líkaminn treystir á kolvetni sem sinn aðal orkugjafa. Það er því ekki skrítið að finna fyrir orkuleysi, síþreytu og naslþörf ef við gefum ekki líkamanum þá orku sem hann þarf. Þegar við nærum ekki líkamann kallar hann enn hærra. Það getur því valdið því að við sækjum í orkuríkari en næringasnauðari mat í meira magni sem hægt væri að rangtúlka sem sykurfíkn. Sama landskönnun sýndi að samanlögð grænmetis- og ávaxtaneysla var 213 g að meðaltali, en ráðlögð eru 500 g á dag, sem aðeins 2% þátttakenda náðu. Auk þess voru aðeins 27% þátttakenda sem náðu ráðlögðum 70 g af heilkornum á dag. En það eru næringarrík kolvetni sem rannsóknir hafa sýnt fram á heilsueflandi áhrif og minnki líkur á krabbameinum og sykursýki 2. Trefjaneysla hefur einnig farið niður í 16 g að meðaltali, en ráðlagt er að ná allavega 25 g á dag. Trefjar eru kolvetni sem eru ómeltanleg, en ekki síður mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ráðlögð neysla trefja styður við örveruflóruna og dregur úr líkum á sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Trefjar hafa marga fleiri kosti og auka má trefjaneyslu með auknu plöntufæði. Blessað kvefið er veirusjúkdómur, sem ekkert tengist blóðsykri en hinsvegar má efla ónæmiskerfið með góðu næringarástandi. Raunin er sú að eitt næringarefni er ekki yfir önnur hafin, þetta er fallegt samspil sem virkar best með fjölbreyttu mataræði. Ég legg hér áherslu á kolvetni aðeins vegna þeirrar áróðursherferðar sem það hefur orðið fyrir. Mataræði íslendinga er ekki í takt við ráðleggingar embætti landlæknis. Ráðleggingar sem eru vandlega settar saman af sérfræðingum og byggja á fjölda rannsókna og sterkum vísindalegum rökum. Skammtíma matarkúrar og áráttuhegðun á mat er fæstum hollt og getur haft í för með sér skaðlegar afleiðingar til lengdar. Vænlegra til árangurs er að reyna að auka fjölbreytni í mataræðinu og vera gagnrýnin á galdralausnir. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun