Vona að jarðvegur verndi nýja lögn renni hraun aftur sömu leið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 19:21 Arnar Smári Þorvarðarson byggingartæknifræðingur hjá Verkís segir vinnu við varnargarðana hafa gengið vonum framar. Vísir/Sigurjón Vinnuflokkar keppast nú við að klára frágang í kringum nýja Njarðvíkurlögn og nýja og hærri háspennulínu, sem liggur yfir varnargarðinn við Svartsengi, áður en eldgos hefst. Um átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi að mati Veðurstofunnar en enginn gosórói mælist enn sem komið er. Varnargarðarnir sem umkringja nú Svartsengi eru nánast tilbúnir utan tveggja skarða. Í gegn um annað þeirra liggur vegurinn að Bláa lóninu og verður opið nema hraun renni í átt að því. Stefnt er að því að loka hinu á morgun, þegar vinnu við Njarðvíkurlögn lýkur. „Við erum að ljúka frágangi við það að setja jarðveg yfir hitaveitulögnina, sem liggur til Njarðvíkur. Við erum í frágangi við að verja hana í þessum lágpunkti hérna. Við erum búnir að leggja líka háspennustreng meðfram henni til bráðabirgða og erum að klára það. Þegar við erum búnir að þessu reiknum við með því að loka þessu skarði,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Vonir standa til að jarðvegur umhverfis nýja Njarðvíkurlögn verji hana renni hraun aftur þar yfir.Vísir/Sigurjón Þetta ætti að duga ef hraun rennur aftur hér yfir til að verja lögnina? „Það er það sem við stefnum á, að fyllingin haldi henni og hraunið renni yfir. Svo verðum við að vona að það haldi gagnvart hita frá hrauninu,“ segir Arnar Smári. „Landsnet er að vinna hérna við að reisa ný möstur og er með vaskan flokk manna hér við það. Þeir eru búnir að reisa 10 metra háan haug sem mastrið er uppi á. Svo er annað mastur hérna aðeins lengra. Þessi möstur eru mun hærri en þau sem eru fyrir og eru í þessum töluðu orðum að undirbúa að draga háspennulínur á þessi möstur.“ Þannig að íbúar Suðurnesja ættu að sofa rólegir? „Já, ég held að þetta hjálpi til á allan hátt. Gengur hratt að verja Grindavík Þá er unnið hratt að því að reisa varnargarða við Grindavík. Vinnu við þann sem liggur norðan Grindavíkur, sem hraun rann meðfram í janúar, er nánast lokið og nú keppst við að reisa garð austan við bæinn og gengur sú vinna hratt. „Á einni vakt fluttu menn á bilinu 21 til 22 þúsund rúmmetra af efni úr námunni yfir í varnargarðinn. Einn svona búkolluvörubíll tekur um 15 rúmmetra,“ segir Arnar Smári. Veðurstofan birti tvö hraunflæðilíkön í gær, sem sýn aáætlað hraunflæði út frá tveimur mögulegum gosopum á Sundhnúksígaröðinni. Vinnuflokkar frá Landsneti voru í óðaönn að strengja nýja háspennulínu í ný og hærri möstur í dag.Vísir/Sigurjón Annað líkanið gerir ráð fyrir eldgosi milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells líkt og í eldgosunum í desember og febrúar. Í gosi sem þessu er gert ráð fyrir stuttum fyrirvara og að hraun flæði svipaða leið og nái Grindavíkurvegi á innan við fjórum klukkustundum. Í hinni sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að gossprunga opnist við Hagafell og í suðurátt til Grindavíkur. Líklegur fyrirvari þessa er talinn ein til þrjár klukkustundir frá því að fyrstu jarðskjálftar mælast og ráðgert að hraun myndi ná að varnargörðum við Grindavík á einni klukkustund. Settar hafa verið upp loftvarnarflautur bæði inni í Grindavík, þar sem dvalið er í nokkrum húsum yfir nótt, og í Svartsengi. Flauturnar voru prufukeyrðar í gærkvöldi og verða brúkaðar þegar rýma þarf svæðið í flýti vegna goss. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Líkur á eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum Átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur telur líklegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum eða dögum. 27. febrúar 2024 11:39 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Varnargarðarnir sem umkringja nú Svartsengi eru nánast tilbúnir utan tveggja skarða. Í gegn um annað þeirra liggur vegurinn að Bláa lóninu og verður opið nema hraun renni í átt að því. Stefnt er að því að loka hinu á morgun, þegar vinnu við Njarðvíkurlögn lýkur. „Við erum að ljúka frágangi við það að setja jarðveg yfir hitaveitulögnina, sem liggur til Njarðvíkur. Við erum í frágangi við að verja hana í þessum lágpunkti hérna. Við erum búnir að leggja líka háspennustreng meðfram henni til bráðabirgða og erum að klára það. Þegar við erum búnir að þessu reiknum við með því að loka þessu skarði,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Vonir standa til að jarðvegur umhverfis nýja Njarðvíkurlögn verji hana renni hraun aftur þar yfir.Vísir/Sigurjón Þetta ætti að duga ef hraun rennur aftur hér yfir til að verja lögnina? „Það er það sem við stefnum á, að fyllingin haldi henni og hraunið renni yfir. Svo verðum við að vona að það haldi gagnvart hita frá hrauninu,“ segir Arnar Smári. „Landsnet er að vinna hérna við að reisa ný möstur og er með vaskan flokk manna hér við það. Þeir eru búnir að reisa 10 metra háan haug sem mastrið er uppi á. Svo er annað mastur hérna aðeins lengra. Þessi möstur eru mun hærri en þau sem eru fyrir og eru í þessum töluðu orðum að undirbúa að draga háspennulínur á þessi möstur.“ Þannig að íbúar Suðurnesja ættu að sofa rólegir? „Já, ég held að þetta hjálpi til á allan hátt. Gengur hratt að verja Grindavík Þá er unnið hratt að því að reisa varnargarða við Grindavík. Vinnu við þann sem liggur norðan Grindavíkur, sem hraun rann meðfram í janúar, er nánast lokið og nú keppst við að reisa garð austan við bæinn og gengur sú vinna hratt. „Á einni vakt fluttu menn á bilinu 21 til 22 þúsund rúmmetra af efni úr námunni yfir í varnargarðinn. Einn svona búkolluvörubíll tekur um 15 rúmmetra,“ segir Arnar Smári. Veðurstofan birti tvö hraunflæðilíkön í gær, sem sýn aáætlað hraunflæði út frá tveimur mögulegum gosopum á Sundhnúksígaröðinni. Vinnuflokkar frá Landsneti voru í óðaönn að strengja nýja háspennulínu í ný og hærri möstur í dag.Vísir/Sigurjón Annað líkanið gerir ráð fyrir eldgosi milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells líkt og í eldgosunum í desember og febrúar. Í gosi sem þessu er gert ráð fyrir stuttum fyrirvara og að hraun flæði svipaða leið og nái Grindavíkurvegi á innan við fjórum klukkustundum. Í hinni sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að gossprunga opnist við Hagafell og í suðurátt til Grindavíkur. Líklegur fyrirvari þessa er talinn ein til þrjár klukkustundir frá því að fyrstu jarðskjálftar mælast og ráðgert að hraun myndi ná að varnargörðum við Grindavík á einni klukkustund. Settar hafa verið upp loftvarnarflautur bæði inni í Grindavík, þar sem dvalið er í nokkrum húsum yfir nótt, og í Svartsengi. Flauturnar voru prufukeyrðar í gærkvöldi og verða brúkaðar þegar rýma þarf svæðið í flýti vegna goss.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Líkur á eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum Átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur telur líklegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum eða dögum. 27. febrúar 2024 11:39 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Líkur á eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum Átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur telur líklegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum eða dögum. 27. febrúar 2024 11:39
Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46
Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00