Eru húsin okkar vistvæn og heilnæm? Böðvar Bjarnason og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifa 28. febrúar 2024 09:31 Staða byggingarannsókna á Íslandi - ákall eftir svari Öll gerum við þá kröfu að húsnæði sem við dveljumst í valdi okkur ekki heilsutjóni. Þetta hljómar eins og sjálfsagður hlutur en staðreyndin er sú að margir glíma við heilsufarsvandamál sem tengjast húsnæðinu sem þeir búa í eða þurfa að dvelja í vegna náms eða starfs. En hvað veldur? Ýmislegt getur valdið okkur vanlíðan, ýmis byggingarefni og efnasambönd sem eru notuð í byggðu umhverfi geta gefið frá sér efni og agnir í inniloft og skert loftgæði. Slæm loftgæði hafa neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan allra en við bregðumst mismunandi við slæmum loftgæðum. Það er afar einstaklingsbundið hvað truflar hvern hverju sinni og eftir hversu langa viðveru einkenni koma fram. Óæskilegur raki í byggingum er samt oftast helsta orsökin fyrir skertum loftgæðum bæði kveikir hann á ýmiss konar örveruvexti í byggingarefnum og þegar þau blotna þá leysast úr læðingi ýmiss konar efnakokteilar sem annars hefðu verið bundnir í efnunum. Eitt af því sem gerist þegar byggingarefni blotna og þá sérstaklega þau sem innihalda lífræn efni er að myglu- og bakteríuvöxtur hefst og niðurbrot fer af stað. Myglunni er oftast kennt um öll heilsuvandamál sem við tengjum við húsnæði okkar. En er það endilega bara mygla sem truflar loftgæði? Margt annað kemur til sem getur haft neikvæð áhrif á loftgæði eins og t.d. loftræsing en fæstar íbúðir á Íslandi eru búnar loftræsingu það er að segja vélrænni loftræsingu sem tryggir loftskipti. Eldra skrifstofuhúsnæði, skólar og aðrar stofnanir eru í sömu stöðu þar sem engin vélræn loftræsing er til staðar í þessum byggingum. Í gegnum tíðina þá höfum við treyst um of á að það dygði að opna glugga af og til, til að lofta út. Regluleg loftskipti koma í veg fyrir að óæskileg efni safnist upp í innilofti og valdi okkur óþægindum eða skaða og því er loftræsing árangursrík sem mótvægi við upphleðslu efna og mögulegar rakaskemmdir innandyra. Af hverju leka hús á Íslandi? Oftast tengjum við leka í húsnæði við glugga eða þök en það eru oftast þeir hjúpfletir hússins þar sem við sjáum fyrst vatns eða rakaskemmdir. Þök eru vissulega sá hluti hússins sem verður fyrir mestum veðuráhrifum en hvað með gluggana ? Gluggar eru jú settir í veggina og í steinsteyptum húsum þéttum við þá við steinsteyptan vegginn. Steypan endist vissulega lengur en gluggarnir og þegar gluggar fara leka þá skiptum við um þá og kennum gömlum gluggum um allan vandann ,setjum í nýjan glugga og kíttum við gömlu góðu steypuna. Án þess að huga að því hvort að steypan sjálf gæti verið vandamálið eða hluti vandans . Staðreyndin er hins vegar sú að í mörgum tilfellum er steypan umhverfis gluggagatið svo illa sprungin að nær ómögulegt er að þétta nýja gluggann við steypuna með hefðbundnum aðferðum. Vandamálin koma ekki í ljós fyrr en einhverjum árum seinna þegar raki hefur seitlað á bakvið einangrun og múr eða létta klæðningu innan á okkar íslenska útvegg. Rakinn hefur þá oft á tíðum fundið sér leið inn undir gólfefni og mygluvöxtur hefur náð sér á strik og íbúar og starfsfólk farið að veikjast og loftgæði að versna eins og fyrir viðgerðir. Lekur steypa? Þegar við erum að vinna í endurbótum á gömlum steinsteyptum húsum þurfum við að hafa í huga að steypan í þessum húsum er framleidd með tiltölulega frumstæðum aðferðum miðað við þær aðferðir og þau efni sem við höfum í dag. Við getum því ekki gengið út frá því með vissu að veðrunarþol steypunnar standist nútímakröfur. Nú kunna einhverjir að segja ,,Hvaða vitleysa er þetta húsið er orðið 80 ára gamalt og hefur þolað öll veður hingað til,,. Vissulega standa þessi hús og mörg þeirra líta ágætlega út og bera aldurinn vel, en hafa verður í huga að flest þessara húsa eru oft illa einangruð og ef við ætlum að uppfylla nútímakröfur um einangrunargildi og huga um leið að betri orkunýtingu þá er það afar varhugavert að gera það innan frá því þá mun frost og önnur veðuráhrif fyrst fara brjóta niður steypuna sem áður var ,,heit“ og frostálag ekki mikið. Því er eina leiðin til að ná fullri einangrun, að gera það utan frá og um leið að leiðrétta eðlisfræðilega uppbyggingu veggjanna og auðvelda alla þéttingu við glugga og útrýma kuldabrúm. Eftir að hafa fjarlægt einangrun af nokkrum útveggjum í eldri byggingum er það alveg ljóst að steypan lekur, ekki aðeins í kringum gluggagöt. Þegar búið er að fjarlægja einangrun innan úr útveggjum má sjá sprungur, steypuhreiður og samskeyti sem ekki eru sýnileg að utanverðu en hafa myndast við lagningu steypunnar. Þessar sprungur leka þrátt fyrir að sjást ekki alltaf utanfrá og er því erfitt að staðsetja leka. Þar að auki má það vera ljóst að með þykkari einangrun þá eykst hættan á rakaþéttingu á milli steypta útveggjarins og einangrunar þar sem daggarpunktur færist. Að lokum er það okkar reynsla eftir að hafa framkvæmt frostþol á þessari eldri steypu að hún hefur ekki sama frostþol og nútíma steypa. Lífsvenjur okkar hafa breyst og húsnæðið okkar er að eldast Í fæstum af þessum eldri byggingum er hugsað fyrir nægum loftskiptum. Einungis er loftskipt með opnanlegum gluggum sem er jú það sem við meðal annars köllum náttúrulega loftræsingu. Já er það ekki bara fínt ? kunna einhverjir að spyrja. Svarið er nei það er ekki fínt. Mælingar sem gerðar hafa verið í t.d. skólastofum sýna að þar sem einungis er treyst á náttúrulega loftræsingu safnast fyrir CO2 í magni sem er langt yfir öllum vellíðunar- og viðmunaðargildum og það sama á við um önnur óæskileg efni sem safnast fyrir í rýmum ef loftskipti eru ekki nægjanleg. Ástæðan er væntanlega sú að við getum ekki haft gluggana nógu mikið opna og ekki nógu lengi til að loftskiptum sé fullnægt. Bæði verður okkur kalt og svo getur bæði rignt og snjóað inn um gluggana og þá lokum við þeim. Loftræsing með vélrænni loftræsingu með varmaskipti er því besta leiðin til að tryggja loftgæði í skólastofum. Þetta á reyndar við um húsnæði almennt fyrir utan að tryggja loftgæði í húsunum og bæta orkunýtingu. Loftræsing dregur einnig úr rakaálagi á byggingar og um leið minnkar líkurnar á mygluvexti og hindrar útbreiðslu eða uppsöfnun á afleiðuefnum og gróum frá rakaskemmdum auk annarra óæskilegra efna í innilofti sem geta haft áhrif á heilsu okkar. Loftskipti í byggingum eykur endingu, getur bætt orkunýtingu og eru því byggingar um leið sjálfbærari og vistvænni fyrir vikið. Stórt eignasafn með íslenskum útvegg Íslendingar hafa nær allt frá því að þeir hófu að steypa útvegg, einangrað hann að innan eða alveg þangað til núna síðustu ár að algengara er að einangra hús að utanverðu. Í viðtali við Ríkharð Kristjánsson verkfræðing kom fram að Íslendingar ættu að hætta að borða lopapeysuna, heldur frekar setja hana utan um sig sem hefur eflaust hjálpað við þessa þróun. Staðreyndin er því sú að við eigum mikið af byggingum með þessari uppbyggingu á útvegg sem eru að komast á þann aldur að þurfa viðhald og endurbætur. En hver er besta aðferðin? Hvernig tryggjum við endingu þessara húsa til framtíðar eftir viðgerðir? Við þurfum hlutlausan hóp fagaðila sem kannar það fyrir okkur hvaða aðferð reynist best bæði með endingu, vistvæni og heilnæmi í huga. Við þurfum rannsóknir á því hvaða útfærsla virkar hérlendis og hvaða útfærsla er óheppileg. Er eðlilegt að einkaaðilar, ríki og sveitarfélög séu í eigin rannsóknum og framkvæmi útfærslur sem hafa ekki verið sannreyndar. Hvernig tryggjum við að sú þekking sem skapast við slíkar framkvæmdir skili sér áfram til markaðarins eða menntastofnana? Erum við sátt við að íslensk hús séu í raun prófuð út á markaði, aðferð valin sem enginn hefur í raun lagst yfir og sannreynt að geti virkað við íslenskar aðstæður. Áður en það kemur í ljós að aðferðin virkar ekki vel hafa kannski heilu hverfin risið eða farið í gegnum viðhaldsaðgerðir. Tilraunir á kostnað hvers? Hver er staðan á íslenskum byggingarrannsóknum? Samfelldum grunnrannsóknum? ASKUR er sjóður til nýsköpunar og framfara, hvatning til að þróa og skoða nýjar lausnir. Verkefnin þar endurspegla áhugasvið umsækjanda. Frábær verkefni og spennandi. En fáum finnst spennandi að prófa áraun íslenskra útveggja, fylgjast með nýjum efnum á markaði og hvernig þau reynast eða fylgjast með þróun nýrra aðferða við gluggaísetningar. Það hefur sýnt sig og því þurfum við að tryggja slíkar rannsóknir til hliðar við ASK. Við getum ekki verið sátt við að stærsta fjárfesting okkar, heimili okkar, séu í einhverjum tilfellum notuð í tilraunastarfsemi. Að því sögðu má taka það fram að byggingariðnaðurinn hér á landi hefur tekið stórt stökk í átt að auknum gæðum. stundum vinnur þó hver arkitekt, hönnuður eða verktaki eftir sínu höfði og miðlun reynslu og þekkingar er ekki fylgt eftir eða haldið utan um. Við óskum því eftir svörum frá yfirvöldum, hver er stefnan og hver á að brúa bilið sem myndaðist þegar Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins var lögð niður í skjóli heimsfaraldurs? Höfundar eru meðlimir í fagráði Betri bygginga. Böðvar Bjarnason er byggingartæknifræðingur hjá VERKVIST og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur hjá VERKVIST. Málþing Betri bygginga fer fram í HR á mánudaginn 4. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Staða byggingarannsókna á Íslandi - ákall eftir svari Öll gerum við þá kröfu að húsnæði sem við dveljumst í valdi okkur ekki heilsutjóni. Þetta hljómar eins og sjálfsagður hlutur en staðreyndin er sú að margir glíma við heilsufarsvandamál sem tengjast húsnæðinu sem þeir búa í eða þurfa að dvelja í vegna náms eða starfs. En hvað veldur? Ýmislegt getur valdið okkur vanlíðan, ýmis byggingarefni og efnasambönd sem eru notuð í byggðu umhverfi geta gefið frá sér efni og agnir í inniloft og skert loftgæði. Slæm loftgæði hafa neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan allra en við bregðumst mismunandi við slæmum loftgæðum. Það er afar einstaklingsbundið hvað truflar hvern hverju sinni og eftir hversu langa viðveru einkenni koma fram. Óæskilegur raki í byggingum er samt oftast helsta orsökin fyrir skertum loftgæðum bæði kveikir hann á ýmiss konar örveruvexti í byggingarefnum og þegar þau blotna þá leysast úr læðingi ýmiss konar efnakokteilar sem annars hefðu verið bundnir í efnunum. Eitt af því sem gerist þegar byggingarefni blotna og þá sérstaklega þau sem innihalda lífræn efni er að myglu- og bakteríuvöxtur hefst og niðurbrot fer af stað. Myglunni er oftast kennt um öll heilsuvandamál sem við tengjum við húsnæði okkar. En er það endilega bara mygla sem truflar loftgæði? Margt annað kemur til sem getur haft neikvæð áhrif á loftgæði eins og t.d. loftræsing en fæstar íbúðir á Íslandi eru búnar loftræsingu það er að segja vélrænni loftræsingu sem tryggir loftskipti. Eldra skrifstofuhúsnæði, skólar og aðrar stofnanir eru í sömu stöðu þar sem engin vélræn loftræsing er til staðar í þessum byggingum. Í gegnum tíðina þá höfum við treyst um of á að það dygði að opna glugga af og til, til að lofta út. Regluleg loftskipti koma í veg fyrir að óæskileg efni safnist upp í innilofti og valdi okkur óþægindum eða skaða og því er loftræsing árangursrík sem mótvægi við upphleðslu efna og mögulegar rakaskemmdir innandyra. Af hverju leka hús á Íslandi? Oftast tengjum við leka í húsnæði við glugga eða þök en það eru oftast þeir hjúpfletir hússins þar sem við sjáum fyrst vatns eða rakaskemmdir. Þök eru vissulega sá hluti hússins sem verður fyrir mestum veðuráhrifum en hvað með gluggana ? Gluggar eru jú settir í veggina og í steinsteyptum húsum þéttum við þá við steinsteyptan vegginn. Steypan endist vissulega lengur en gluggarnir og þegar gluggar fara leka þá skiptum við um þá og kennum gömlum gluggum um allan vandann ,setjum í nýjan glugga og kíttum við gömlu góðu steypuna. Án þess að huga að því hvort að steypan sjálf gæti verið vandamálið eða hluti vandans . Staðreyndin er hins vegar sú að í mörgum tilfellum er steypan umhverfis gluggagatið svo illa sprungin að nær ómögulegt er að þétta nýja gluggann við steypuna með hefðbundnum aðferðum. Vandamálin koma ekki í ljós fyrr en einhverjum árum seinna þegar raki hefur seitlað á bakvið einangrun og múr eða létta klæðningu innan á okkar íslenska útvegg. Rakinn hefur þá oft á tíðum fundið sér leið inn undir gólfefni og mygluvöxtur hefur náð sér á strik og íbúar og starfsfólk farið að veikjast og loftgæði að versna eins og fyrir viðgerðir. Lekur steypa? Þegar við erum að vinna í endurbótum á gömlum steinsteyptum húsum þurfum við að hafa í huga að steypan í þessum húsum er framleidd með tiltölulega frumstæðum aðferðum miðað við þær aðferðir og þau efni sem við höfum í dag. Við getum því ekki gengið út frá því með vissu að veðrunarþol steypunnar standist nútímakröfur. Nú kunna einhverjir að segja ,,Hvaða vitleysa er þetta húsið er orðið 80 ára gamalt og hefur þolað öll veður hingað til,,. Vissulega standa þessi hús og mörg þeirra líta ágætlega út og bera aldurinn vel, en hafa verður í huga að flest þessara húsa eru oft illa einangruð og ef við ætlum að uppfylla nútímakröfur um einangrunargildi og huga um leið að betri orkunýtingu þá er það afar varhugavert að gera það innan frá því þá mun frost og önnur veðuráhrif fyrst fara brjóta niður steypuna sem áður var ,,heit“ og frostálag ekki mikið. Því er eina leiðin til að ná fullri einangrun, að gera það utan frá og um leið að leiðrétta eðlisfræðilega uppbyggingu veggjanna og auðvelda alla þéttingu við glugga og útrýma kuldabrúm. Eftir að hafa fjarlægt einangrun af nokkrum útveggjum í eldri byggingum er það alveg ljóst að steypan lekur, ekki aðeins í kringum gluggagöt. Þegar búið er að fjarlægja einangrun innan úr útveggjum má sjá sprungur, steypuhreiður og samskeyti sem ekki eru sýnileg að utanverðu en hafa myndast við lagningu steypunnar. Þessar sprungur leka þrátt fyrir að sjást ekki alltaf utanfrá og er því erfitt að staðsetja leka. Þar að auki má það vera ljóst að með þykkari einangrun þá eykst hættan á rakaþéttingu á milli steypta útveggjarins og einangrunar þar sem daggarpunktur færist. Að lokum er það okkar reynsla eftir að hafa framkvæmt frostþol á þessari eldri steypu að hún hefur ekki sama frostþol og nútíma steypa. Lífsvenjur okkar hafa breyst og húsnæðið okkar er að eldast Í fæstum af þessum eldri byggingum er hugsað fyrir nægum loftskiptum. Einungis er loftskipt með opnanlegum gluggum sem er jú það sem við meðal annars köllum náttúrulega loftræsingu. Já er það ekki bara fínt ? kunna einhverjir að spyrja. Svarið er nei það er ekki fínt. Mælingar sem gerðar hafa verið í t.d. skólastofum sýna að þar sem einungis er treyst á náttúrulega loftræsingu safnast fyrir CO2 í magni sem er langt yfir öllum vellíðunar- og viðmunaðargildum og það sama á við um önnur óæskileg efni sem safnast fyrir í rýmum ef loftskipti eru ekki nægjanleg. Ástæðan er væntanlega sú að við getum ekki haft gluggana nógu mikið opna og ekki nógu lengi til að loftskiptum sé fullnægt. Bæði verður okkur kalt og svo getur bæði rignt og snjóað inn um gluggana og þá lokum við þeim. Loftræsing með vélrænni loftræsingu með varmaskipti er því besta leiðin til að tryggja loftgæði í skólastofum. Þetta á reyndar við um húsnæði almennt fyrir utan að tryggja loftgæði í húsunum og bæta orkunýtingu. Loftræsing dregur einnig úr rakaálagi á byggingar og um leið minnkar líkurnar á mygluvexti og hindrar útbreiðslu eða uppsöfnun á afleiðuefnum og gróum frá rakaskemmdum auk annarra óæskilegra efna í innilofti sem geta haft áhrif á heilsu okkar. Loftskipti í byggingum eykur endingu, getur bætt orkunýtingu og eru því byggingar um leið sjálfbærari og vistvænni fyrir vikið. Stórt eignasafn með íslenskum útvegg Íslendingar hafa nær allt frá því að þeir hófu að steypa útvegg, einangrað hann að innan eða alveg þangað til núna síðustu ár að algengara er að einangra hús að utanverðu. Í viðtali við Ríkharð Kristjánsson verkfræðing kom fram að Íslendingar ættu að hætta að borða lopapeysuna, heldur frekar setja hana utan um sig sem hefur eflaust hjálpað við þessa þróun. Staðreyndin er því sú að við eigum mikið af byggingum með þessari uppbyggingu á útvegg sem eru að komast á þann aldur að þurfa viðhald og endurbætur. En hver er besta aðferðin? Hvernig tryggjum við endingu þessara húsa til framtíðar eftir viðgerðir? Við þurfum hlutlausan hóp fagaðila sem kannar það fyrir okkur hvaða aðferð reynist best bæði með endingu, vistvæni og heilnæmi í huga. Við þurfum rannsóknir á því hvaða útfærsla virkar hérlendis og hvaða útfærsla er óheppileg. Er eðlilegt að einkaaðilar, ríki og sveitarfélög séu í eigin rannsóknum og framkvæmi útfærslur sem hafa ekki verið sannreyndar. Hvernig tryggjum við að sú þekking sem skapast við slíkar framkvæmdir skili sér áfram til markaðarins eða menntastofnana? Erum við sátt við að íslensk hús séu í raun prófuð út á markaði, aðferð valin sem enginn hefur í raun lagst yfir og sannreynt að geti virkað við íslenskar aðstæður. Áður en það kemur í ljós að aðferðin virkar ekki vel hafa kannski heilu hverfin risið eða farið í gegnum viðhaldsaðgerðir. Tilraunir á kostnað hvers? Hver er staðan á íslenskum byggingarrannsóknum? Samfelldum grunnrannsóknum? ASKUR er sjóður til nýsköpunar og framfara, hvatning til að þróa og skoða nýjar lausnir. Verkefnin þar endurspegla áhugasvið umsækjanda. Frábær verkefni og spennandi. En fáum finnst spennandi að prófa áraun íslenskra útveggja, fylgjast með nýjum efnum á markaði og hvernig þau reynast eða fylgjast með þróun nýrra aðferða við gluggaísetningar. Það hefur sýnt sig og því þurfum við að tryggja slíkar rannsóknir til hliðar við ASK. Við getum ekki verið sátt við að stærsta fjárfesting okkar, heimili okkar, séu í einhverjum tilfellum notuð í tilraunastarfsemi. Að því sögðu má taka það fram að byggingariðnaðurinn hér á landi hefur tekið stórt stökk í átt að auknum gæðum. stundum vinnur þó hver arkitekt, hönnuður eða verktaki eftir sínu höfði og miðlun reynslu og þekkingar er ekki fylgt eftir eða haldið utan um. Við óskum því eftir svörum frá yfirvöldum, hver er stefnan og hver á að brúa bilið sem myndaðist þegar Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins var lögð niður í skjóli heimsfaraldurs? Höfundar eru meðlimir í fagráði Betri bygginga. Böðvar Bjarnason er byggingartæknifræðingur hjá VERKVIST og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur hjá VERKVIST. Málþing Betri bygginga fer fram í HR á mánudaginn 4. mars.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar