Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. mars 2024 18:01 Asma al Assar er meðal þeirra sem bíða eftirvæntingarfull fjölskyldu sinnar frá Gasa. Vísir/Vilhelm Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. Á áttunda tug Gasabúa fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrr í vikunni. Bjarni Benediktsson átti símafund með starfsbróður sínum í Ísrael, honum Israel Katz, til að flýta fyrir afgreiðslu málsins. Abdulla er meðal þeirra sem bíða spennt eftir fjölskyldumeðlimum og hann segist vera mjög spenntur fyrir því að gefa bróður sínum sem hann hefur aldrei séð áður stórt knús. „Jú, fimm ár hef ég ekki séð þau. Öll fjölskyldan er núna komin nema pabbi minn. Pabbi minn er núna í Gasa og kannski kemur hann í næstu viku,“ segir hann. „Ég get ekki beðið. Ég er búinn að bíða í fimm ár og nú ég get ekki beðið í fimm klukkutíma.“ Mahmoud al Saiqali er annar og hann bíður með stærðarinnar blómvönd í höndunum handa eiginkonu sinni. Hann hefur beðið hennar og barna þeirra í sex ár og segist mjög spenntur. Asma al Assar er önnur en hún talaði við fréttamann ásamt yngri systur sinni í sínu fínasta pússi. Hún á von á foreldrum sínum og bræðrum og þær segjast vera mjög spenntar að sjá þau. Biðin hafi verið þeim erfið og þær hafi verið mjög áhyggjufullar. „Ég er svo hamingjusöm,“ segir Asma. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Á áttunda tug Gasabúa fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrr í vikunni. Bjarni Benediktsson átti símafund með starfsbróður sínum í Ísrael, honum Israel Katz, til að flýta fyrir afgreiðslu málsins. Abdulla er meðal þeirra sem bíða spennt eftir fjölskyldumeðlimum og hann segist vera mjög spenntur fyrir því að gefa bróður sínum sem hann hefur aldrei séð áður stórt knús. „Jú, fimm ár hef ég ekki séð þau. Öll fjölskyldan er núna komin nema pabbi minn. Pabbi minn er núna í Gasa og kannski kemur hann í næstu viku,“ segir hann. „Ég get ekki beðið. Ég er búinn að bíða í fimm ár og nú ég get ekki beðið í fimm klukkutíma.“ Mahmoud al Saiqali er annar og hann bíður með stærðarinnar blómvönd í höndunum handa eiginkonu sinni. Hann hefur beðið hennar og barna þeirra í sex ár og segist mjög spenntur. Asma al Assar er önnur en hún talaði við fréttamann ásamt yngri systur sinni í sínu fínasta pússi. Hún á von á foreldrum sínum og bræðrum og þær segjast vera mjög spenntar að sjá þau. Biðin hafi verið þeim erfið og þær hafi verið mjög áhyggjufullar. „Ég er svo hamingjusöm,“ segir Asma.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum