Nashville komst í 2-0 en Messi minnkaði muninn fyrir Inter Miami með góðu skoti fyrir utan vítateig á 52. mínútu.
Þegar þrettán mínútur voru eftir slapp Messi svo vel þegar Lukas MacNaughton braut illa á honum. Argentínumaðurinn pressaði þá MacNaughton sem sendi boltann fram hægri kantinn.
Eftir það fylgdi hann hressilega eftir með hægri fætinum og fór harkalega í sköflunginn á Messi sem lá óvígur eftir. Engin aukaspyrna var dæmd á MacNaughton.
Sem betur fer fyrir Messi og Inter Miami gat hann haldið leik áfram. Tæklinguna grófu má sjá hér fyrir neðan.
Messi og félagar sóttu stíft undir lok leiksins og uppskáru jöfnunarmark í uppbótartíma. Luis Suárez skoraði þá með skalla. Lokatölur 2-2.
Næsti leikur Inter Miami er gegn Montreal Impact í MLS-deildinni á sunnudaginn.