„Ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:41 Magnús Stefánsson (t.h.) fer yfir stöðuna með Erlingi Richardssyni. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, gat leyft sér að fagna í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í kvöld, 33-27. „Tilfinningin er bara eins og alltaf þegar við mætum í höllina. Þetta er geggjuð tilfinning, ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt,“ sagði Magnús í leikslok. Aðeins er rétt rúmur mánuður síðan ÍBV tapaði gegn Haukum með tíu marka mun, en Eyjamenn virðast alltaf mæta rétt stemmdir til leiks þegar liðið finnur lykt af bikar. „Það má alveg segja það. Við erum alltaf alveg extra fókuseraðir þegar komið er í stóru leikina og á stóra sviðið. Fyrri leikurinn á móti þeim skrifast bara á þjálfarateymið. Við tókum enga æfingaleiki og það er eins og það er, það er bara búið og gert. Við erum ekkert að pæla í því núna.“ „Fókusinn á þetta verkefni er búinn að vera alveg frábær hjá strákunum og við erum búnir að vera í þvílíkum ham á æfingum og öllum fundum. Þetta er bara alveg magnaður hópur.“ ÍBV missti Ívar Bessa Viðarsson í meiðsli snemma leiks, en þrátt fyrir það hversu mikilvægur leikmaður ÍVar er virtust Eyjamenn vera klárir með plan B, C og D. „Að sjálfsögðu leggjumst við aðeins extra yfir svona leiki og búum okkur til plan A, B, C og jafnvel D. Þeir sem leystu Ívar af stóðu sig með prýði og gerðu það mjög vel.“ „Ívar er okkur gríðarlega mikilvægur og sennilega einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Án þess að vera að taka hann eitthvað sérstaklega út fyrir sviga þá er þetta okkar mikilvægasti leikmaður og það er vont að missa hann, en svona er bara boltinn. Menn lenda í allskonar skakkaföllum á ferlinum og þetta var eitt af þeim fyrir hann, en hann verður bara klár á laugardaginn.“ Þá þótti Magnúsi sínir menn hafa góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda, þrátt fyrir góð áhlaup Hauka. „Mér fannst við ná að rúlla liðinu mjög vel í leiknum. Það er framlag frá öllum og allir með mínútur. Menn eru núna inni í klefa dansandi bara af því að þeir hafa orku í það. Petar var frábær í markinu og það er eiginlega bara sama hvar maður lýtur á þetta, heilt yfir var þetta bara frábær frammistaða hjá liðinu.“ Að lokum segist hann ekki eiga sér neinn óskamótherja í bikarúrslitum, en þegar þetta er ritað eru Valsmenn þremur mörkum yfir gegn Stjörnunni í hinum undanúrslitaleiknum þegar fyrri hálfleikur er rétt rúmlega hálfnaður. „Nei, þú ferð ekkert í Final 4 í höllinni án þess að vera með frábært lið og þessi keppni á sér bara sitt einstaka líf. Það er enginn veri eða betri mótherji í þessu. Það eru allir með kveikt á sér og skiptir mig engu máli hverjum við mætum,“ sagði Ásgeir að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 „Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
„Tilfinningin er bara eins og alltaf þegar við mætum í höllina. Þetta er geggjuð tilfinning, ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt,“ sagði Magnús í leikslok. Aðeins er rétt rúmur mánuður síðan ÍBV tapaði gegn Haukum með tíu marka mun, en Eyjamenn virðast alltaf mæta rétt stemmdir til leiks þegar liðið finnur lykt af bikar. „Það má alveg segja það. Við erum alltaf alveg extra fókuseraðir þegar komið er í stóru leikina og á stóra sviðið. Fyrri leikurinn á móti þeim skrifast bara á þjálfarateymið. Við tókum enga æfingaleiki og það er eins og það er, það er bara búið og gert. Við erum ekkert að pæla í því núna.“ „Fókusinn á þetta verkefni er búinn að vera alveg frábær hjá strákunum og við erum búnir að vera í þvílíkum ham á æfingum og öllum fundum. Þetta er bara alveg magnaður hópur.“ ÍBV missti Ívar Bessa Viðarsson í meiðsli snemma leiks, en þrátt fyrir það hversu mikilvægur leikmaður ÍVar er virtust Eyjamenn vera klárir með plan B, C og D. „Að sjálfsögðu leggjumst við aðeins extra yfir svona leiki og búum okkur til plan A, B, C og jafnvel D. Þeir sem leystu Ívar af stóðu sig með prýði og gerðu það mjög vel.“ „Ívar er okkur gríðarlega mikilvægur og sennilega einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Án þess að vera að taka hann eitthvað sérstaklega út fyrir sviga þá er þetta okkar mikilvægasti leikmaður og það er vont að missa hann, en svona er bara boltinn. Menn lenda í allskonar skakkaföllum á ferlinum og þetta var eitt af þeim fyrir hann, en hann verður bara klár á laugardaginn.“ Þá þótti Magnúsi sínir menn hafa góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda, þrátt fyrir góð áhlaup Hauka. „Mér fannst við ná að rúlla liðinu mjög vel í leiknum. Það er framlag frá öllum og allir með mínútur. Menn eru núna inni í klefa dansandi bara af því að þeir hafa orku í það. Petar var frábær í markinu og það er eiginlega bara sama hvar maður lýtur á þetta, heilt yfir var þetta bara frábær frammistaða hjá liðinu.“ Að lokum segist hann ekki eiga sér neinn óskamótherja í bikarúrslitum, en þegar þetta er ritað eru Valsmenn þremur mörkum yfir gegn Stjörnunni í hinum undanúrslitaleiknum þegar fyrri hálfleikur er rétt rúmlega hálfnaður. „Nei, þú ferð ekkert í Final 4 í höllinni án þess að vera með frábært lið og þessi keppni á sér bara sitt einstaka líf. Það er enginn veri eða betri mótherji í þessu. Það eru allir með kveikt á sér og skiptir mig engu máli hverjum við mætum,“ sagði Ásgeir að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 „Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33
„Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06
„Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn