Bergþór stríðir Samfylkingunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. mars 2024 13:31 Bergþór Ólason, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar í útlendingamálum, í umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm Samfylkingin styður markmið útlendingafrumvarpsins sem er til umræðu á Alþingi og dómsmálaráðherra fagnar stefnubreytingu flokksins. Þingflokkur Vinstri Grænna gerir ýmsa fyrirvara við málið. Frumvarpið felur í sér nokkrar lykilbreytingar; hert er á skilyrðum fjölskyldusameiningar þannig að bara þau sem hafa búið hér á landi í tvö ár geti sótt um þær. Þá er gildistími dvalarleyfis þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd styttur og einnig er sérregla, um að umsóknir þeirra sem hafa sérstök tengsl við landið verði teknar til efnismeðferðar, afnumin. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og sagðist Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, styðja markmið þess. „Yfirlýst markmið þessa tiltekna frumvarps er að færa löggjöfina nær þeim reglum sem eru við lýði á hinum Norðurlöndunum, að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns. Þetta eru allt markmið sem ég styð,“ sagði Jóhann í umræðum um málið. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi að það mætti eflaust greina nýjan tón í orðræðu flokksins.vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar og það gerði einnig Bergþór Ólason, þingmaður Miðfloksins, sem óskaði flokknum til hamingju með breytta nálgun. „Ég sat hér í salnum og hugsaði bara, sérstaklega framan af ræðu, að ég hefði getað verið að flytja hana fyrir ekki löngu síðan. Það þykir mér alveg frábært, að við séum að komast á þann stað að við séum öll innst inni Miðflokksmenn í þessu máli,“ sagði Bergþór og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, upplýsti um það að málið hefði verið afgreitt úr þingflokknum með ýmsum fyrirvörum. Meðal annars þurfi að skoða gögn um fyrirkomulag fjölskyldusameininga á hinum Norðurlöndum og meta hvort stytting á gildistíma dvalarleyfa muni jafnvel hafa þveröfug áhrif og auka álag á Útlendingastofnun. Þá sé nógu skýrt fyrir hvort breytingarnar muni í reynd lækka kostnað við málaflokkinn. „Þingflokkur VG leggur áherslu á mótuð verði heildarsýn um málaflokkinn með áherslu á aukinn fjölda kvótaflóttafólks, aukna aðlögun og inngildinu og aðgerðir til að tryggja jöfnuð og velsæld allra borgara samfélagsins,“ sagði Orri Páll Orrason, þingmaður Vinstri Grænna. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og málið komið til allsherjar- og menntamálanefndar. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Frumvarpið felur í sér nokkrar lykilbreytingar; hert er á skilyrðum fjölskyldusameiningar þannig að bara þau sem hafa búið hér á landi í tvö ár geti sótt um þær. Þá er gildistími dvalarleyfis þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd styttur og einnig er sérregla, um að umsóknir þeirra sem hafa sérstök tengsl við landið verði teknar til efnismeðferðar, afnumin. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og sagðist Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, styðja markmið þess. „Yfirlýst markmið þessa tiltekna frumvarps er að færa löggjöfina nær þeim reglum sem eru við lýði á hinum Norðurlöndunum, að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns. Þetta eru allt markmið sem ég styð,“ sagði Jóhann í umræðum um málið. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi að það mætti eflaust greina nýjan tón í orðræðu flokksins.vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar og það gerði einnig Bergþór Ólason, þingmaður Miðfloksins, sem óskaði flokknum til hamingju með breytta nálgun. „Ég sat hér í salnum og hugsaði bara, sérstaklega framan af ræðu, að ég hefði getað verið að flytja hana fyrir ekki löngu síðan. Það þykir mér alveg frábært, að við séum að komast á þann stað að við séum öll innst inni Miðflokksmenn í þessu máli,“ sagði Bergþór og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, upplýsti um það að málið hefði verið afgreitt úr þingflokknum með ýmsum fyrirvörum. Meðal annars þurfi að skoða gögn um fyrirkomulag fjölskyldusameininga á hinum Norðurlöndum og meta hvort stytting á gildistíma dvalarleyfa muni jafnvel hafa þveröfug áhrif og auka álag á Útlendingastofnun. Þá sé nógu skýrt fyrir hvort breytingarnar muni í reynd lækka kostnað við málaflokkinn. „Þingflokkur VG leggur áherslu á mótuð verði heildarsýn um málaflokkinn með áherslu á aukinn fjölda kvótaflóttafólks, aukna aðlögun og inngildinu og aðgerðir til að tryggja jöfnuð og velsæld allra borgara samfélagsins,“ sagði Orri Páll Orrason, þingmaður Vinstri Grænna. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og málið komið til allsherjar- og menntamálanefndar.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira