Skoða að byggja nýja slökkvistöð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 15:51 Slökkvistöð Ísafjarðar er við Fjarðarstræti. Ísafjarðarbær Bæjarstjóri Ísafjarðar skoðar nú að reisa nýja slökkvistöð í bænum. Elsti hluti núverandi byggingar er 86 ára gömul og glíma slökkviliðsmenn við tíð lekavandamál þar vegna fjölþættra vandamála. Þetta kemur fram í bréfi sem Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, sendi bæjarráði í síðustu viku. Lekavandamál í gegnum árin Slökkvistöðin er staðsett við Fjarðarstræti og samanstendur af tveimur byggingum, sú fyrri byggð árið 1938 og seinni 1978. Samanlögð stærð húsnæðisins er 618 fermetrar. „Mannvirkið er hefðbundið staðsteypt mannvirki, á steyptum sökklum og með steyptri gólfplötu. Mannvirkið er einangrað að innan með plasteinangrun og múr utan á einangrun. Þakvirki samanstendur af þaksperrum, borðaklæðningu og báru. Núverandi mannvirki er farið að láta á sjá og það hafa verið tíð lekavandamál sem má rekja til fjölþættra vandamála,“ segir í bréfinu. Umrædd vandamál eru: Þakvirki í heild, frágangur og vinna við þak ábótavant Frágangur við glugga Sprungur í útveggjum Almennu viðhaldi ábótavant Safna regnvatni í fötur Þá er nauðsynlegt að gera töluverðar úrbætur í nokkrum rýmum vegna rakaskemmda en þar sem turn stöðvarinnar er lekur inn þegar það rignir og þarf að setja fötur þar á gólfið til að safna vatni. „Víða um mannvirkið eru ummerki um raka og eru skemmdir vel sjáanlegar. M.t.t.þ þá hefur skrifstofustarfsemi slökkvistöðvar verið flutt tímabundið úr slökkvistöð yfir í aðstöðu Regus. Einnig hefur slökkvitækjaþjónustan verið flutt í aðstöðu hafnarinnar,“ segir í bréfinu. Þrjár sviðsmyndir Hægt er að ráðast í bráðaviðgerðir en að mati Axels eru þær ekki til þess fallnar að leysa vandann til langs tíma. Hann lagði fram þrjár sviðsmyndir fyrir bæjarráð til að skoða. Þær eru: Valkostur 1: Að Ísafjarðarbær byggi nýja slökkvistöð sem staðsett yrði á Suðurtanga, Ísafirði. Áætlað fermetraverð er 460.000 m/vsk. Húsgerð yrði stálgrindarhús, klætt yleiningum á steyptum undirstöðum. 800 fm. hús myndi kosta 368 m.kr./m.vsk. 1000 fm. hús myndi kosta 460 m.kr./m.vsk Valkostur 2: Að Ísafjarðarbær auglýsi eftir leiguhúsnæði undir slökkvistöð sem uppfyllir allar kröfur til slíks mannvirkis. Leigutími getur verið bundinn til langs tíma og að sveitarfélagið hefði forkaupsrétt á húsinu. Áætlað leiguverð er á bilinu 1450-1550 kr/fm. sem er vísitölubundin. Miðað við 1000 fm. þá yrði kostnaður 1450 – 1550 þ.kr. + vsk. per mánuð. Að þessu sögðu þyrfti að skoða frekar með forkaupsrétt og með að áður greidd leiga gangi upp í kaupverð við kaup. Valkostur 3: Hefja viðgerðir á núverandi stöð í Fjarðarstræti. Nokkur óvissa er með kostnað og viðgerðir á húsnæðinu. Þar sem ástand er víða slæmt eftir áralangt viðhaldsleysi og jafnframt hefur mygla gert vart við sig víða. Mannvirkið uppfyllir ekki kröfur HMS sem gerðar eru til slökkvistöðvar í dag. Mögulegur kostnaður við viðgerðir eru 91.600.000 kr.- Þakvirki og klæðning 84 m.kr.- Neyðarviðgerðir í starfsmannaðstöðu og í turnrými áætlaður kostnaður um 7,6 m.kr.- Eins og staðan er með þakvirkið þá þyrfti helst að skipta um hluta af því áður en farið er í neyðarviðgerðir innanhúss. Að öðrum kosti fara hlutirnir í sama horfið á skömmum tíma. Bæjarráði hugnast best að flýta framkvæmdum við nýja slökkvistöð og mun bæjarstjóri vinna málið áfram með öðrum stofnunum innan bæjarins. Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, sendi bæjarráði í síðustu viku. Lekavandamál í gegnum árin Slökkvistöðin er staðsett við Fjarðarstræti og samanstendur af tveimur byggingum, sú fyrri byggð árið 1938 og seinni 1978. Samanlögð stærð húsnæðisins er 618 fermetrar. „Mannvirkið er hefðbundið staðsteypt mannvirki, á steyptum sökklum og með steyptri gólfplötu. Mannvirkið er einangrað að innan með plasteinangrun og múr utan á einangrun. Þakvirki samanstendur af þaksperrum, borðaklæðningu og báru. Núverandi mannvirki er farið að láta á sjá og það hafa verið tíð lekavandamál sem má rekja til fjölþættra vandamála,“ segir í bréfinu. Umrædd vandamál eru: Þakvirki í heild, frágangur og vinna við þak ábótavant Frágangur við glugga Sprungur í útveggjum Almennu viðhaldi ábótavant Safna regnvatni í fötur Þá er nauðsynlegt að gera töluverðar úrbætur í nokkrum rýmum vegna rakaskemmda en þar sem turn stöðvarinnar er lekur inn þegar það rignir og þarf að setja fötur þar á gólfið til að safna vatni. „Víða um mannvirkið eru ummerki um raka og eru skemmdir vel sjáanlegar. M.t.t.þ þá hefur skrifstofustarfsemi slökkvistöðvar verið flutt tímabundið úr slökkvistöð yfir í aðstöðu Regus. Einnig hefur slökkvitækjaþjónustan verið flutt í aðstöðu hafnarinnar,“ segir í bréfinu. Þrjár sviðsmyndir Hægt er að ráðast í bráðaviðgerðir en að mati Axels eru þær ekki til þess fallnar að leysa vandann til langs tíma. Hann lagði fram þrjár sviðsmyndir fyrir bæjarráð til að skoða. Þær eru: Valkostur 1: Að Ísafjarðarbær byggi nýja slökkvistöð sem staðsett yrði á Suðurtanga, Ísafirði. Áætlað fermetraverð er 460.000 m/vsk. Húsgerð yrði stálgrindarhús, klætt yleiningum á steyptum undirstöðum. 800 fm. hús myndi kosta 368 m.kr./m.vsk. 1000 fm. hús myndi kosta 460 m.kr./m.vsk Valkostur 2: Að Ísafjarðarbær auglýsi eftir leiguhúsnæði undir slökkvistöð sem uppfyllir allar kröfur til slíks mannvirkis. Leigutími getur verið bundinn til langs tíma og að sveitarfélagið hefði forkaupsrétt á húsinu. Áætlað leiguverð er á bilinu 1450-1550 kr/fm. sem er vísitölubundin. Miðað við 1000 fm. þá yrði kostnaður 1450 – 1550 þ.kr. + vsk. per mánuð. Að þessu sögðu þyrfti að skoða frekar með forkaupsrétt og með að áður greidd leiga gangi upp í kaupverð við kaup. Valkostur 3: Hefja viðgerðir á núverandi stöð í Fjarðarstræti. Nokkur óvissa er með kostnað og viðgerðir á húsnæðinu. Þar sem ástand er víða slæmt eftir áralangt viðhaldsleysi og jafnframt hefur mygla gert vart við sig víða. Mannvirkið uppfyllir ekki kröfur HMS sem gerðar eru til slökkvistöðvar í dag. Mögulegur kostnaður við viðgerðir eru 91.600.000 kr.- Þakvirki og klæðning 84 m.kr.- Neyðarviðgerðir í starfsmannaðstöðu og í turnrými áætlaður kostnaður um 7,6 m.kr.- Eins og staðan er með þakvirkið þá þyrfti helst að skipta um hluta af því áður en farið er í neyðarviðgerðir innanhúss. Að öðrum kosti fara hlutirnir í sama horfið á skömmum tíma. Bæjarráði hugnast best að flýta framkvæmdum við nýja slökkvistöð og mun bæjarstjóri vinna málið áfram með öðrum stofnunum innan bæjarins.
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira