Heima er best - fyrir öll Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 6. mars 2024 08:31 Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Halda þarf áfram að efla almenna íbúðakerfið, stofna húsnæðisfélag í eigu ríkisins að fordæmi Finna og skoða útvíkkun á almenna íbúðarkerfinu með því að bjóða upp á búseturéttaríbúðir og eignaríbúðir innan kerfisins. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð sem stofnaður hefur verið að norrænni fyrirmynd til að fjármögnun húsnæðiskerfis sé byggt á jöfnuði og á forsendum almennings. Nauðsynlegt er að koma böndum á háan fjármagns-og vaxtakostnað og tryggja aðgengi að hagkvæmu lánsfé á framkvæmdatíma í slíkum verkefnum. Síðastliðin ár hafa stjórnvöld staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar á landinu og er það vel. Þar munar mestu um almenna íbúðakerfið þar sem 3.500 íbúðir hafa verið fjármagnaðar frá árinu 2016. Tvöföldun stofnframlaga og efling hlutdeildarlánakerfisins hafa skilað sínu en mikilvægt er að efla og útvíkka þau úrræði en frekar enda þörfin mikil og þetta ein mikilvægasta leiðin til að mæta þeirri þörf. Mikilvægt er að klára vinnu við endurskoðun á húsaleigulögum, efla þarf réttindi leigjanda og koma þarf í framkvæmd útfærslum á hugmyndum um leiguþak. Skrá þarf allar leigueignir á leiguskrá til að tryggja nægt opinbert eftirlit með leigumarkaðnum. Niðurstöðum leigukönnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að samningstaða leigjenda gagnvart leigusölum hefur versnað umtalsvert milli áranna 2022 og 2023 um leið og leiguverð hefur hækkað og framboð á húsnæði dregist saman milli ára. Slíka þróun þarf að stöðva svo staða leigjenda á aldrinum 35-44 ára versni ekki frekar og þá sérstaklega barnafjölskyldna. Ljóst er að þrátt fyrir endurskoðaða mannfjöldaspá Hagstofunnar er ennþá þörf fyrir um 3.500-4.000 íbúðir á ári skv. mati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Tölur HMS sýna einnig að mikil eignaþjöppun er á húsnæðismarkaði og hefur fjölgun íbúða í eigu lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð aukist töluvert á síðustu tveimur árum, þar af bættu stórtækir lögaðilar við sig tæplega 800 íbúðum á árinu 2023. Mikilvægt er að koma böndum á þessa samþjöppun og greina á milli einstaklinga sem eiga 1-2 fasteignir til eigin nota og þeirra sem eru í fjárfestingar-og útleigustarfsemi og ættu þar af leiðandi að lúta sömu lögmálum og lögaðilar. Við erum lánsöm þjóð að hér velur fólk sér að búa. En um leið þarf að halda í við þá þróun og tryggja að öll geti átt eða leigt sitt heimili. Til þess að svo verði þarf að koma í framkvæmd öflugra eftirliti og utanumhaldi með íslenskum leigumarkaði. Leiguskrá stjórnvalda er komin í gagnið en þar þurfa einungis þeir sem leigja út tvær eða fleiri íbúðir að skrá sig sem tryggir ekki nægjanlegt eftirlit. Leigumarkaður á ekki að vera gróðafyrirtæki þeirra ríku til að verða enn ríkari. Nú er mikilvægt að ríkið stígi inn í þróun sem er bagaleg fyrir íslenskt velferðarsamfélag enda örugg búseta eitt helsta velferðarmál þjóðarinnar og mikilvægur liður í jöfnuði og félagslegu réttlæti, þar sem öruggt húsnæði er eitt af grundvallarmannréttindum okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs VGHólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Húsnæðismál Leigumarkaður Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Halda þarf áfram að efla almenna íbúðakerfið, stofna húsnæðisfélag í eigu ríkisins að fordæmi Finna og skoða útvíkkun á almenna íbúðarkerfinu með því að bjóða upp á búseturéttaríbúðir og eignaríbúðir innan kerfisins. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð sem stofnaður hefur verið að norrænni fyrirmynd til að fjármögnun húsnæðiskerfis sé byggt á jöfnuði og á forsendum almennings. Nauðsynlegt er að koma böndum á háan fjármagns-og vaxtakostnað og tryggja aðgengi að hagkvæmu lánsfé á framkvæmdatíma í slíkum verkefnum. Síðastliðin ár hafa stjórnvöld staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar á landinu og er það vel. Þar munar mestu um almenna íbúðakerfið þar sem 3.500 íbúðir hafa verið fjármagnaðar frá árinu 2016. Tvöföldun stofnframlaga og efling hlutdeildarlánakerfisins hafa skilað sínu en mikilvægt er að efla og útvíkka þau úrræði en frekar enda þörfin mikil og þetta ein mikilvægasta leiðin til að mæta þeirri þörf. Mikilvægt er að klára vinnu við endurskoðun á húsaleigulögum, efla þarf réttindi leigjanda og koma þarf í framkvæmd útfærslum á hugmyndum um leiguþak. Skrá þarf allar leigueignir á leiguskrá til að tryggja nægt opinbert eftirlit með leigumarkaðnum. Niðurstöðum leigukönnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að samningstaða leigjenda gagnvart leigusölum hefur versnað umtalsvert milli áranna 2022 og 2023 um leið og leiguverð hefur hækkað og framboð á húsnæði dregist saman milli ára. Slíka þróun þarf að stöðva svo staða leigjenda á aldrinum 35-44 ára versni ekki frekar og þá sérstaklega barnafjölskyldna. Ljóst er að þrátt fyrir endurskoðaða mannfjöldaspá Hagstofunnar er ennþá þörf fyrir um 3.500-4.000 íbúðir á ári skv. mati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Tölur HMS sýna einnig að mikil eignaþjöppun er á húsnæðismarkaði og hefur fjölgun íbúða í eigu lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð aukist töluvert á síðustu tveimur árum, þar af bættu stórtækir lögaðilar við sig tæplega 800 íbúðum á árinu 2023. Mikilvægt er að koma böndum á þessa samþjöppun og greina á milli einstaklinga sem eiga 1-2 fasteignir til eigin nota og þeirra sem eru í fjárfestingar-og útleigustarfsemi og ættu þar af leiðandi að lúta sömu lögmálum og lögaðilar. Við erum lánsöm þjóð að hér velur fólk sér að búa. En um leið þarf að halda í við þá þróun og tryggja að öll geti átt eða leigt sitt heimili. Til þess að svo verði þarf að koma í framkvæmd öflugra eftirliti og utanumhaldi með íslenskum leigumarkaði. Leiguskrá stjórnvalda er komin í gagnið en þar þurfa einungis þeir sem leigja út tvær eða fleiri íbúðir að skrá sig sem tryggir ekki nægjanlegt eftirlit. Leigumarkaður á ekki að vera gróðafyrirtæki þeirra ríku til að verða enn ríkari. Nú er mikilvægt að ríkið stígi inn í þróun sem er bagaleg fyrir íslenskt velferðarsamfélag enda örugg búseta eitt helsta velferðarmál þjóðarinnar og mikilvægur liður í jöfnuði og félagslegu réttlæti, þar sem öruggt húsnæði er eitt af grundvallarmannréttindum okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs VGHólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona VG
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun