Svartur listi gegn mansali og launaþjófnaði Gabríel Benjamin skrifar 8. mars 2024 12:31 Í fréttum þessarar viku hefur verið kafað djúpt ofan í grunað vinnumansal tengt fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar. Átta manns hafa verið handtekin í tengslum við málið og talið er að þolendur séu allt 40 talsins. Fyrir hinn meðal borgara koma fréttir sem þessar mjög á óvart, en fyrir þau okkar innan verkalýðshreyfingarinnar sem láta sig brotastarfsemi á vinnumarkaði varða koma hinir meintu glæpir ekki mjög á óvart. En viðbrögð lögreglu eru þó ákveðin nýlunda og jákvæð. Þekking á brotum á vinnumarkaði er mikil innan verkalýðshreyfingarinnar og síðustu ár hefur þar miklu skipt markviss efling vinnustaðaeftirlits Alþýðusambands Íslands, En ljóst er að það vantar miklu fleiri úrræði til þess að hjálpa þolendum og refsa gerendum í málum sem tengjast brotum á vinnumarkaði. Í mínum fyrri störfum sem blaðamaður hjá Stundinni og Reykjavík Grapevine og kjaramálafulltrúi hjá Eflingu hef ég séð fjöldann allan af málum sem hefði átt að rannsaka sem mansalsmál. En eins og kom fram í Kastljósi í vikunni þá enda tiltölulega fá mál hjá ákæruvaldinu, og fyrir því eru margar ástæður. Þolendur eru oft hræddir við yfirvöld eða hræðast hefndaraðgerðir gegn sér og fjölskyldum sínum. Rannsókn nær ekki nógu langt, eða kemst ekki í réttar hendur. Eða lykilvitni gefast upp á því að bíða og yfirgefa landið. Þessar aðstæður og skortur á úrræðum gera vinnumansal og önnur vinnumarkaðsbrot enn hagkvæmara fyrir þá sem stunda það. Lýsingar þolenda í Kveik þætti gærkvöldsins um langa vinnudaga, lítil sem engin laun og að búa í ótta við atvinnurekendur eru ekki einsdæmi. Samkvæmt skýrslu ILO frá 2021 eru um 27,6 milljón manns þolendur vinnumansals á hverjum eina og einasta degi. Hagnaður af þessari nútíma þrælkun í Evrópu er talinn vera um 46,9 milljarða Bandaríkjadala á hverju ári. Ljóst er að þessi vandi er ekki nýr af nálinni og mun ekki hverfa af sjálfu sér, en ein af helstu ráðleggingum skýrsluhöfunda er að efla verkalýðsfélög hvers lands. Refsileysi gegn þolendum Eins og staðan er í dag þá er refsivert fyrir starfsfólk að stela af atvinnurekendum en ekki fyrir atvinnurekendur að stela af starfsfólki svo lengi sem þjófnaðurinn á sér aðeins stað á launaseðlinum. Enginn eðlismunur er á því hvort um sé að ræða 50 krónur eða 500.000 og úrræðin sem starfsfólk hefur eru fá. Þau geta leitað til síns stéttarfélags sem getur gert kröfu fyrir þeirra hönd. En jafnvel þótt gögnin séu nógu skýr til að hægt sé að krefjast greiðslu vangoldinna launa þá ber atvinnurekendur engan skaða af athæfinu. Engin refsing er til staðar, og því enginn kerfislegur hvati til að láta af slíkri hegðun. Ekki skiptir máli þótt starfsfólk geti sýnt fram á einbeittan brotavilja, eða atvinnurekandi eigi langa sögu um slík brot gegn öðru starfsfólki. Það skiptir ekki einu sinni máli þótt rökstuddur grunur sé til staðar um vinnumansal, atvinnurekandi þarf aldrei að greiða neitt umfram vangoldin laun. Ekkert sektarákvæði eða févíti er til staðar í kjarasamningum eða landslögum. Um nokkra hríð hef ég unnið að útfærslu á hugmynd um svartan lista atvinnurekanda sem brjóta sannarlega gegn starfsfólki sínu. Undanfarið ár hef ég verið varamaður í stjórn VR og formaður jafnréttisnefndar og hef beitt mér fyrir þessu verkefni af fullum þunga. Þetta er ekki einfalt verkefni, en felur í stuttu máli í sér að þeir atvinnurekendur sem gerast uppvísir um skipulögð kjarasamningsbrot gegn starfsfólki sínu eða launaþjófnað séu settir á svartan lista sem er aðgengilegur almenningi. Slíkur listi væri til bóta fyrir þolendur og myndi líka auðvelda neytendum að sniðganga fyrirtæki sem standa að vinnumarkaðsbrotum. Ljóst er að við þurfum að gera betur. Og á meðan að beðið er eftir því að Samtök atvinnulífsins fallist á févítisákvæði fyrir launaþjófnað eða að Alþingi hafi vit fyrir þeim og taki sjálfstæða ákvörðun tel ég að við verðum að nýta öll þau úrræði sem standa okkur til boða til þess að sporna gegn vinnumarkaðsbrotum og mæta atvinnurekendum sem fara á svig við lög og siðferði samfélagsins. Svartur listi væri stórt skref í þá átt.0 Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Stjórnarkjöri lýkur 13. mars næstkomandi kl. 12. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mansal Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum þessarar viku hefur verið kafað djúpt ofan í grunað vinnumansal tengt fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar. Átta manns hafa verið handtekin í tengslum við málið og talið er að þolendur séu allt 40 talsins. Fyrir hinn meðal borgara koma fréttir sem þessar mjög á óvart, en fyrir þau okkar innan verkalýðshreyfingarinnar sem láta sig brotastarfsemi á vinnumarkaði varða koma hinir meintu glæpir ekki mjög á óvart. En viðbrögð lögreglu eru þó ákveðin nýlunda og jákvæð. Þekking á brotum á vinnumarkaði er mikil innan verkalýðshreyfingarinnar og síðustu ár hefur þar miklu skipt markviss efling vinnustaðaeftirlits Alþýðusambands Íslands, En ljóst er að það vantar miklu fleiri úrræði til þess að hjálpa þolendum og refsa gerendum í málum sem tengjast brotum á vinnumarkaði. Í mínum fyrri störfum sem blaðamaður hjá Stundinni og Reykjavík Grapevine og kjaramálafulltrúi hjá Eflingu hef ég séð fjöldann allan af málum sem hefði átt að rannsaka sem mansalsmál. En eins og kom fram í Kastljósi í vikunni þá enda tiltölulega fá mál hjá ákæruvaldinu, og fyrir því eru margar ástæður. Þolendur eru oft hræddir við yfirvöld eða hræðast hefndaraðgerðir gegn sér og fjölskyldum sínum. Rannsókn nær ekki nógu langt, eða kemst ekki í réttar hendur. Eða lykilvitni gefast upp á því að bíða og yfirgefa landið. Þessar aðstæður og skortur á úrræðum gera vinnumansal og önnur vinnumarkaðsbrot enn hagkvæmara fyrir þá sem stunda það. Lýsingar þolenda í Kveik þætti gærkvöldsins um langa vinnudaga, lítil sem engin laun og að búa í ótta við atvinnurekendur eru ekki einsdæmi. Samkvæmt skýrslu ILO frá 2021 eru um 27,6 milljón manns þolendur vinnumansals á hverjum eina og einasta degi. Hagnaður af þessari nútíma þrælkun í Evrópu er talinn vera um 46,9 milljarða Bandaríkjadala á hverju ári. Ljóst er að þessi vandi er ekki nýr af nálinni og mun ekki hverfa af sjálfu sér, en ein af helstu ráðleggingum skýrsluhöfunda er að efla verkalýðsfélög hvers lands. Refsileysi gegn þolendum Eins og staðan er í dag þá er refsivert fyrir starfsfólk að stela af atvinnurekendum en ekki fyrir atvinnurekendur að stela af starfsfólki svo lengi sem þjófnaðurinn á sér aðeins stað á launaseðlinum. Enginn eðlismunur er á því hvort um sé að ræða 50 krónur eða 500.000 og úrræðin sem starfsfólk hefur eru fá. Þau geta leitað til síns stéttarfélags sem getur gert kröfu fyrir þeirra hönd. En jafnvel þótt gögnin séu nógu skýr til að hægt sé að krefjast greiðslu vangoldinna launa þá ber atvinnurekendur engan skaða af athæfinu. Engin refsing er til staðar, og því enginn kerfislegur hvati til að láta af slíkri hegðun. Ekki skiptir máli þótt starfsfólk geti sýnt fram á einbeittan brotavilja, eða atvinnurekandi eigi langa sögu um slík brot gegn öðru starfsfólki. Það skiptir ekki einu sinni máli þótt rökstuddur grunur sé til staðar um vinnumansal, atvinnurekandi þarf aldrei að greiða neitt umfram vangoldin laun. Ekkert sektarákvæði eða févíti er til staðar í kjarasamningum eða landslögum. Um nokkra hríð hef ég unnið að útfærslu á hugmynd um svartan lista atvinnurekanda sem brjóta sannarlega gegn starfsfólki sínu. Undanfarið ár hef ég verið varamaður í stjórn VR og formaður jafnréttisnefndar og hef beitt mér fyrir þessu verkefni af fullum þunga. Þetta er ekki einfalt verkefni, en felur í stuttu máli í sér að þeir atvinnurekendur sem gerast uppvísir um skipulögð kjarasamningsbrot gegn starfsfólki sínu eða launaþjófnað séu settir á svartan lista sem er aðgengilegur almenningi. Slíkur listi væri til bóta fyrir þolendur og myndi líka auðvelda neytendum að sniðganga fyrirtæki sem standa að vinnumarkaðsbrotum. Ljóst er að við þurfum að gera betur. Og á meðan að beðið er eftir því að Samtök atvinnulífsins fallist á févítisákvæði fyrir launaþjófnað eða að Alþingi hafi vit fyrir þeim og taki sjálfstæða ákvörðun tel ég að við verðum að nýta öll þau úrræði sem standa okkur til boða til þess að sporna gegn vinnumarkaðsbrotum og mæta atvinnurekendum sem fara á svig við lög og siðferði samfélagsins. Svartur listi væri stórt skref í þá átt.0 Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Stjórnarkjöri lýkur 13. mars næstkomandi kl. 12.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun