Tilkynningar um kynferðisbrot ekki færri síðan 2017 Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2024 08:57 Ný skýrsla embættis ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrir árið 2023 hefur verið birt. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um 521 kynferðisbrot til lögreglunnar á síðasta ári og voru tilkynningar 15 prósent færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Þar kemur fram að á árinu 2018 hafi brotin verið 570 og fjölgaði þeim þannig um 18 prósent frá árinu á undan og voru yfir 600 mál árin 2019, 2021 og 2022 en fjöldi mála hjá lögreglu hafi almennt verið lægri fyrir þann tíma. Í tilkynningu kemur fram að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrotið hafi átt sér stað og hvenær það hafi verið tilkynnt til lögreglu þar sem í hluta mála líði langur tími frá því að brot eigi sé stað og þar til það sé tilkynnt til lögreglu. „Í fyrra var þannig tilkynnt um 184 nauðganir til lögreglu og þar af 121 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 13% samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Rúmlega 10 ára aldursmunur á brotaþolum og grunuðum Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi. Þannig eru konur 84% brotaþola og 95% grunaðra eru karlar í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur er milli brotaþola og grunaðra. Um 45% brotaþola eru undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 13% grunaðra eru undir 18 ára. Alls var tilkynnt um 102 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála 20% færri. Tilkynningum um barnaníð voru 38, sem er 21% fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Árið 2023 var gerandinn óþekktur í 14% brotanna. Þegar greint var nánar í hvers konar kynferðisbrotum ekki var hægt að gera grein fyrir geranda mátti sjá að það var algengast í nauðgunum, eða í 20 nauðgunum sem tilkynntar voru lögreglu á árinu 2023. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 er að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 þar sem spurt er út í eigin reynslu árið 2022 kom fram að 1,9% svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 10,3% þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Ætíð er hægt að tilkynna brot með því að hafa samband við 112. Sjá einnig leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu á ofbeldisgátt 112.is,“ segir í tilkynningunni. Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Þar kemur fram að á árinu 2018 hafi brotin verið 570 og fjölgaði þeim þannig um 18 prósent frá árinu á undan og voru yfir 600 mál árin 2019, 2021 og 2022 en fjöldi mála hjá lögreglu hafi almennt verið lægri fyrir þann tíma. Í tilkynningu kemur fram að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrotið hafi átt sér stað og hvenær það hafi verið tilkynnt til lögreglu þar sem í hluta mála líði langur tími frá því að brot eigi sé stað og þar til það sé tilkynnt til lögreglu. „Í fyrra var þannig tilkynnt um 184 nauðganir til lögreglu og þar af 121 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 13% samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Rúmlega 10 ára aldursmunur á brotaþolum og grunuðum Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi. Þannig eru konur 84% brotaþola og 95% grunaðra eru karlar í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur er milli brotaþola og grunaðra. Um 45% brotaþola eru undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 13% grunaðra eru undir 18 ára. Alls var tilkynnt um 102 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála 20% færri. Tilkynningum um barnaníð voru 38, sem er 21% fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Árið 2023 var gerandinn óþekktur í 14% brotanna. Þegar greint var nánar í hvers konar kynferðisbrotum ekki var hægt að gera grein fyrir geranda mátti sjá að það var algengast í nauðgunum, eða í 20 nauðgunum sem tilkynntar voru lögreglu á árinu 2023. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 er að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 þar sem spurt er út í eigin reynslu árið 2022 kom fram að 1,9% svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 10,3% þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Ætíð er hægt að tilkynna brot með því að hafa samband við 112. Sjá einnig leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu á ofbeldisgátt 112.is,“ segir í tilkynningunni.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira