Elsta vörumerki Bretlands fær nýtt útlit Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 10:23 Til vinstri má sjá gamla merkið og til hægri það nýja. Lyle's Golden Syrup Lyle's Golden Syrup hefur tekið til notkunar nýjar umbúðir á vörum sínum. Í stað rotnandi ljónshræs kemur teiknuð mynd af ljóni. Breytingin á þó einungis við sírópið sem fæst í flöskum en sírópsdósirnar vinsælu verða enn með sama útlit. Breska ríkisútvarpið fjallar um breytinguna en um er að ræða elsta umbúðaútlit Bretlands og er í heimsmetabók Guinness sem elsta kennimerki heims. Umbúðirnar hafa verið óbreyttar í 140 ár. Stofnandi Lyle's Golden Syrup, Abram Lyle, var trúaður maður og sækir merkið innblástur í sögu í Gamla testamentinu. Í sögunni drepur Samson ljón með berum höndum en uppgötvar svo að býflugur sveimi yfir hræinu. Þar með ákvað hann að merkið yrði ljónshræ þar sem býflugur eru á sveimi yfir því. Svona líta dósirnar út en þær munu halda sínu útliti.Lyle's Golden Syrup Nýja merkið er teiknað ljónshöfuð en býflugunum er fækkað og má aðeins sjá eina slíka þar. Litapalletan er sú sama, grænn og gulllitaður eru í aðalhlutverkum. Hér má sjá nýja merkið, býflugan er lítil og er á sveimi rétt vinstra megin yfir höfði ljónsins.Lyle's Golden Syrup Í grein BBC kemur fram að ekki séu allir á par sáttir með nýja útlitið. Margir telja að þarna sé verið að skemma einstakt útlit vörunnar. Vegna gagnrýninnar þurfti fyrirtækið að gefa út yfirlýsingu þar sem kom fram að sírópsdósirnar, sem er þekktasta vara Lyle's Golden Syrup, muni halda upphaflega útlitinu. Auglýsinga- og markaðsmál Matur Bretland Tíska og hönnun Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska ríkisútvarpið fjallar um breytinguna en um er að ræða elsta umbúðaútlit Bretlands og er í heimsmetabók Guinness sem elsta kennimerki heims. Umbúðirnar hafa verið óbreyttar í 140 ár. Stofnandi Lyle's Golden Syrup, Abram Lyle, var trúaður maður og sækir merkið innblástur í sögu í Gamla testamentinu. Í sögunni drepur Samson ljón með berum höndum en uppgötvar svo að býflugur sveimi yfir hræinu. Þar með ákvað hann að merkið yrði ljónshræ þar sem býflugur eru á sveimi yfir því. Svona líta dósirnar út en þær munu halda sínu útliti.Lyle's Golden Syrup Nýja merkið er teiknað ljónshöfuð en býflugunum er fækkað og má aðeins sjá eina slíka þar. Litapalletan er sú sama, grænn og gulllitaður eru í aðalhlutverkum. Hér má sjá nýja merkið, býflugan er lítil og er á sveimi rétt vinstra megin yfir höfði ljónsins.Lyle's Golden Syrup Í grein BBC kemur fram að ekki séu allir á par sáttir með nýja útlitið. Margir telja að þarna sé verið að skemma einstakt útlit vörunnar. Vegna gagnrýninnar þurfti fyrirtækið að gefa út yfirlýsingu þar sem kom fram að sírópsdósirnar, sem er þekktasta vara Lyle's Golden Syrup, muni halda upphaflega útlitinu.
Auglýsinga- og markaðsmál Matur Bretland Tíska og hönnun Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira