Sér fram á verkfallsboðun Jón Þór Stefánsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. febrúar 2024 19:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sér fram á verkfall hjá ræstingafólki. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun. „Ég tel að samninganefnd Eflingar muni hér á þessum fundi koma sér saman um það að fara í verkfallsboðun. Já, ég tel að það verði niðurstaðan,“ sagði Sólveig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að þá myndu Samtök atvinnulífsins fá einhvern tíma til að koma til móts við Eflingu. „Það væri auðvitað ákjósanlegt.“ Sólveig segist sjá fyrir sér að umræddar aðgerðir yrðu framkvæmdar með ræstingafólki. „Aftur er það sá hópur sem býr við verst kjör á íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru áttatíu prósent konur, mikið af innflytjendum. Þær manneskjur þurfa mögulega í það minnsta að hóta verkföllum. Það virðist hafa skilað betri niðurstöðum fyrir hærri launaða karlahópa innan Alþýðusambandsins.“ Verði verkfallsboðun samþykkt á fundinum gæti verið farið í kosningu strax í næstu viku, og mögulega verði farið í aðgerðir um átjánda, nítjánda mars. Enn í góðu sambandi við Breiðfylkinguna Sólveig Anna mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar vegna kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. „Nei það erum við svo sannarlega ekki búin að gera. Við erum í góðu sambandi og samstarfi við félaga okkar þar.“ Aðspurð um hvernig megi þá túlka ákvörðun hennar um að sniðganga fund dagsins segir hún sig ekki hafa séð neina ástæðu til að mæta á hann. Hún hafi þurft að vera búin að funda með sinni samninganefnd, en þaðan fái hún umboð sitt til að semja. „Það er gjörbreytt staða komin upp þannig ég þarf að fá skilaboð frá henni um hvernig við eigum að halda áfram í þessari stöðu.“ „Að sjálfsögðu þurfum við að koma hér saman hvernig við getum náð ásættanlegum árangri. Það virðist sem svo að það hafi virkað fyrir vissa hópa, hærri launaða hópa, innan Alþýðusambandsins að hóta verkfallsaðgerðum. Þannig það er spurning hvort Efling þurfi ekki að gera slíkt hið sama.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
„Ég tel að samninganefnd Eflingar muni hér á þessum fundi koma sér saman um það að fara í verkfallsboðun. Já, ég tel að það verði niðurstaðan,“ sagði Sólveig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að þá myndu Samtök atvinnulífsins fá einhvern tíma til að koma til móts við Eflingu. „Það væri auðvitað ákjósanlegt.“ Sólveig segist sjá fyrir sér að umræddar aðgerðir yrðu framkvæmdar með ræstingafólki. „Aftur er það sá hópur sem býr við verst kjör á íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru áttatíu prósent konur, mikið af innflytjendum. Þær manneskjur þurfa mögulega í það minnsta að hóta verkföllum. Það virðist hafa skilað betri niðurstöðum fyrir hærri launaða karlahópa innan Alþýðusambandsins.“ Verði verkfallsboðun samþykkt á fundinum gæti verið farið í kosningu strax í næstu viku, og mögulega verði farið í aðgerðir um átjánda, nítjánda mars. Enn í góðu sambandi við Breiðfylkinguna Sólveig Anna mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar vegna kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. „Nei það erum við svo sannarlega ekki búin að gera. Við erum í góðu sambandi og samstarfi við félaga okkar þar.“ Aðspurð um hvernig megi þá túlka ákvörðun hennar um að sniðganga fund dagsins segir hún sig ekki hafa séð neina ástæðu til að mæta á hann. Hún hafi þurft að vera búin að funda með sinni samninganefnd, en þaðan fái hún umboð sitt til að semja. „Það er gjörbreytt staða komin upp þannig ég þarf að fá skilaboð frá henni um hvernig við eigum að halda áfram í þessari stöðu.“ „Að sjálfsögðu þurfum við að koma hér saman hvernig við getum náð ásættanlegum árangri. Það virðist sem svo að það hafi virkað fyrir vissa hópa, hærri launaða hópa, innan Alþýðusambandsins að hóta verkfallsaðgerðum. Þannig það er spurning hvort Efling þurfi ekki að gera slíkt hið sama.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira