Hræddur að fara of nærri Norður-Kóreu Valur Páll Eiríksson skrifar 5. mars 2024 10:00 Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að, þar á meðal frá Kína. Vísir/Einar Norðmaðurinn Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að á kostnað Breiðabliks sem hann mun leika með í Bestu deild karla í sumar. Fyrrum leikmaður Blika gerði mikið til að sannfæra Norðmanninn um að koma til Íslands. Stokke raðaði inn mörkum fyrir Haugesund er liðið komst upp í efstu deild Noregs á síðustu leiktíð. Hann komst hins vegar ekki að samkomulagi um nýjan samning við liðið að leiktíðinni lokinni og hafnaði tilboðum víða að. „Það komu tilboð frá Noregi, Litháen, Möltu, Færeyjum og líka frá Kína en það var við landamærin að Norður-Kóreu svo það var ekki öruggasti staðurinn,“ „Þetta var besta lausnin fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Stokke. Sterkt að fá svo góðan leikmann Þjálfarinn Halldór Árnason er ánægður að klófesta framherjann en Blikar voru í leit að slíkum eftir brottför Færeyingsins Klæmint Olsen. Halldór Árnason, þjálfari Blika, er sáttur með að fá Stokke inn.Vísir/Einar „Við erum gríðarlega sáttir að hafa landað þessum leikmanni. Benjamin er frábær framherji sem er mjög leikreyndur. Hann á flottan feril að baki og er að koma út úr kannski einum af hans bestu tímabilum, sem er frábært,“ „Það er mikil ánægja að hafa náð að semja við hann og mikilvægt að fá leikmann af þessu kaliberi inn í hópinn,“ segir Halldór. Brynjólfur mælti með félaginu og gerir nú kröfur Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var samherji Stokke í framlínu Kristiansund. Sá norski gat því leitað ráða hjá félaga sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson fór frá Breiðabliki til Kristiansund árið 2020. Liðsfélagi hans Stokke fer nú öfuga leið.Vísir/Hulda Margrét „Hann er góður strákur. Ég talaði mikið við hann um þetta félag og hann hefur verið mjög hjálpsamur. Við spiluðum saman í sókninni hjá Kristiansund og við náðum vel saman. Við höfum þá eiginleika að bæta hvor annan upp.“ „Hann er frábær leikmaður og framtíðin er björt hjá honum. Það var gott að hafa heimamann frá Íslandi sem þekkir félagið jafn vel og hann gerir.“ Brynjólfur sagði í samtali við Fótbolti.net á dögunum að hann vildi ekki setja of mikla pressu á Stokke en lágmarkið væri hins vegar að hann skoraði 15 mörk. Hvað segir Norðmaðurinn um það? „Ég hef tekið eftir því að það eru færri leikir í íslensku deildinni en ég vona að ég geti hjálpað liðinu að skora mörk. Ég er dæmigerður sóknarmaður sem vill vera inni í teignum og ef sendingarnar koma er ég viss um að ég muni skora nokkur mörk.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla er FH heimsækir Kópavogsvöll þann 8. apríl. Deildin hefst laugardaginn 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Stokke raðaði inn mörkum fyrir Haugesund er liðið komst upp í efstu deild Noregs á síðustu leiktíð. Hann komst hins vegar ekki að samkomulagi um nýjan samning við liðið að leiktíðinni lokinni og hafnaði tilboðum víða að. „Það komu tilboð frá Noregi, Litháen, Möltu, Færeyjum og líka frá Kína en það var við landamærin að Norður-Kóreu svo það var ekki öruggasti staðurinn,“ „Þetta var besta lausnin fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Stokke. Sterkt að fá svo góðan leikmann Þjálfarinn Halldór Árnason er ánægður að klófesta framherjann en Blikar voru í leit að slíkum eftir brottför Færeyingsins Klæmint Olsen. Halldór Árnason, þjálfari Blika, er sáttur með að fá Stokke inn.Vísir/Einar „Við erum gríðarlega sáttir að hafa landað þessum leikmanni. Benjamin er frábær framherji sem er mjög leikreyndur. Hann á flottan feril að baki og er að koma út úr kannski einum af hans bestu tímabilum, sem er frábært,“ „Það er mikil ánægja að hafa náð að semja við hann og mikilvægt að fá leikmann af þessu kaliberi inn í hópinn,“ segir Halldór. Brynjólfur mælti með félaginu og gerir nú kröfur Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var samherji Stokke í framlínu Kristiansund. Sá norski gat því leitað ráða hjá félaga sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson fór frá Breiðabliki til Kristiansund árið 2020. Liðsfélagi hans Stokke fer nú öfuga leið.Vísir/Hulda Margrét „Hann er góður strákur. Ég talaði mikið við hann um þetta félag og hann hefur verið mjög hjálpsamur. Við spiluðum saman í sókninni hjá Kristiansund og við náðum vel saman. Við höfum þá eiginleika að bæta hvor annan upp.“ „Hann er frábær leikmaður og framtíðin er björt hjá honum. Það var gott að hafa heimamann frá Íslandi sem þekkir félagið jafn vel og hann gerir.“ Brynjólfur sagði í samtali við Fótbolti.net á dögunum að hann vildi ekki setja of mikla pressu á Stokke en lágmarkið væri hins vegar að hann skoraði 15 mörk. Hvað segir Norðmaðurinn um það? „Ég hef tekið eftir því að það eru færri leikir í íslensku deildinni en ég vona að ég geti hjálpað liðinu að skora mörk. Ég er dæmigerður sóknarmaður sem vill vera inni í teignum og ef sendingarnar koma er ég viss um að ég muni skora nokkur mörk.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla er FH heimsækir Kópavogsvöll þann 8. apríl. Deildin hefst laugardaginn 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira