Hafa tryggt sér fjóra milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 23:11 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Arnar Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play en þar kemur einnig fram að stjórn félagsins mun leggja til við hluthafa að henni verði veitt umboð til að efna til almenns útboðs að jafnvirði allt að átta milljónum evra í íslenskum krónum, á genginu 4,5 krónur á hlut. Þann 8. febrúar 2024 tilkynnti Play að félagið áformaði að sækja sér nýtt hlutafé sem gæti numið á bilinu þremur til fjórum milljörðum króna til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Erfiðar ytri aðstæður, einkum jarðhræringarnar á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra, þýddu að rekstrartap fyrir fjármagnsliði (EBIT) var nokkuð meira en gert var ráð fyrir á fjórða ársfjórðungi, eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala, og um leið var sjóðstaðan því lakari en ella. Laust handbært fé Play var um 12,6 milljónir dala um áramótin og hefur að líkindum farið enn minnkandi á fyrstu vikum ársins. Sjá einnig: Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Í áðurnefndri tilkynningu segir að yfirfærsla Play yfir á aðalmarkað Nasdaq sé á áætlun og til standi að hún eigi sér stað í lok annars ársfjórðungs. Birgir Jónsson, forstjóri, segir virkilega ánægjulegt að sjá þær jákvæðu undirtektir sem fjárfestar hafi sýnt kynningu Play á hlutafjáraukningunni. „Með þeim skuldbindingum sem við höfum nú móttekið ásamt skuldbindingum okkar stærstu hluthafa, sem áður hafði verið tilkynnt um, hefur Play nú tryggt sér 4 milljarða eiginfjár innspýtingu. Sú tala kann að stækka í kjölfar útboðs sem áætlað er í kjölfar aðalfundar félagsins í mars,“ er haft eftir Birgi í tilkynningunni. „Hlutafjáraukningin styrkir fjárhagsstöðu félagsins verulega og gerir því kleift að grípa spennandi tækifæri til vaxtar og/eða mæta óvæntum áföllum. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkar góða félag og starfsfólk félagsins. Það er magnað að upplifa hvernig fagmennskan hjá starfsfólki félagsins heldur áfram að þróast. Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá PLAY.“ Play Fréttir af flugi Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18 Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. 21. febrúar 2024 10:15 Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21 Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play en þar kemur einnig fram að stjórn félagsins mun leggja til við hluthafa að henni verði veitt umboð til að efna til almenns útboðs að jafnvirði allt að átta milljónum evra í íslenskum krónum, á genginu 4,5 krónur á hlut. Þann 8. febrúar 2024 tilkynnti Play að félagið áformaði að sækja sér nýtt hlutafé sem gæti numið á bilinu þremur til fjórum milljörðum króna til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Erfiðar ytri aðstæður, einkum jarðhræringarnar á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra, þýddu að rekstrartap fyrir fjármagnsliði (EBIT) var nokkuð meira en gert var ráð fyrir á fjórða ársfjórðungi, eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala, og um leið var sjóðstaðan því lakari en ella. Laust handbært fé Play var um 12,6 milljónir dala um áramótin og hefur að líkindum farið enn minnkandi á fyrstu vikum ársins. Sjá einnig: Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Í áðurnefndri tilkynningu segir að yfirfærsla Play yfir á aðalmarkað Nasdaq sé á áætlun og til standi að hún eigi sér stað í lok annars ársfjórðungs. Birgir Jónsson, forstjóri, segir virkilega ánægjulegt að sjá þær jákvæðu undirtektir sem fjárfestar hafi sýnt kynningu Play á hlutafjáraukningunni. „Með þeim skuldbindingum sem við höfum nú móttekið ásamt skuldbindingum okkar stærstu hluthafa, sem áður hafði verið tilkynnt um, hefur Play nú tryggt sér 4 milljarða eiginfjár innspýtingu. Sú tala kann að stækka í kjölfar útboðs sem áætlað er í kjölfar aðalfundar félagsins í mars,“ er haft eftir Birgi í tilkynningunni. „Hlutafjáraukningin styrkir fjárhagsstöðu félagsins verulega og gerir því kleift að grípa spennandi tækifæri til vaxtar og/eða mæta óvæntum áföllum. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkar góða félag og starfsfólk félagsins. Það er magnað að upplifa hvernig fagmennskan hjá starfsfólki félagsins heldur áfram að þróast. Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá PLAY.“
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18 Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. 21. febrúar 2024 10:15 Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21 Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18
Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. 21. febrúar 2024 10:15
Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21
Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11