Stofnandi Wok On dæmdur fyrir skattsvik Jón Þór Stefánsson skrifar 28. febrúar 2024 19:37 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Wok On, hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Honum er einnig gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Ákæru málsins var skipt í tvo hluta. Annars vegar var honum gefið að sök að standa ekki í skilum á innheimtum virðisaukaskatti árið 2019 eða rúmum níu milljónum, skila ekki virðisaukaskattskýrslu fyrir júlí til ágúst 2019, og fyrir að standa ekki í skilum á staðgreiðslu opinberra gjalda, tæpum tíu milljónum, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins. Hins vegar var honum gefið að sök að skila efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019. Það brot varðaði tæplega sextíu milljónir og hafa með því komist undan því að greiða tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt sem nemur 24,6 milljónum. Kristján neitaði alfarið sök við þingfestingu málsins, en breytti afstöðu sinni í aðalmeðferð málsins. Hann gekkst við því að hafa skilað efnislega röngum skattframtölum og gerði engar athugasemdir við upphæðirnar í ákærunni. Hann hafnaði því þó að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða. Héraðsdómur var á öðru máli. Í dómnum segir að hann hafi með gjörðum sínum komið sér hjá greiðslu verulegrar fjárhæðar opinberra gjalda. Hann hafi ekki gefið haldbærar skýringar á vanrækslu sinni. „Verður að mati dómsins að virða þessa vanrækslu ákærða til stórkostlegs hirðuleysis,“ segir í dómnum. Kristján stofnaði veitingastaðinn Wok On, sem sérhæfir sig í asískri matargerð, og er í dag með þónokkur útibú á höfuðborgarsvæðinu. Kristján kom að stofnun Borg22 Mathöll í Borgartúni. Og þá hefur hann unnið að stofnun mathallar á Akureyri. Til stendur að opna mathöllina í maí en hún mun bera nafnið Iðunn. Veitingastaðir Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Ákæru málsins var skipt í tvo hluta. Annars vegar var honum gefið að sök að standa ekki í skilum á innheimtum virðisaukaskatti árið 2019 eða rúmum níu milljónum, skila ekki virðisaukaskattskýrslu fyrir júlí til ágúst 2019, og fyrir að standa ekki í skilum á staðgreiðslu opinberra gjalda, tæpum tíu milljónum, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins. Hins vegar var honum gefið að sök að skila efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019. Það brot varðaði tæplega sextíu milljónir og hafa með því komist undan því að greiða tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt sem nemur 24,6 milljónum. Kristján neitaði alfarið sök við þingfestingu málsins, en breytti afstöðu sinni í aðalmeðferð málsins. Hann gekkst við því að hafa skilað efnislega röngum skattframtölum og gerði engar athugasemdir við upphæðirnar í ákærunni. Hann hafnaði því þó að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða. Héraðsdómur var á öðru máli. Í dómnum segir að hann hafi með gjörðum sínum komið sér hjá greiðslu verulegrar fjárhæðar opinberra gjalda. Hann hafi ekki gefið haldbærar skýringar á vanrækslu sinni. „Verður að mati dómsins að virða þessa vanrækslu ákærða til stórkostlegs hirðuleysis,“ segir í dómnum. Kristján stofnaði veitingastaðinn Wok On, sem sérhæfir sig í asískri matargerð, og er í dag með þónokkur útibú á höfuðborgarsvæðinu. Kristján kom að stofnun Borg22 Mathöll í Borgartúni. Og þá hefur hann unnið að stofnun mathallar á Akureyri. Til stendur að opna mathöllina í maí en hún mun bera nafnið Iðunn.
Veitingastaðir Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira