Arnar krefst milljóna vegna árangurs sem Hallgrímur náði Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2024 11:31 Arnar Grétarsson gerði frábæra hluti sem þjálfari KA en skildi við liðið til að taka við Val síðla árs 2022. Aðstoðarmaður hans, Hallgrímur Jónasson, tók þá við KA. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson er farinn í hart og hefur stefnt sínum gömlu vinnuveitendum í KA. Málið snýst um greiðslur vegna árangurs KA í Evrópukeppni, sem Arnar lagði grunninn að. Arnar kvaddi KA haustið 2022 til að taka við Val, eftir að hafa stýrt KA í rúm tvö ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis var ákvæði í samningi Arnars við KA um að hann fengi ákveðið hlutfall af Evrópugreiðslum frá UEFA, sem félagið fékk svo árið eftir að Arnar fór, vegna árangurs í Sambandsdeild Evrópu. Heildarupphæðin sem KA fékk hækkaði úr 150.000 evrum (jafnvirði 22 milljóna króna í dag) í 550.000 (82 milljónir króna) við það að liðið, þá undir stjórn Hallgríms Jónassonar sem áður var aðstoðarmaður Arnars, komst í gegnum 1. og 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar. Eftir því sem Vísir kemst næst telja KA-menn eðlilegt að Arnar fái greiddan bónus í samræmi við þann árangur að hafa komið liðinu í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Arnar hefur hins vegar enn enga greiðslu fengið og krafa hans er að upphæðin sé í samræmi við að KA skuli hafa náð í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki er ljóst um hve háar upphæðir ágreiningurinn snýst en augljóst að um milljónir er að ræða, og jafnvel tugi milljóna. Tilraun til sátta á föstudag Arnar átti risastóran þátt í að koma KA í Evrópusæti haustið 2022 en hann skildi við liðið áður en það hafði endanlega tryggt sér Evrópusæti. Liðið var þó í afar góðum málum, með 43 stig í 3. sæti og með níu stiga forskot á næsta lið, Val, þegar aðeins umferðirnar fimm í nýju úrslitakeppninni voru eftir. Eftir að ráðningarsamningur Arnars var runninn út var hann svo kynntur sem nýr þjálfari Vals, sem hann stýrir í dag. Málið snýst því um það hve mikinn rétt Arnar hefur á bónus fyrir Evrópuárangurinn eftir að hann fór. Þrátt fyrir tilraunir hefur aðilum málsins ekki tekist að ná samkomulagi og nú er komið að sáttatilraun hjá dómara en stefna Arnars verður tekin fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra á föstudaginn. Nái menn ekki saman þar má búast við því að aðalmeðferð í málinu verði í vor. Besta deild karla KA Dómsmál Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Arnar kvaddi KA haustið 2022 til að taka við Val, eftir að hafa stýrt KA í rúm tvö ár. Samkvæmt upplýsingum Vísis var ákvæði í samningi Arnars við KA um að hann fengi ákveðið hlutfall af Evrópugreiðslum frá UEFA, sem félagið fékk svo árið eftir að Arnar fór, vegna árangurs í Sambandsdeild Evrópu. Heildarupphæðin sem KA fékk hækkaði úr 150.000 evrum (jafnvirði 22 milljóna króna í dag) í 550.000 (82 milljónir króna) við það að liðið, þá undir stjórn Hallgríms Jónassonar sem áður var aðstoðarmaður Arnars, komst í gegnum 1. og 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar. Eftir því sem Vísir kemst næst telja KA-menn eðlilegt að Arnar fái greiddan bónus í samræmi við þann árangur að hafa komið liðinu í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Arnar hefur hins vegar enn enga greiðslu fengið og krafa hans er að upphæðin sé í samræmi við að KA skuli hafa náð í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki er ljóst um hve háar upphæðir ágreiningurinn snýst en augljóst að um milljónir er að ræða, og jafnvel tugi milljóna. Tilraun til sátta á föstudag Arnar átti risastóran þátt í að koma KA í Evrópusæti haustið 2022 en hann skildi við liðið áður en það hafði endanlega tryggt sér Evrópusæti. Liðið var þó í afar góðum málum, með 43 stig í 3. sæti og með níu stiga forskot á næsta lið, Val, þegar aðeins umferðirnar fimm í nýju úrslitakeppninni voru eftir. Eftir að ráðningarsamningur Arnars var runninn út var hann svo kynntur sem nýr þjálfari Vals, sem hann stýrir í dag. Málið snýst því um það hve mikinn rétt Arnar hefur á bónus fyrir Evrópuárangurinn eftir að hann fór. Þrátt fyrir tilraunir hefur aðilum málsins ekki tekist að ná samkomulagi og nú er komið að sáttatilraun hjá dómara en stefna Arnars verður tekin fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra á föstudaginn. Nái menn ekki saman þar má búast við því að aðalmeðferð í málinu verði í vor.
Besta deild karla KA Dómsmál Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira