Aldrei Rapyd, aldrei aftur Lára Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:31 Í gær skaut ísraelski herinn á Gaza á fólk sem stóð í röð og beið eftir að fá matargjöf. 112 voru drepin og 760 særð. Karlar, konur og börn. Þessi mikli fjöldi segir okkur að þetta var ekki slysaskot heldur skipulögð aftaka á vopnlausu fólki sem búið er að svelta. Nokkur börn hafa þegar dáið úr hungri og vannæringu. Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd sem er með útibú á Íslandi styður ísrelska herinn bæði í orði og í verki. Rapyd hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við ísraelska herinn á Gaza en tekur líka beinan þátt í stríðsrekstrinum með stríðsstofu (war-room) sem fyrirtækið setti á stofn til að hjálpa ísraelska hernum. Íslenska hugvitið sem Rapyd stærir sig af í auglýsingum sínum er nú notað til að hjálpa ísraelska hernum við að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þess vegna viljum við ekki eiga nein viðskipti við Rapyd. Aldrei nokkurn tímann. Tala látinna á Gaza er komin yfir 30 þúsund og flest þeirra eru börn. Særðir eru yfir 70 þúsund. Ísraelski herinn hefur sprengt alla innviði, hverju nafni sem þeir nefnast, skóla, sjúkrahús, vatnsveitur, rafmagnsveitur, moskur, söfn, barnaheimili og flest íbúðarhús. Ísraelskir hermenn pósta myndböndum af sér við að ræna öllu verðmætu á mannlausum heimilum á Gaza og eyðileggja allt þar inni. Skellihlæjandi. Rapyd hlær líka á leið í bankann því fyrirtækið er með milljarða samning við íslenska ríkið um færsluhirðingu ríkisstofnana. Það eru engin siðferðileg viðmið hjá Ríkiskaupum. Engin. En við getum neitað að borga með korti á sjúkrahúsum, hjá sýslumönnum og í skólum. Borgað í staðinn með reiðufé eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig Rapyd. Mörg íslensk fyrirtæki hafa hætt viðskiptum við Rapyd því þau vilja ekki skipta við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði. Listi yfir fyrirtæki sem skipta og skipta ekki við Rapyd er á hirdir.is. Mörg okkar getum ekki hugsað okkur að senda Rapyd peningana okkar. Við viljum ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Aldrei aftur. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Í gær skaut ísraelski herinn á Gaza á fólk sem stóð í röð og beið eftir að fá matargjöf. 112 voru drepin og 760 særð. Karlar, konur og börn. Þessi mikli fjöldi segir okkur að þetta var ekki slysaskot heldur skipulögð aftaka á vopnlausu fólki sem búið er að svelta. Nokkur börn hafa þegar dáið úr hungri og vannæringu. Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd sem er með útibú á Íslandi styður ísrelska herinn bæði í orði og í verki. Rapyd hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við ísraelska herinn á Gaza en tekur líka beinan þátt í stríðsrekstrinum með stríðsstofu (war-room) sem fyrirtækið setti á stofn til að hjálpa ísraelska hernum. Íslenska hugvitið sem Rapyd stærir sig af í auglýsingum sínum er nú notað til að hjálpa ísraelska hernum við að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þess vegna viljum við ekki eiga nein viðskipti við Rapyd. Aldrei nokkurn tímann. Tala látinna á Gaza er komin yfir 30 þúsund og flest þeirra eru börn. Særðir eru yfir 70 þúsund. Ísraelski herinn hefur sprengt alla innviði, hverju nafni sem þeir nefnast, skóla, sjúkrahús, vatnsveitur, rafmagnsveitur, moskur, söfn, barnaheimili og flest íbúðarhús. Ísraelskir hermenn pósta myndböndum af sér við að ræna öllu verðmætu á mannlausum heimilum á Gaza og eyðileggja allt þar inni. Skellihlæjandi. Rapyd hlær líka á leið í bankann því fyrirtækið er með milljarða samning við íslenska ríkið um færsluhirðingu ríkisstofnana. Það eru engin siðferðileg viðmið hjá Ríkiskaupum. Engin. En við getum neitað að borga með korti á sjúkrahúsum, hjá sýslumönnum og í skólum. Borgað í staðinn með reiðufé eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig Rapyd. Mörg íslensk fyrirtæki hafa hætt viðskiptum við Rapyd því þau vilja ekki skipta við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði. Listi yfir fyrirtæki sem skipta og skipta ekki við Rapyd er á hirdir.is. Mörg okkar getum ekki hugsað okkur að senda Rapyd peningana okkar. Við viljum ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Aldrei aftur. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar