„Ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:41 Magnús Stefánsson (t.h.) fer yfir stöðuna með Erlingi Richardssyni. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, gat leyft sér að fagna í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í kvöld, 33-27. „Tilfinningin er bara eins og alltaf þegar við mætum í höllina. Þetta er geggjuð tilfinning, ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt,“ sagði Magnús í leikslok. Aðeins er rétt rúmur mánuður síðan ÍBV tapaði gegn Haukum með tíu marka mun, en Eyjamenn virðast alltaf mæta rétt stemmdir til leiks þegar liðið finnur lykt af bikar. „Það má alveg segja það. Við erum alltaf alveg extra fókuseraðir þegar komið er í stóru leikina og á stóra sviðið. Fyrri leikurinn á móti þeim skrifast bara á þjálfarateymið. Við tókum enga æfingaleiki og það er eins og það er, það er bara búið og gert. Við erum ekkert að pæla í því núna.“ „Fókusinn á þetta verkefni er búinn að vera alveg frábær hjá strákunum og við erum búnir að vera í þvílíkum ham á æfingum og öllum fundum. Þetta er bara alveg magnaður hópur.“ ÍBV missti Ívar Bessa Viðarsson í meiðsli snemma leiks, en þrátt fyrir það hversu mikilvægur leikmaður ÍVar er virtust Eyjamenn vera klárir með plan B, C og D. „Að sjálfsögðu leggjumst við aðeins extra yfir svona leiki og búum okkur til plan A, B, C og jafnvel D. Þeir sem leystu Ívar af stóðu sig með prýði og gerðu það mjög vel.“ „Ívar er okkur gríðarlega mikilvægur og sennilega einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Án þess að vera að taka hann eitthvað sérstaklega út fyrir sviga þá er þetta okkar mikilvægasti leikmaður og það er vont að missa hann, en svona er bara boltinn. Menn lenda í allskonar skakkaföllum á ferlinum og þetta var eitt af þeim fyrir hann, en hann verður bara klár á laugardaginn.“ Þá þótti Magnúsi sínir menn hafa góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda, þrátt fyrir góð áhlaup Hauka. „Mér fannst við ná að rúlla liðinu mjög vel í leiknum. Það er framlag frá öllum og allir með mínútur. Menn eru núna inni í klefa dansandi bara af því að þeir hafa orku í það. Petar var frábær í markinu og það er eiginlega bara sama hvar maður lýtur á þetta, heilt yfir var þetta bara frábær frammistaða hjá liðinu.“ Að lokum segist hann ekki eiga sér neinn óskamótherja í bikarúrslitum, en þegar þetta er ritað eru Valsmenn þremur mörkum yfir gegn Stjörnunni í hinum undanúrslitaleiknum þegar fyrri hálfleikur er rétt rúmlega hálfnaður. „Nei, þú ferð ekkert í Final 4 í höllinni án þess að vera með frábært lið og þessi keppni á sér bara sitt einstaka líf. Það er enginn veri eða betri mótherji í þessu. Það eru allir með kveikt á sér og skiptir mig engu máli hverjum við mætum,“ sagði Ásgeir að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 „Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
„Tilfinningin er bara eins og alltaf þegar við mætum í höllina. Þetta er geggjuð tilfinning, ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt,“ sagði Magnús í leikslok. Aðeins er rétt rúmur mánuður síðan ÍBV tapaði gegn Haukum með tíu marka mun, en Eyjamenn virðast alltaf mæta rétt stemmdir til leiks þegar liðið finnur lykt af bikar. „Það má alveg segja það. Við erum alltaf alveg extra fókuseraðir þegar komið er í stóru leikina og á stóra sviðið. Fyrri leikurinn á móti þeim skrifast bara á þjálfarateymið. Við tókum enga æfingaleiki og það er eins og það er, það er bara búið og gert. Við erum ekkert að pæla í því núna.“ „Fókusinn á þetta verkefni er búinn að vera alveg frábær hjá strákunum og við erum búnir að vera í þvílíkum ham á æfingum og öllum fundum. Þetta er bara alveg magnaður hópur.“ ÍBV missti Ívar Bessa Viðarsson í meiðsli snemma leiks, en þrátt fyrir það hversu mikilvægur leikmaður ÍVar er virtust Eyjamenn vera klárir með plan B, C og D. „Að sjálfsögðu leggjumst við aðeins extra yfir svona leiki og búum okkur til plan A, B, C og jafnvel D. Þeir sem leystu Ívar af stóðu sig með prýði og gerðu það mjög vel.“ „Ívar er okkur gríðarlega mikilvægur og sennilega einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Án þess að vera að taka hann eitthvað sérstaklega út fyrir sviga þá er þetta okkar mikilvægasti leikmaður og það er vont að missa hann, en svona er bara boltinn. Menn lenda í allskonar skakkaföllum á ferlinum og þetta var eitt af þeim fyrir hann, en hann verður bara klár á laugardaginn.“ Þá þótti Magnúsi sínir menn hafa góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda, þrátt fyrir góð áhlaup Hauka. „Mér fannst við ná að rúlla liðinu mjög vel í leiknum. Það er framlag frá öllum og allir með mínútur. Menn eru núna inni í klefa dansandi bara af því að þeir hafa orku í það. Petar var frábær í markinu og það er eiginlega bara sama hvar maður lýtur á þetta, heilt yfir var þetta bara frábær frammistaða hjá liðinu.“ Að lokum segist hann ekki eiga sér neinn óskamótherja í bikarúrslitum, en þegar þetta er ritað eru Valsmenn þremur mörkum yfir gegn Stjörnunni í hinum undanúrslitaleiknum þegar fyrri hálfleikur er rétt rúmlega hálfnaður. „Nei, þú ferð ekkert í Final 4 í höllinni án þess að vera með frábært lið og þessi keppni á sér bara sitt einstaka líf. Það er enginn veri eða betri mótherji í þessu. Það eru allir með kveikt á sér og skiptir mig engu máli hverjum við mætum,“ sagði Ásgeir að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 „Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33
„Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06
„Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18