Segir verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 18:39 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir tímapúnkturinn ekki réttur fyrir verkfallsaðgerðir. Vísir/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist þykja það mjög miður að samninganefnd Eflingar upplifi að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðunum og skoði verkfallsaðgerðir. Hún segir að það hafi ekki verið ætlun samninganefnd Samtaka atvinnulífsins að sýna viðsemjendum sínum neina vanvirðingu og að öll samskipti fylkinganna fram að síðustu dögum hafi verið til fyrirmyndar.„Við trúum því að núna sé ekki tímapúnkturinn til að fara í átakafarvegi,“ segir Sigríður í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Sigríður segir að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi lagt sig fram við að sýna trúnað og vera einlæg en að allir geti gert mistök. Boðleiðir geti verið misskýrar og að það geti allir gert betur í þeim efnum. „Við þurfum í rauninni bara að tala okkur saman í gegnum þær aðstæður sem upp koma. Og það er það sem við erum að fara að gera á morgun. Við erum að fara að hittast við samningaborðið klukkan níu í fyrramálið til þess að halda áfram með þetta verkefni,“ segir Sigríður. Fulltrúum Samtaka atvinnulífsins finnist þó ákvörðun Eflingar að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudaginn kemur ekki viðeigandi vegna mikillar óvissu bæði hérlendis vegna náttúruhamfara og á alþjóðavettvangi. Þegar aðstæður eru með þeim hætti sé mikilvægt að fækka óvissuatriðum eins og kostur er. „Við vitum líka að þessi verðbólga sem við búum við er of mikil og vextirnir eru háir og landsmenn eiga skilið að bæði breytist. En forsenda fyrir því er auðvitað friður á vinnumarkaði og að okkur takist að gera þessa langtímakjarasamninga,“ segir Sigríður. Markmiðið sé tímamótasamningur Hún segir að mikilvægt sé að höfða til allra sem sitja við samningaborðið að klára verkefnið. „Ég veit að við getum það. Við höfum sýnt það og munum sýna það. Við höldum áfram þangað til verkefnið er búið en það þarf að klára verkefnið til þess að aðrir átti sig á því að það eru breyttar aðstæður,“ segir Sigríður. „ Þetta allt tekur tíma. En við erum komin svo langt og við munum svo sannarlega ekki gefast upp. Þetta endar að sjálfsögðu með kjarasamningi en markmiðið er auðvitað að þetta endi með kjarasamningi sem er tímamótasamningur sem getur náð þessum markmiðum,“ segir hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Hún segir að það hafi ekki verið ætlun samninganefnd Samtaka atvinnulífsins að sýna viðsemjendum sínum neina vanvirðingu og að öll samskipti fylkinganna fram að síðustu dögum hafi verið til fyrirmyndar.„Við trúum því að núna sé ekki tímapúnkturinn til að fara í átakafarvegi,“ segir Sigríður í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Sigríður segir að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi lagt sig fram við að sýna trúnað og vera einlæg en að allir geti gert mistök. Boðleiðir geti verið misskýrar og að það geti allir gert betur í þeim efnum. „Við þurfum í rauninni bara að tala okkur saman í gegnum þær aðstæður sem upp koma. Og það er það sem við erum að fara að gera á morgun. Við erum að fara að hittast við samningaborðið klukkan níu í fyrramálið til þess að halda áfram með þetta verkefni,“ segir Sigríður. Fulltrúum Samtaka atvinnulífsins finnist þó ákvörðun Eflingar að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudaginn kemur ekki viðeigandi vegna mikillar óvissu bæði hérlendis vegna náttúruhamfara og á alþjóðavettvangi. Þegar aðstæður eru með þeim hætti sé mikilvægt að fækka óvissuatriðum eins og kostur er. „Við vitum líka að þessi verðbólga sem við búum við er of mikil og vextirnir eru háir og landsmenn eiga skilið að bæði breytist. En forsenda fyrir því er auðvitað friður á vinnumarkaði og að okkur takist að gera þessa langtímakjarasamninga,“ segir Sigríður. Markmiðið sé tímamótasamningur Hún segir að mikilvægt sé að höfða til allra sem sitja við samningaborðið að klára verkefnið. „Ég veit að við getum það. Við höfum sýnt það og munum sýna það. Við höldum áfram þangað til verkefnið er búið en það þarf að klára verkefnið til þess að aðrir átti sig á því að það eru breyttar aðstæður,“ segir Sigríður. „ Þetta allt tekur tíma. En við erum komin svo langt og við munum svo sannarlega ekki gefast upp. Þetta endar að sjálfsögðu með kjarasamningi en markmiðið er auðvitað að þetta endi með kjarasamningi sem er tímamótasamningur sem getur náð þessum markmiðum,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14
Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00