Fimm ára bann fyrir að þvinga íþróttakonu til að yfirgefa ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2024 09:31 Krystsina Tsimanouskaya óttaðist um öryggi sitt og fékk hæli í Póllandi. Hún keppir ekki lengur fyrir Hvíta-Rússland heldur fyrir Pólland. Getty/Attila Husejnow Hvít-rússneski frjálsíþróttaþjálfarinn Jurij Moisevich má ekki koma nálægt íþróttinni næstu fimm árin. Ástæðan er að hann var uppvís að því að þvinga íþróttakonuna Krystsina Tsimanouskaya til að yfirgefa Ólympíuleikana í Tókýó 2021. „Framkoma Jurij Moisevich í Tókýó var klár misbeiting valds og hann sýndi íþróttakonunni með þessu mikla vanvirðingu,“ sagði í yfirlýsingu AIU, Athletics Integrity Unit. SVT segir frá. Moisevich var þarna yfirþjálfari frjálsíþróttalandsliðs Hvíta-Rússlands. Ex-Belarus Olympic coach Yuri Moisevich has been banned for five years after a tribunal over his actions at the Tokyo Olympics, where sprinter Krystsina Tsimanouskaya feared for her safety when he attempted to force her return to Belarus.Read it here https://t.co/a7ZUjpXoDj— Her Sport (@HerSportDotIE) March 2, 2024 Atvikið var stórt fréttamál á meðan leikunum stóð og úr varð mikið pólitískt mál þar sem að komu Alþjóða Ólympíunefndin, Japan, Pólland og Hvíta-Rússland. Tsimanouskaya hafði sett spurningarmerki við það af hverju hún átti að hlaupa einn sprettinn í 4 x 400 metra boðhlaupi, eitthvað sem hún hafði aldrei gert áður á ferlinum. Forráðamenn hvít-rússneska Ólympíuliðsins ákváðu þá að reka hana af leikunum og þvinga hana til að fara aftur heim til Hvíta-Rússlands. Moisevich var annar þeirra sem fylgdi henni út á flugvöll. Moisevich er refsað fyrir að ljúga um ástæðurnar ferðalagsins á flugvellinum og hinn 62 ára gamli Moisevich verður nú í banni til febrúar 2029. Tsimanouskaya sagðist hafa óttast um öryggi sitt við heimkonuna. Hún leitaði sér hjálpar á flugvellinum og sótti síðan um hæli í Póllandi. Þar býr hún nú og keppir fyrir Pólland. Tsimanouskaya hefur sett stefnuna á það að keppa fyrir Pólland í bæði 100 og 200 metra hlaupi á ÓL í París í sumar. 3 years ago, Krystsina Tsimanouskaya's rights were violated by the #Lukashenko regime s officials at the #TokyoOlympics. Today the @WorldAthletics Disciplinary Tribunal banned Yury Moisevich, former coach of the Belarusian athletics team, from the athletics for 5 years.I express pic.twitter.com/KV2XtprJNL— Pavel Latushka (@PavelLatushka) February 27, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ Sjá meira
Ástæðan er að hann var uppvís að því að þvinga íþróttakonuna Krystsina Tsimanouskaya til að yfirgefa Ólympíuleikana í Tókýó 2021. „Framkoma Jurij Moisevich í Tókýó var klár misbeiting valds og hann sýndi íþróttakonunni með þessu mikla vanvirðingu,“ sagði í yfirlýsingu AIU, Athletics Integrity Unit. SVT segir frá. Moisevich var þarna yfirþjálfari frjálsíþróttalandsliðs Hvíta-Rússlands. Ex-Belarus Olympic coach Yuri Moisevich has been banned for five years after a tribunal over his actions at the Tokyo Olympics, where sprinter Krystsina Tsimanouskaya feared for her safety when he attempted to force her return to Belarus.Read it here https://t.co/a7ZUjpXoDj— Her Sport (@HerSportDotIE) March 2, 2024 Atvikið var stórt fréttamál á meðan leikunum stóð og úr varð mikið pólitískt mál þar sem að komu Alþjóða Ólympíunefndin, Japan, Pólland og Hvíta-Rússland. Tsimanouskaya hafði sett spurningarmerki við það af hverju hún átti að hlaupa einn sprettinn í 4 x 400 metra boðhlaupi, eitthvað sem hún hafði aldrei gert áður á ferlinum. Forráðamenn hvít-rússneska Ólympíuliðsins ákváðu þá að reka hana af leikunum og þvinga hana til að fara aftur heim til Hvíta-Rússlands. Moisevich var annar þeirra sem fylgdi henni út á flugvöll. Moisevich er refsað fyrir að ljúga um ástæðurnar ferðalagsins á flugvellinum og hinn 62 ára gamli Moisevich verður nú í banni til febrúar 2029. Tsimanouskaya sagðist hafa óttast um öryggi sitt við heimkonuna. Hún leitaði sér hjálpar á flugvellinum og sótti síðan um hæli í Póllandi. Þar býr hún nú og keppir fyrir Pólland. Tsimanouskaya hefur sett stefnuna á það að keppa fyrir Pólland í bæði 100 og 200 metra hlaupi á ÓL í París í sumar. 3 years ago, Krystsina Tsimanouskaya's rights were violated by the #Lukashenko regime s officials at the #TokyoOlympics. Today the @WorldAthletics Disciplinary Tribunal banned Yury Moisevich, former coach of the Belarusian athletics team, from the athletics for 5 years.I express pic.twitter.com/KV2XtprJNL— Pavel Latushka (@PavelLatushka) February 27, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ Sjá meira