Ekki hlustað á starfsmenn í mörg ár Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 11:46 Félagsmenn VR sem hugsanlega fara í verkfall vinna meðal annars við innritun farþega og því gætu aðgerðirnar lamað starfsemi Icelandair. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir ekki boðlegt að slíta sundur dagvinnuvaktir starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafi verið hlustað á kröfur um breytingar undanfarin ár og þess vegna hafi verið ákveðið að boða til verkfalls þessara starfsmanna hjá Icelandair. Samninganefnd VR samþykkti þetta á fundi sínum í gærkvöld. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag. Atkvæðagreiðsla hefjist síða klukkan níu næst komandi mánudag og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars, eða eftir rúman hálfan mánuð. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir starfsfólk Icelandair á Keflavíkurflugvelli hafa barist fyrir breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðrum þáttum árum saman. Þar sem starfshlutfall starfsmanna væri fært niður í 76 prósent yfir vetrarmánuðina og utan háannatíma. Ragnar Þór formaður VR vonar að samningar náist og ekki þurfi að koma til verkfallsaðgerða.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er að segja, þau eru látin mæta til vinnu klukkan fimm að morgni og vinna til níu. Síðan eru þau send heim og látin mæta aftur klukkan eitt og vinna til fimm,“ segir Ragnar Þór. Þetta væri brot á kjarasamningum verslunarmanna um samfelldan vinnutíma. Þarna væri um sérkjarasamning að ræða og breytingar á honum ekki fengist ræddar í samningaviðræðum undanfarin ár. Það væri undir Samtökum atvinnulífsins og Icelandair komið hvort þessar aðgerðir komi til framkvæmda. „Ég tel okkur geta klárað þetta á tiltölulega stuttum tíma. Að því gefnu að það sé raunverulegur samningsvilji fyrir hendi. Álíka þeim samningsvilja sem virðist vera fyrir hendi gagnvart öðrum félögum,“ segir formaður VR. Komi til verkfalls gæti svo farið að flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli komist ekki í loftið.Vísir/Vilhelm Kostnaður Icelandair við þetta yrði ekki mikill miðað við umfang rekstrar félagsins. Það væri ekki boðlegt að slíta vinnudaginn með þessum hætti hjá fólki. Nú stendur einnig yfir atkvæðagreiðsla um verkfall ræstingarfólks innan Eflingar og á henni að ljúka næst komandi föstudag. Ef samþykkt verður að fara í aðgerðir hæfust þær hinn 18. mars. Fastlega má hins vegar reikna að með að ekkert verði af þeim verkföllum þar sem bjartsýni er um að samningaviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga inna Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins ljúki með samningum í dag eða á morgun. Ragnar Þór vonar að það komi heldur ekki til aðgerða að hálfu VR. „Vonandi skapar þetta nægjanlegan þrýsting til að þessi mál verði kláruð og það komi ekki til þessara aðgerða. Það er okkar von að gera kjarasamning fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05 Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11 Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Samninganefnd VR samþykkti þetta á fundi sínum í gærkvöld. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag. Atkvæðagreiðsla hefjist síða klukkan níu næst komandi mánudag og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars, eða eftir rúman hálfan mánuð. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir starfsfólk Icelandair á Keflavíkurflugvelli hafa barist fyrir breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðrum þáttum árum saman. Þar sem starfshlutfall starfsmanna væri fært niður í 76 prósent yfir vetrarmánuðina og utan háannatíma. Ragnar Þór formaður VR vonar að samningar náist og ekki þurfi að koma til verkfallsaðgerða.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er að segja, þau eru látin mæta til vinnu klukkan fimm að morgni og vinna til níu. Síðan eru þau send heim og látin mæta aftur klukkan eitt og vinna til fimm,“ segir Ragnar Þór. Þetta væri brot á kjarasamningum verslunarmanna um samfelldan vinnutíma. Þarna væri um sérkjarasamning að ræða og breytingar á honum ekki fengist ræddar í samningaviðræðum undanfarin ár. Það væri undir Samtökum atvinnulífsins og Icelandair komið hvort þessar aðgerðir komi til framkvæmda. „Ég tel okkur geta klárað þetta á tiltölulega stuttum tíma. Að því gefnu að það sé raunverulegur samningsvilji fyrir hendi. Álíka þeim samningsvilja sem virðist vera fyrir hendi gagnvart öðrum félögum,“ segir formaður VR. Komi til verkfalls gæti svo farið að flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli komist ekki í loftið.Vísir/Vilhelm Kostnaður Icelandair við þetta yrði ekki mikill miðað við umfang rekstrar félagsins. Það væri ekki boðlegt að slíta vinnudaginn með þessum hætti hjá fólki. Nú stendur einnig yfir atkvæðagreiðsla um verkfall ræstingarfólks innan Eflingar og á henni að ljúka næst komandi föstudag. Ef samþykkt verður að fara í aðgerðir hæfust þær hinn 18. mars. Fastlega má hins vegar reikna að með að ekkert verði af þeim verkföllum þar sem bjartsýni er um að samningaviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga inna Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins ljúki með samningum í dag eða á morgun. Ragnar Þór vonar að það komi heldur ekki til aðgerða að hálfu VR. „Vonandi skapar þetta nægjanlegan þrýsting til að þessi mál verði kláruð og það komi ekki til þessara aðgerða. Það er okkar von að gera kjarasamning fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05 Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11 Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6. mars 2024 10:05
Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11
Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21