Ábyrgð BNA á þjóðarmorðinu á Gaza Andrés Skúlason, Steinar Harðarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Pétur Heimisson skrifa 8. mars 2024 07:02 Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma. Sagan Í 75 ár hafa stjórnvöld í BNA með fjárframlögum og vopnasendingum stutt dyggilega við árásar- og útþenslustefnu Ísraelsríkis. Aðgerðir Ísraelsríkis á þessum tíma hafa einkennst af kúgun, landránum og aðskilnaðarstefnu sem leitt hafa ólýsanlegar hörmungar yfir Palestínumenn. Allar tilraunir SÞ í áranna rás til að koma á friði á svæðinu hafa stjórnvöld í BNA að engu gert með því að beita miskunnarlaust áhrifum sínum innan Sameinuðu þjóðanna. Undirritaðir telja löngu tímabært að lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda í BNA, til jafns við stjórnvöld í Ísrael, vegna ástandsins á Gasa. Tugþúsundir hafa fallið í þessu árásarstríði sem umbreyst hefur yfir í hreint þjóðarmorð svo engum vafa er undirorpið . Af þeim gríðarlega fjölda almennra borgara á Gasa sem látið hafa lífið eru karlar í minnihluta, flest látinna eru konur og sú skelfilega staðreynd liggur fyrir að 14.000 börn hafa fylgt þeim í gröfina. Með slíkum grimmdarverkum er verið að kynda undir hatri sem mun lifa með komandi kynslóðum með ófyrirséðum afleiðingum og um leið er stóraukin hætta á stigmögnun hryðjuverka á næstu misserum. Stjórnvöld í BNA, sem sumir kalla bandamenn Íslands með NATO í fylkingarbrjósti, hefur raunverulega ein þjóða í heimi stöðu og vald til að stöðva stjórnvöld í Ísrael í því fjöldamorði sem á sér nú stað á Gasa. Vinur er sá er til vamms segir. Yfirlýsingar varaforseta Bandaríkjanna hafa ekkert gildi þessa dagana þegar BNA neitar á sama tíma að hætta að afhenda Ísraelsher vopn í drápsvélar sínar sem syngja á Gasa sem aldrei fyrr. Það er hámark fáránleikans að horfa upp á stjórnvöld í BNA styðja árásarstríð Ísraela með vopnasendingum og fjárframlögum á sama tíma og þeir varpa hjálpargögnum af sýndarmennsku einni til íbúa sem Ísraelsher er nú að svelta til dauða. Ofan á hungursneyðina hikar Ísraelsher auk þess ekki við að skjóta á fólkið sem sækir í neyð sinni í matarsendingarnar og lengra nær nú ómennskan varla. Mennskan gjaldþrota Í raun hafa hin svokölluðu „vestrænu lýðræðisríki“ fallið á prófi mennskunnar vegna ástandsins í Palestínu. Fallið á prófi mannúðar, á prófi samhygðar, á prófi mannréttinda og mennskan virðist gjaldþrota. Viðbrögðin, eða fremur skortur á viðbrögðum, undirstrikar tvískinnung hinna vestrænu ríkja undir forystu Bandaríkjanna. Viðbrögðin undirstrika jafnframt hræsni NATO sem lúta forystu BNA nú sem endranær. Það er í raun óskiljanlegt hvernig ríki Evrópu, sem hafa talið sig vöggu lýðræðis og mannréttinda geta horft upp á atburðina á Gasa án þess að bregðast við, ríkjasamband sem m.a. hefur mótað Mannréttindasáttmála Evrópu. Minningin um þjóðarmorð á Gyðingum í Þýskalandi og víðar undir stjórn Nasista gleymist ekki og hefur verið áminning til alþjóðasamfélagsins um hvert skipbrot mennskunnar getur leitt. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu munu fá sama dóm sögunnar ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við og beitir öllum mætti sínum til að stöðva yfirstandandi stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gasa. Því þurfa stjórnvöld heims að ávarpa ábyrgð bandarískra stjórnvalda í því sem á sér stað á Gaza. Friðarstefnan lifi Aðeins öflug og einlæg friðarstefna getur stuðlað að friði milli þjóða, að ágreinigsefni verði leyst með samtali, ekki vopnavaldi og útþenslustefnu stærstu hervelda heims. Friðarstefnan er einn af hornsteinum Vinstri heyfingarinnar græns framboðs hér eftir sem hingað til. Það er eina stefnan í samskiptum þjóða sem er samboðin þeim sem vilja réttlæti, frið og virðingu til handa öllum sem á móður jörð búa og tilheyra einu kyni, mannkyni. Höfundar eiga sæti í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Pétur Heimisson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma. Sagan Í 75 ár hafa stjórnvöld í BNA með fjárframlögum og vopnasendingum stutt dyggilega við árásar- og útþenslustefnu Ísraelsríkis. Aðgerðir Ísraelsríkis á þessum tíma hafa einkennst af kúgun, landránum og aðskilnaðarstefnu sem leitt hafa ólýsanlegar hörmungar yfir Palestínumenn. Allar tilraunir SÞ í áranna rás til að koma á friði á svæðinu hafa stjórnvöld í BNA að engu gert með því að beita miskunnarlaust áhrifum sínum innan Sameinuðu þjóðanna. Undirritaðir telja löngu tímabært að lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda í BNA, til jafns við stjórnvöld í Ísrael, vegna ástandsins á Gasa. Tugþúsundir hafa fallið í þessu árásarstríði sem umbreyst hefur yfir í hreint þjóðarmorð svo engum vafa er undirorpið . Af þeim gríðarlega fjölda almennra borgara á Gasa sem látið hafa lífið eru karlar í minnihluta, flest látinna eru konur og sú skelfilega staðreynd liggur fyrir að 14.000 börn hafa fylgt þeim í gröfina. Með slíkum grimmdarverkum er verið að kynda undir hatri sem mun lifa með komandi kynslóðum með ófyrirséðum afleiðingum og um leið er stóraukin hætta á stigmögnun hryðjuverka á næstu misserum. Stjórnvöld í BNA, sem sumir kalla bandamenn Íslands með NATO í fylkingarbrjósti, hefur raunverulega ein þjóða í heimi stöðu og vald til að stöðva stjórnvöld í Ísrael í því fjöldamorði sem á sér nú stað á Gasa. Vinur er sá er til vamms segir. Yfirlýsingar varaforseta Bandaríkjanna hafa ekkert gildi þessa dagana þegar BNA neitar á sama tíma að hætta að afhenda Ísraelsher vopn í drápsvélar sínar sem syngja á Gasa sem aldrei fyrr. Það er hámark fáránleikans að horfa upp á stjórnvöld í BNA styðja árásarstríð Ísraela með vopnasendingum og fjárframlögum á sama tíma og þeir varpa hjálpargögnum af sýndarmennsku einni til íbúa sem Ísraelsher er nú að svelta til dauða. Ofan á hungursneyðina hikar Ísraelsher auk þess ekki við að skjóta á fólkið sem sækir í neyð sinni í matarsendingarnar og lengra nær nú ómennskan varla. Mennskan gjaldþrota Í raun hafa hin svokölluðu „vestrænu lýðræðisríki“ fallið á prófi mennskunnar vegna ástandsins í Palestínu. Fallið á prófi mannúðar, á prófi samhygðar, á prófi mannréttinda og mennskan virðist gjaldþrota. Viðbrögðin, eða fremur skortur á viðbrögðum, undirstrikar tvískinnung hinna vestrænu ríkja undir forystu Bandaríkjanna. Viðbrögðin undirstrika jafnframt hræsni NATO sem lúta forystu BNA nú sem endranær. Það er í raun óskiljanlegt hvernig ríki Evrópu, sem hafa talið sig vöggu lýðræðis og mannréttinda geta horft upp á atburðina á Gasa án þess að bregðast við, ríkjasamband sem m.a. hefur mótað Mannréttindasáttmála Evrópu. Minningin um þjóðarmorð á Gyðingum í Þýskalandi og víðar undir stjórn Nasista gleymist ekki og hefur verið áminning til alþjóðasamfélagsins um hvert skipbrot mennskunnar getur leitt. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu munu fá sama dóm sögunnar ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við og beitir öllum mætti sínum til að stöðva yfirstandandi stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gasa. Því þurfa stjórnvöld heims að ávarpa ábyrgð bandarískra stjórnvalda í því sem á sér stað á Gaza. Friðarstefnan lifi Aðeins öflug og einlæg friðarstefna getur stuðlað að friði milli þjóða, að ágreinigsefni verði leyst með samtali, ekki vopnavaldi og útþenslustefnu stærstu hervelda heims. Friðarstefnan er einn af hornsteinum Vinstri heyfingarinnar græns framboðs hér eftir sem hingað til. Það er eina stefnan í samskiptum þjóða sem er samboðin þeim sem vilja réttlæti, frið og virðingu til handa öllum sem á móður jörð búa og tilheyra einu kyni, mannkyni. Höfundar eiga sæti í stjórn VG.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun