Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 11:06 Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlýtar. EPA-EFE/GIUSEPPE LAMI Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. Í umfjöllun Guardian um málið er fullyrt að það sé niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld. Haft er eftir talsmanni þýska varnarmálaráðuneytisins að talið sé að samræður í flugher Þýskalands hafi lekið. Er ýjað að því að njósnir Rússa hafi þar mögulega átt sök í máli. Þá segir talsmaðurinn að ekki hafi tekist að staðfesta hvort átt hafi verið við upptökurnar sem eru í dreifingu. Fram kemur að upptökurnar hafi verið birtar á samfélagsmiðlinum Telegram. Er fullyrt að þar séu yfirmenn í þýska hernum að ræða hvernig megi sprengja Krímbrúna sem tengir Krímskagann við meginland Úkraínu. Það hefur ekki fengist staðfest af vestrænum fjölmiðlum. Þá virðist vera sem ræddar séu vopnaflutningar til Úkraínu, nánar tiltekið flutninga á Taurus eldflaugum sem eru sérlega langdrægnar. Sjálfur hefur Scholz neitað því að það sé rétt. Úkraínsk yfirvöld hafa lengi kallað eftir því að fá eldflaugarnar frá Þýskalandi. Scholz segir hinn mögulega leka grafalvarlegan. Verið sé að fara yfir málið. Þá kemur fram í frétt Guardian að rússneska sendiráðið í Berlín hafi ekki svarað fyrirspurn miðilsins um ásakanir á hendur Rússum um mögulegar njósnir. Fram kemur í þýskum miðlum að málið sé katastrófa fyrir þýsku leyniþjónustuna. Svo virðist vera sem um hafi verið að ræða fund yfirmanna í hernum sem fram hafi farið á WebEx samskiptaforritinu. Talsmaður rússneskra stjórnvalda hefur kallað eftir því að þýsk stjórnvöld svari fyrir það sem fullyrt er að komi fram í upptökunum. Svari þau ekki muni Rússar líta svo á að það sem þar fram komi sé allt satt og rétt. Haft er eftir Marie-Agnes Strack-Zimmerman, formanni varnarmálanefndar þýska þingsins, að tilgangur málsins sé augljós fyrir Rússa. Þeir hafi lengi reynt að koma í veg fyrir að Þjóðverjar sendi Úkraínumönnum Taurus eldflaugarnar. Málið sé liður í því. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið er fullyrt að það sé niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld. Haft er eftir talsmanni þýska varnarmálaráðuneytisins að talið sé að samræður í flugher Þýskalands hafi lekið. Er ýjað að því að njósnir Rússa hafi þar mögulega átt sök í máli. Þá segir talsmaðurinn að ekki hafi tekist að staðfesta hvort átt hafi verið við upptökurnar sem eru í dreifingu. Fram kemur að upptökurnar hafi verið birtar á samfélagsmiðlinum Telegram. Er fullyrt að þar séu yfirmenn í þýska hernum að ræða hvernig megi sprengja Krímbrúna sem tengir Krímskagann við meginland Úkraínu. Það hefur ekki fengist staðfest af vestrænum fjölmiðlum. Þá virðist vera sem ræddar séu vopnaflutningar til Úkraínu, nánar tiltekið flutninga á Taurus eldflaugum sem eru sérlega langdrægnar. Sjálfur hefur Scholz neitað því að það sé rétt. Úkraínsk yfirvöld hafa lengi kallað eftir því að fá eldflaugarnar frá Þýskalandi. Scholz segir hinn mögulega leka grafalvarlegan. Verið sé að fara yfir málið. Þá kemur fram í frétt Guardian að rússneska sendiráðið í Berlín hafi ekki svarað fyrirspurn miðilsins um ásakanir á hendur Rússum um mögulegar njósnir. Fram kemur í þýskum miðlum að málið sé katastrófa fyrir þýsku leyniþjónustuna. Svo virðist vera sem um hafi verið að ræða fund yfirmanna í hernum sem fram hafi farið á WebEx samskiptaforritinu. Talsmaður rússneskra stjórnvalda hefur kallað eftir því að þýsk stjórnvöld svari fyrir það sem fullyrt er að komi fram í upptökunum. Svari þau ekki muni Rússar líta svo á að það sem þar fram komi sé allt satt og rétt. Haft er eftir Marie-Agnes Strack-Zimmerman, formanni varnarmálanefndar þýska þingsins, að tilgangur málsins sé augljós fyrir Rússa. Þeir hafi lengi reynt að koma í veg fyrir að Þjóðverjar sendi Úkraínumönnum Taurus eldflaugarnar. Málið sé liður í því.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira