„Verður ekki aftur snúið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 23:30 Jón Arnór Stefánsson þekkir vel þörfina fyrir nýja þjóðarhöll. vísir/Arnar Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. Fjölmennt var í Laugardalshöll í dag er tilkynnt var um að auglýsing um útboð hefði verið send út um gjörvallt EES-svæðið. Jón Arnór Stefánsson var á meðal þeirra sem tók til máls en hann er formaður Þjóðarhallar ehf. Hann einn besti körfuboltamaður í sögu þjóðar og þekkja fáir betur en hann þörfina á nýrri höll. „Eins mikið og okkur þykir auðvitað vænt um þessa Laugardalshöll, þetta glæsilega mannvirki, sem hefur þjónað þjóðinni vel þá uppfyllir hún engan veginn kröfur sem eru gerðar í alþjóðakeppni,“ „Við eigum það skilið, afreksíþróttafólkið okkar og landsliðin, að spila sína heimaleiki hér á Íslandi. Ég held það hafi enginn áhuga á því að sækja heimaleiki Íslands eitthvað annað,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Þetta er mjög brýnt og mikilvægt verkefni.“ En hvaða þýðingu hefur skrefið sem tekið var í dag? „Þetta eru risastór tímamót vegna þess að það er búið auglýsa forval fyrir samkeppnisútboð. Þá er þetta ferli farið af stað og verður ekki aftur snúið. Þetta eru ákveðin tímamót. Það er eitthvað gerast í þessu verkefni, sem hefur verið stopp svolítið lengi, það er ástæðan fyrir því að maður tekur svoleiðis til orða,“ segir Jón Arnór. Ásmundur Einar Daðason er staðráðinn í að sjá nýja þjóðarhöll byrja að rísa á næsta ári, og að allt verði klárt fyrir HM í handbolta 2029 eða 2031.vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir að stefnt sé að því að ná samkomulagi við endanlegan hönnunar- og framkvæmdaraðila í lok árs. „Nú er auglýst þetta forval og svo er gert ráð fyrir því að í sumar séu valin teymin sem munu taka þátt í því að skila inn tillögu um hönnun þessa mannvirkis og gera tilboð í það. Í byrjun nýs árs verði valinn og gengið frá samningum við aðila um þetta. Þá geti framkvæmd hafist á því ári. Þetta eru mikil tímamót,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála. Fjármálaráðherra mætti og sýndi stuðning Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, var ekki á meðal auglýstra framsögumanna í boði á blaðamannafundinn en hún var mætt á svæðið og tók til máls. Hún lýsti formlega yfir stuðningi ráðuneytisins við verkefnið. Slík yfirlýsing hefur ekki komið úr fjármálaráðuneytinu í ferlinu sem stendur yfir. En hvenær verður svo fyrsta skóflustungan? „Við erum að stefna að því að skóflustungan verði árið 2025. Auðvitað gætu aðstæður komið upp sem eru óviðráðanlegar þannig að þetta muni eitthvað teygjast. En við erum að setja stefnuna á verklok í lok árs 2027 eða ársbyrjun 2028,“ segir Jón Arnór. Körfubolti Handbolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Fjölmennt var í Laugardalshöll í dag er tilkynnt var um að auglýsing um útboð hefði verið send út um gjörvallt EES-svæðið. Jón Arnór Stefánsson var á meðal þeirra sem tók til máls en hann er formaður Þjóðarhallar ehf. Hann einn besti körfuboltamaður í sögu þjóðar og þekkja fáir betur en hann þörfina á nýrri höll. „Eins mikið og okkur þykir auðvitað vænt um þessa Laugardalshöll, þetta glæsilega mannvirki, sem hefur þjónað þjóðinni vel þá uppfyllir hún engan veginn kröfur sem eru gerðar í alþjóðakeppni,“ „Við eigum það skilið, afreksíþróttafólkið okkar og landsliðin, að spila sína heimaleiki hér á Íslandi. Ég held það hafi enginn áhuga á því að sækja heimaleiki Íslands eitthvað annað,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Þetta er mjög brýnt og mikilvægt verkefni.“ En hvaða þýðingu hefur skrefið sem tekið var í dag? „Þetta eru risastór tímamót vegna þess að það er búið auglýsa forval fyrir samkeppnisútboð. Þá er þetta ferli farið af stað og verður ekki aftur snúið. Þetta eru ákveðin tímamót. Það er eitthvað gerast í þessu verkefni, sem hefur verið stopp svolítið lengi, það er ástæðan fyrir því að maður tekur svoleiðis til orða,“ segir Jón Arnór. Ásmundur Einar Daðason er staðráðinn í að sjá nýja þjóðarhöll byrja að rísa á næsta ári, og að allt verði klárt fyrir HM í handbolta 2029 eða 2031.vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir að stefnt sé að því að ná samkomulagi við endanlegan hönnunar- og framkvæmdaraðila í lok árs. „Nú er auglýst þetta forval og svo er gert ráð fyrir því að í sumar séu valin teymin sem munu taka þátt í því að skila inn tillögu um hönnun þessa mannvirkis og gera tilboð í það. Í byrjun nýs árs verði valinn og gengið frá samningum við aðila um þetta. Þá geti framkvæmd hafist á því ári. Þetta eru mikil tímamót,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála. Fjármálaráðherra mætti og sýndi stuðning Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, var ekki á meðal auglýstra framsögumanna í boði á blaðamannafundinn en hún var mætt á svæðið og tók til máls. Hún lýsti formlega yfir stuðningi ráðuneytisins við verkefnið. Slík yfirlýsing hefur ekki komið úr fjármálaráðuneytinu í ferlinu sem stendur yfir. En hvenær verður svo fyrsta skóflustungan? „Við erum að stefna að því að skóflustungan verði árið 2025. Auðvitað gætu aðstæður komið upp sem eru óviðráðanlegar þannig að þetta muni eitthvað teygjast. En við erum að setja stefnuna á verklok í lok árs 2027 eða ársbyrjun 2028,“ segir Jón Arnór.
Körfubolti Handbolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira