Hætt við aftöku vegna ítrekaðra mistaka Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 18:30 Thomas Eugene Creech lá á þessu borði í klukkutíma í gær meðan reynt var að taka hann af lífi. AP Aftöku raðmorðingjans Thomas Eugene Creech í Idaho í Bandaríkjunum var frestað um óákveðinn tíma í gær. Sú ákvörðun var tekin eftir að læknateymi mistókst að finna æð sem hægt væri að dæla lyfjablöndunni sem átti að draga hann til dauða í. Creech er 73 ára gamall og hefur setið í fangelsi í hálfa öld. Hann er einn af þeim föngum í Bandaríkjunum sem setið hefur hvað lengt í fangelsi eftir dauðadóm. Hann hefur verið dæmdur fyrir fimm morð og er grunaður um fleiri en til stóð að taka hann af lífi klukkan tíu í gærmorgun. Til stóð að taka Creech af lífi fyrir morð á samfanga árið 1981. Þá barði hann fatlaðan fanga til bana. Eftir að sjálfboðaliðar vörðu tæpri klukkustund í að reyna og misheppnast átta sinnum að þræða nál í æð Creech, var aftökunni frestað. Creech var fluttur aftur í klefa sinn en enginn veit hve lengi hann verður þar. Aftökuleyfið, ef svo má segja, rann út í gærkvöldi og lögmenn Creech kröfðust þess um leið að ekki yrði veitt annað leyfi. Vísuðu þeir meðal annars til mistakanna og sögðu fangelsismálakerfi Idaho ekki geta tryggt mannúðlega aftöku í tak við stjórnarskrá. Mótmælendur fyrir utan fangelsið í Kuna í Idaho í gær.AP/Sarah A. Miller Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að aftakan hafi misheppnast. Vatnsskortur í líkama Creech gæti hafa leitt til vandræðanna, stress, hiti og ýmislegt annað getur einnig hafa spilað inní. Lögmenn Creech segja hann hafa glímt við nokkra heilsukvilla að undanförnu. Þar á meðal sykursýki, háan blóðþrýsting og bjúg, sem allt getur gert erfiðara að finna æð til að þræða. Þrír sjálfboðaliðar reyndu að þræða æðina en samkvæmt reglum Idaho þurfa viðkomandi að hafa starfað innan heilbrigðisgeirans í minnst þrjú ár. Sjálfboðaliðarnir gætu hafa verið sjúkraflutningamenn og það tiltölulega reynslulitlir. Fjölmörg lyfjafyrirtæki hafa meinað yfirvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að nota vörur þeirra við aftökur. Síðasta aftaka í Idaho var framkvæmd árið 2012 en þá flaug starfsmaður fangelsisyfiralda ríkisins til Washington þar sem hann keypti lyf fyrir aftökuna í apóteki með reiðufé. Þingmenn í Idaho hafa heimilað aftökur með skotsveitum, þegar lyf eru ekki í boði, og hefur verið gripið til samskonar aðgerða í öðrum ríkjum þar sem aftökur eru leyfilegar. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Creech er 73 ára gamall og hefur setið í fangelsi í hálfa öld. Hann er einn af þeim föngum í Bandaríkjunum sem setið hefur hvað lengt í fangelsi eftir dauðadóm. Hann hefur verið dæmdur fyrir fimm morð og er grunaður um fleiri en til stóð að taka hann af lífi klukkan tíu í gærmorgun. Til stóð að taka Creech af lífi fyrir morð á samfanga árið 1981. Þá barði hann fatlaðan fanga til bana. Eftir að sjálfboðaliðar vörðu tæpri klukkustund í að reyna og misheppnast átta sinnum að þræða nál í æð Creech, var aftökunni frestað. Creech var fluttur aftur í klefa sinn en enginn veit hve lengi hann verður þar. Aftökuleyfið, ef svo má segja, rann út í gærkvöldi og lögmenn Creech kröfðust þess um leið að ekki yrði veitt annað leyfi. Vísuðu þeir meðal annars til mistakanna og sögðu fangelsismálakerfi Idaho ekki geta tryggt mannúðlega aftöku í tak við stjórnarskrá. Mótmælendur fyrir utan fangelsið í Kuna í Idaho í gær.AP/Sarah A. Miller Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að aftakan hafi misheppnast. Vatnsskortur í líkama Creech gæti hafa leitt til vandræðanna, stress, hiti og ýmislegt annað getur einnig hafa spilað inní. Lögmenn Creech segja hann hafa glímt við nokkra heilsukvilla að undanförnu. Þar á meðal sykursýki, háan blóðþrýsting og bjúg, sem allt getur gert erfiðara að finna æð til að þræða. Þrír sjálfboðaliðar reyndu að þræða æðina en samkvæmt reglum Idaho þurfa viðkomandi að hafa starfað innan heilbrigðisgeirans í minnst þrjú ár. Sjálfboðaliðarnir gætu hafa verið sjúkraflutningamenn og það tiltölulega reynslulitlir. Fjölmörg lyfjafyrirtæki hafa meinað yfirvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að nota vörur þeirra við aftökur. Síðasta aftaka í Idaho var framkvæmd árið 2012 en þá flaug starfsmaður fangelsisyfiralda ríkisins til Washington þar sem hann keypti lyf fyrir aftökuna í apóteki með reiðufé. Þingmenn í Idaho hafa heimilað aftökur með skotsveitum, þegar lyf eru ekki í boði, og hefur verið gripið til samskonar aðgerða í öðrum ríkjum þar sem aftökur eru leyfilegar.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira