Fótbolti

Þrettán ára stelpa skoraði fyrir NWSL-lið Gotham FC

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
McKenna Whitham fagnar marki sínu fyrir Gotham í gær.
McKenna Whitham fagnar marki sínu fyrir Gotham í gær. gothamfc

Bandarísku meistararnir í Gotham FC eru að undirbúa sig fyrir titilvörnina og í liðinu í síðasta leik var yngsti leikmaður deildarinnar.

McKenna „Mak“ Whitham er svo ung að hún er ekki einu sinni komin á fermingaraldur. Hún þykir gríðarlegt efni og er þegar búinn að gera auglýsingasamning. Þegar hún skrifaði undir hjá Nike þá varð hún sú yngsta til að fá slíkan samning.

McKenna er líkleg til að halda áfram að slá aldursmet í kvennafótboltanum.

Í æfingarleik Gotham FC í gær skoraði þessi þrettán ára stelpa á móti Deportivo Cali. Markið reyndist vera sigurmarkið í leiknum.

Síðustu mánuði hefur hún verið til reynslu hjá NWSL-liðunum Kansas City Current, Washington Spirit og NJ/NY Gotham FC. Það er líklegt að hún komist að hjá liði fyrir komandi tímabil.

Það að hún sé aðeins þrettán ára gömul hefur vissulega kallað á gagnrýni enda er hún enn bara barn.

Whitham virðist hafa getuna til að spila á þessu stóra sviði en svo er þetta alltaf spurning um andlegan þroska og hvernig hún ræður við alla athyglina svona ung.

Bæði Gotham FC og NWSL-deildin sýndu markið á samfélagsmiðlum sínum en það má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×