„Hjartað í liðinu“ braut sköflunginn í Höllinni Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 17:59 Bæði Selfyssingar og Stjörnufólk fóru strax að huga að Kötlu Maríu þegar hún meiddist í gær. vísir/Anton Það var strax ljóst að Katla María Magnúsdóttir hefði meiðst alvarlega þegar hún lá eftir óvíg, og augljóslega sárkvalin, í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta í gærkvöld. Katla María hafði átt frábæran leik fyrir Selfoss og skorað fjögur mörk gegn Stjörnunni í gær þegar hún lenti afar illa eftir skottilraun, á tuttugustu mínútu. Selfoss var þá yfir, 9-7. Nú er komið í ljós að Katla María braut sköflunginn en þetta staðfesti Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, í samtali við mbl.is. Í frétt handbolta.is segir að Katla María hafi einnig farið úr vinstri ökklalið. Þar sem Katla María lá óvíg á vellinum virtist enginn lengur hugsa um sætið í bikarúrslitaleiknum, sem í boði var, og þusti bæði Stjörnufólk og Selfyssingar að til að huga að henni. Nokkuð hlé var á leiknum áður en Katla María var borin af velli og klöppuðu allir í Höllinni vel henni til stuðnings þegar hún yfirgaf svæðið. Spilað hverja mínútu og verið hjartað í liðinu Án Kötlu Maríu náði 1. deildarlið Selfoss engu að síður að gefa Stjörnunni háspennuleik sem fór í framlengingu en þar hafði Stjarnan að lokum betur, með minnsta mun, 26-25. Stjarnan mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Eyþór þjálfari sagði í viðtali við Vísi strax eftir leik í gærkvöld að það hefði verið áfall fyrir alla að horfa upp á Kötlu Maríu meiðast svo alvarlega. „Katla María hefur spilað með þessu liði í 18 mánuði og spilað hverja einustu mínútu þar sem hún hefur verið hjartað í liðinu. Að þetta hafi gerst á þessu sviði eru gríðarleg vonbrigði fyrir hana sérstaklega. Ég hef ekki heyrt neitt en ég sá þetta og þetta leit ekki vel út.“ Powerade-bikarinn UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Katla María hafði átt frábæran leik fyrir Selfoss og skorað fjögur mörk gegn Stjörnunni í gær þegar hún lenti afar illa eftir skottilraun, á tuttugustu mínútu. Selfoss var þá yfir, 9-7. Nú er komið í ljós að Katla María braut sköflunginn en þetta staðfesti Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, í samtali við mbl.is. Í frétt handbolta.is segir að Katla María hafi einnig farið úr vinstri ökklalið. Þar sem Katla María lá óvíg á vellinum virtist enginn lengur hugsa um sætið í bikarúrslitaleiknum, sem í boði var, og þusti bæði Stjörnufólk og Selfyssingar að til að huga að henni. Nokkuð hlé var á leiknum áður en Katla María var borin af velli og klöppuðu allir í Höllinni vel henni til stuðnings þegar hún yfirgaf svæðið. Spilað hverja mínútu og verið hjartað í liðinu Án Kötlu Maríu náði 1. deildarlið Selfoss engu að síður að gefa Stjörnunni háspennuleik sem fór í framlengingu en þar hafði Stjarnan að lokum betur, með minnsta mun, 26-25. Stjarnan mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Eyþór þjálfari sagði í viðtali við Vísi strax eftir leik í gærkvöld að það hefði verið áfall fyrir alla að horfa upp á Kötlu Maríu meiðast svo alvarlega. „Katla María hefur spilað með þessu liði í 18 mánuði og spilað hverja einustu mínútu þar sem hún hefur verið hjartað í liðinu. Að þetta hafi gerst á þessu sviði eru gríðarleg vonbrigði fyrir hana sérstaklega. Ég hef ekki heyrt neitt en ég sá þetta og þetta leit ekki vel út.“
Powerade-bikarinn UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti