Segir sveitarfélögin ekki græða þrátt fyrir auka tíu milljarða Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 7. mars 2024 21:06 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir sveitarfélögin munu leggja sitt af mörkum til að styðja við kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í nýjustu kjarasamningum hafa staðið einna mest í sveitarfélögunum en það verði útfært með ríkinu. Þrátt fyrir að samningarnir feli í sér tíu milljarða auka fyrir sveitarfélögin segir hún þau ekki hagnast sérstaklega frekar en aðrir. Fulltrúar breiðfylkingarinnar undirrituðu síðdegis tímamótasamning til fjögurra ára við Samtök atvinnulífsins. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. Ríkisstjórnin tilkynnti í kjölfarið 50 milljarða aðgerðarpakka sem mun styðja við samningana og munu sveitarfélögin einnig leggja sitt af mörkum með auknu lóðaframlagi og gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Hið síðastnefnda virtist ætla að standa í ákveðnum sveitarfélögum en þau gáfu að lokum eftir. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu Hilmisdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, um hlut sveitarfélaganna. Klippa: Sveitarfélögin muni leggja sitt að mörkum Gjaldfrjálsu máltíðirnar stóðu í sveitarfélögunum Það tók á að sveitarfélögin næðu að sameinast um þetta en hver er niðurstaða þeirra, hvað ætla sveitarfélögin að gera vegna þessara samninga? „Sveitarfélögin eru að koma að þessum samningum með mjög myndarlegum hætti, myndi ég segja. Við munum koma inn með stofnframlög til að byggja meira af hagkvæmu húsnæði. Síðan eru það gjaldskrárnar, mörg sveitarfélög hafa þegar lýst því yfir og jafnvel farið í að endurskoða gjaldskrár sem snúa að börnum og viðkvæmari hópum,“ sagði Heiða Björg. „Síðan hefur verið umræða um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, það hefur kannski staðið einna mest í sveitarfélögunum að fara í þá aðgerð. En við segjum það hér, við munum útfæra hana með ríkinu og reyna að finna færa leið þannig að öll sveitarfélögin í landinu verð með og við höfum síðustu daga fengið meldingar frá vel flestum að það sé ferli sem þau eru tilbúin að taka þátt í,“ bætti hún við. Sveitarfélögin borgi þegar framleiðsluna Þú ert bjartsýn á að sveitarfélögin muni flest taka þátt í þessari aðgerð með skólamáltíðirnar sem ríkið ætlar að borga 75 prósent kostnaðinn af? „Já, auðvitað eru sveitarfélögin að borga helminginn af kostnaðinum, þau borga framleiðsluna. En við erum að tala um þann hluta sem foreldrar greiða í dag, markmiðið er að foreldrar þurfi ekki að standa straum af kostnaði við skólamáltíðir. Það er þá okkar og ríkisins að leysa hvernig við getum útfært það í sameiningu við sveitarfélögin um landið allt.“ „En þetta er stór kjarabót og viðsemjendur okkar hafa lagt mikla áherslu á þetta og við höfum auðvitað líka verið í samtölum við þau. Þó það sé bara almenni markaðurinn sem skrifar undir í dag þá höfum við átt mikil og góð samtöl við þau síðustu daga og við erum bara mjög bjartsýn á það að nú náist samningar,“ sagði Heiða. Treystir á að sveitarfélögin fylgi ráðleggingum um gjaldskrárhækkanir Verða gjaldskrárhækkanirnar hjá öllum sveitarfélögum á þessu ári færðar niður í 3,5 prósent? „Nú fara þessar ráðleggingar frá okkur til sveitarfélaganna, hvert sveitarfélag er sjálfstætt stjórnvald og mun útfæra þetta. Þess vegna eru ekki neinar krónutölur beint á aðgerðir sveitarfélaga.“ „En ég treysti því að hvert og eitt sveitarfélag muni setja á þetta krónur og aura og sýna fram á hversu mikið sveitarfélögin eru í rauninni að leggja fram til að ná niður hér vöxtum og verðbólgu og meiri stöðugleika í íslensku samfélagi,“ sagði Heiða. Þar með með gjaldskrárnar þá líka á þessum gildistíma samningsins næstu fjögur ár? „Við höfum mjög gjarnan tekið þátt í slíku og ég hef enga ástæðu til þess að ætla að sveitarfélögin taki ekki þátt í því núna eins og við höfum almennt gert þegar svona er,“ sagði Heiða. „En þetta er kannski ný staða á vinnumarkaði. Það eru meiri og meiri kröfur gerðar á hið opinbera og sveitarfélögin að koma inn í kjarasamningagerð og það er eitthvað sem við þurfum að ræða í okkar hópi og skýra umboð Sambands sveitarfélaga. En varðandi gjaldskrárnar þá er það alþekkt og ansi vanalegt,“ bætti hún við. Segir sveitarfélögin ekki hagnast þrátt fyrir tíu milljarða auka Samningsaðilar segja að sveitarfélög hafi almennt gert ráð fyrir því að meðaltali að laun hækkuðu á þessu ári um átta prósent en þau munu ekki hækka nema að meðaltali um fjögur prósent. Það þýði tíu til tólf milljarða auki til sveitarfélaganna þannig þau séu að græða mun meira á samningunum heldur en 1,1 milljarð í gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Sveitarfélögin eru að hagnast gríðarlega mikið á þessum hófsömu samningum. „Ef að þessi 1,1 milljarður væru einu viðbótarútgjöldin okkar með þessum samningum en það er ekki þannig,“ sagði Heiða. En sveitarfélögin eru að hagnast á samningunum? „Nei, ekkert frekar en við öll á Íslandi högnumst á samningunum. Lán þeirra sem skulda lækka..“ Og lán borgarinnar og allra sveitarfélaga. „Já, við erum auðvitað stór fyrirtæki og heimili. Við erum öll að hagnast á því að hér komist á friður á vinnumarkaði og vextir og verðbólga náist niður,“ sagði Heiða. Leggja sveitarfélögin eitthvað af mörkum í leiðinni? „Við munum fjölga leikskólaplássum, við munum leggja fram fleiri lóðir, meiri stofnframlög, lækka gjaldskrár og koma inn í skólamáltíðir. Allt þetta kostar auðvitað heilmikið en við erum að fjárfesta í betra samfélagi og það er eitthvað sem er hagur sveitarfélaganna og í rauninni okkar verkefni,“ sagði hún. Viss um að nú sé komin ákveðin þjóðarsátt Ef sveitarfélögin standa sig ekki í þessu þá eiga öll þessi verkalýðsfélög eftir að semja við sveitarfélögin, samningarnir losna í lok þessa mánaðar þannig þið mætið þeim þá vígreifum við samningaborðið ef þau eru ekki sátt við það sem þið eruð að boða? „Að sjálfsögðu myndu þau gera það. En við erum búin að vera í samtali við þau og þykjumst nokkuð viss um að nú erum við komin með ákveðna þjóðarsátt þó fleiri þurfi að koma að áður en við tölum um alla þjóðina. En það verður vonandi niðurstaðan og við erum nokkuð bjartsýn að þetta sé það sem var kallað eftir,“ sagði hún að lokum. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Fulltrúar breiðfylkingarinnar undirrituðu síðdegis tímamótasamning til fjögurra ára við Samtök atvinnulífsins. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. Ríkisstjórnin tilkynnti í kjölfarið 50 milljarða aðgerðarpakka sem mun styðja við samningana og munu sveitarfélögin einnig leggja sitt af mörkum með auknu lóðaframlagi og gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Hið síðastnefnda virtist ætla að standa í ákveðnum sveitarfélögum en þau gáfu að lokum eftir. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu Hilmisdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, um hlut sveitarfélaganna. Klippa: Sveitarfélögin muni leggja sitt að mörkum Gjaldfrjálsu máltíðirnar stóðu í sveitarfélögunum Það tók á að sveitarfélögin næðu að sameinast um þetta en hver er niðurstaða þeirra, hvað ætla sveitarfélögin að gera vegna þessara samninga? „Sveitarfélögin eru að koma að þessum samningum með mjög myndarlegum hætti, myndi ég segja. Við munum koma inn með stofnframlög til að byggja meira af hagkvæmu húsnæði. Síðan eru það gjaldskrárnar, mörg sveitarfélög hafa þegar lýst því yfir og jafnvel farið í að endurskoða gjaldskrár sem snúa að börnum og viðkvæmari hópum,“ sagði Heiða Björg. „Síðan hefur verið umræða um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, það hefur kannski staðið einna mest í sveitarfélögunum að fara í þá aðgerð. En við segjum það hér, við munum útfæra hana með ríkinu og reyna að finna færa leið þannig að öll sveitarfélögin í landinu verð með og við höfum síðustu daga fengið meldingar frá vel flestum að það sé ferli sem þau eru tilbúin að taka þátt í,“ bætti hún við. Sveitarfélögin borgi þegar framleiðsluna Þú ert bjartsýn á að sveitarfélögin muni flest taka þátt í þessari aðgerð með skólamáltíðirnar sem ríkið ætlar að borga 75 prósent kostnaðinn af? „Já, auðvitað eru sveitarfélögin að borga helminginn af kostnaðinum, þau borga framleiðsluna. En við erum að tala um þann hluta sem foreldrar greiða í dag, markmiðið er að foreldrar þurfi ekki að standa straum af kostnaði við skólamáltíðir. Það er þá okkar og ríkisins að leysa hvernig við getum útfært það í sameiningu við sveitarfélögin um landið allt.