Stöð 2 Sport
Lengjubikar kvenna heldur áfram og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Keflvíkingum gengur að eiga við Breiðablik, klukkan 11. Keflavík verður einnig á ferðinni kl. 15, en þá í körfubolta, þegar liðið mætir Stjörnunni í Subway-deildinni.
Stöð 2 Sport 2
Í ítalska fótboltanum sækir topplið Inter lið Bologna heim klukkan 17 en heimamenn eru í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Stöð 2 Sport 5
FH og Þór/KA hafa byrjað vel í Lengjubikar kvenna og mætast í beinni útsendingu klukkan 14.
Vodafone Sport
Glódís Perla Viggósdóttir verður á ferðinni með Bayern München gegn Frankfurt í mikilvægum slag í titilbaráttunni í Þýskalandi. Bayern er með naumt forskot á Wolfsburg á toppnum en Frankfurt er í 3. sætinu. Leikurinn hefst klukkan 12.
Bein útsending frá Formúlu 1 kappakstrinum í Sádi-Arabíu hefst svo klukkan 16:30, og um kvöldið er pílumótið Belgian Darts Open og LET-golfmótið Aramco Team Series.
Hér má finna upplýsingar um beinar útsendingar í dag og næstu daga.