“ „En þetta er stór kjarabót og viðsemjendur okkar hafa lagt mikla áherslu á þetta og við höfum auðvitað líka verið í samtölum við þau. Þó það sé bara almenni markaðurinn sem skrifar undir í dag þá höfum við átt mikil og góð samtöl við þau síðustu daga og við erum bara mjög bjartsýn á það að nú náist samningar,“ sagði Heiða. Treystir á að sveitarfélögin fylgi ráðleggingum um gjaldskrárhækkanir Verða gjaldskrárhækkanirnar hjá öllum sveitarfélögum á þessu ári færðar niður í 3,5 prósent? „Nú fara þessar ráðleggingar frá okkur til sveitarfélaganna, hvert sveitarfélag er sjálfstætt stjórnvald og mun útfæra þetta. Þess vegna eru ekki neinar krónutölur beint á aðgerðir sveitarfélaga.“ „En ég treysti því að hvert og eitt sveitarfélag muni setja á þetta krónur og aura og sýna fram á hversu mikið sveitarfélögin eru í rauninni að leggja fram til að ná niður hér vöxtum og verðbólgu og meiri stöðugleika í íslensku samfélagi,“ sagði Heiða. Þar með með gjaldskrárnar þá líka á þessum gildistíma samningsins næstu fjögur ár? „Við höfum mjög gjarnan tekið þátt í slíku og ég hef enga ástæðu til þess að ætla að sveitarfélögin taki ekki þátt í því núna eins og við höfum almennt gert þegar svona er,“ sagði Heiða. „En þetta er kannski ný staða á vinnumarkaði. Það eru meiri og meiri kröfur gerðar á hið opinbera og sveitarfélögin að koma inn í kjarasamningagerð og það er eitthvað sem við þurfum að ræða í okkar hópi og skýra umboð Sambands sveitarfélaga. En varðandi gjaldskrárnar þá er það alþekkt og ansi vanalegt,“ bætti hún við. Segir sveitarfélögin ekki hagnast þrátt fyrir tíu milljarða auka Samningsaðilar segja að sveitarfélög hafi almennt gert ráð fyrir því að meðaltali að laun hækkuðu á þessu ári um átta prósent en þau munu ekki hækka nema að meðaltali um fjögur prósent. Það þýði tíu til tólf milljarða auki til sveitarfélaganna þannig þau séu að græða mun meira á samningunum heldur en 1,1 milljarð í gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Sveitarfélögin eru að hagnast gríðarlega mikið á þessum hófsömu samningum. „Ef að þessi 1,1 milljarður væru einu viðbótarútgjöldin okkar með þessum samningum en það er ekki þannig,“ sagði Heiða. En sveitarfélögin eru að hagnast á samningunum? „Nei, ekkert frekar en við öll á Íslandi högnumst á samningunum. Lán þeirra sem skulda lækka..“ Og lán borgarinnar og allra sveitarfélaga. „Já, við erum auðvitað stór fyrirtæki og heimili. Við erum öll að hagnast á því að hér komist á friður á vinnumarkaði og vextir og verðbólga náist niður,“ sagði Heiða. Leggja sveitarfélögin eitthvað af mörkum í leiðinni? „Við munum fjölga leikskólaplássum, við munum leggja fram fleiri lóðir, meiri stofnframlög, lækka gjaldskrár og koma inn í skólamáltíðir. Allt þetta kostar auðvitað heilmikið en við erum að fjárfesta í betra samfélagi og það er eitthvað sem er hagur sveitarfélaganna og í rauninni okkar verkefni,“ sagði hún. Viss um að nú sé komin ákveðin þjóðarsátt Ef sveitarfélögin standa sig ekki í þessu þá eiga öll þessi verkalýðsfélög eftir að semja við sveitarfélögin, samningarnir losna í lok þessa mánaðar þannig þið mætið þeim þá vígreifum við samningaborðið ef þau eru ekki sátt við það sem þið eruð að boða? „Að sjálfsögðu myndu þau gera það. En við erum búin að vera í samtali við þau og þykjumst nokkuð viss um að nú erum við komin með ákveðna þjóðarsátt þó fleiri þurfi að koma að áður en við tölum um alla þjóðina. En það verður vonandi niðurstaðan og við erum nokkuð bjartsýn að þetta sé það sem var kallað eftir,“ sagði hún að lokum.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira