Hundóánægðir bændur með reglugerð um sjálfbæra nýtingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2024 14:30 Kristinn Guðnason í Skarði í Landsveit, sem trúir ekki að reglugerðin um sjálfbæra nýtingu lands fari í gegnum stjórnkerfið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur landsins og fjölmargar sveitarstjórnir vítt og breitt um landið eru hundóánægðar með reglugerð úr samráðsgátt stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu í samræmi við markmikið laga um landgræðslu. Nái reglugerðin fram að ganga sé nánast gengið að sauðfjárbúskap dauðum. Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu þegar landgræðsla er annars vegar. Nokkrar sveitarstjórnir hafa mótmælt reglugerðinni og þá virðist almenn óánægja hjá bændum með reglugerðina. Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit er til dæmis mjög óánægð. „Það sem er svo skrýtið, þetta virðist vera ein stefna á þessa beitarnýtingu, það er alltaf hert og hert á þeim kröfum og svo bara rétt minnst á hitt. Við vitum alveg sem nýtum Landmannaafrétt að við erum alveg að standa okkur mjög vel og við erum alltaf að græða upp og stýrum beitinni mjög vel,” segir Guðlaug Berglind. Og Guðlaug Berglind segir að það sé ekki íslenska sauðkindinni að kenna sé land skemmt eins og á Landmannaafrétti, það sé mikil umferð fólks á afréttinum, sem sé um að kenna. Það sé varla minnst á það í reglugerðinni. „Þessi reglugerð er náttúrulega bara ótæk og það eru bara mikil að þetta skuli koma svona illa framsett, búið að reka þetta einu sinni til baka, nú kemur þetta, það er beðið um umsagnir en kannski að því að, nú getur ráðherra bara samþykkti þetta ef honum sýnist,” bætir Guðlaug Berglind við. Guðlaug Berglind, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit, sem segir reglugerðina ótæka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Skarði er líka mjög ósáttur við reglugerðardrögin um sjálfbæru landnýtinguna. „Við höfum unnið eftir landbótaáætlunum frá Landgræðslunni og gert yfirleitt betur en þær segja til um og okkur finnst hlutirnir vera bara í góðu lagi hjá okkur. Það hljóta allir að sjá það ef það á að vera viðmið á Íslandi að það megi helst ekki beita land í 30% halla þá hlýtur það bara að vera að segja það að við eigum nánast að hætta að búa á Íslandi,” segir Kristinn. Og þar með sé til dæmis út um sauðfjárbúskap í landinu ef ekki megi beita landið. „Ég trúi ekki að þetta fari í gegn,” bætir Kristinn við. Réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu þegar landgræðsla er annars vegar. Nokkrar sveitarstjórnir hafa mótmælt reglugerðinni og þá virðist almenn óánægja hjá bændum með reglugerðina. Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit er til dæmis mjög óánægð. „Það sem er svo skrýtið, þetta virðist vera ein stefna á þessa beitarnýtingu, það er alltaf hert og hert á þeim kröfum og svo bara rétt minnst á hitt. Við vitum alveg sem nýtum Landmannaafrétt að við erum alveg að standa okkur mjög vel og við erum alltaf að græða upp og stýrum beitinni mjög vel,” segir Guðlaug Berglind. Og Guðlaug Berglind segir að það sé ekki íslenska sauðkindinni að kenna sé land skemmt eins og á Landmannaafrétti, það sé mikil umferð fólks á afréttinum, sem sé um að kenna. Það sé varla minnst á það í reglugerðinni. „Þessi reglugerð er náttúrulega bara ótæk og það eru bara mikil að þetta skuli koma svona illa framsett, búið að reka þetta einu sinni til baka, nú kemur þetta, það er beðið um umsagnir en kannski að því að, nú getur ráðherra bara samþykkti þetta ef honum sýnist,” bætir Guðlaug Berglind við. Guðlaug Berglind, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit, sem segir reglugerðina ótæka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Skarði er líka mjög ósáttur við reglugerðardrögin um sjálfbæru landnýtinguna. „Við höfum unnið eftir landbótaáætlunum frá Landgræðslunni og gert yfirleitt betur en þær segja til um og okkur finnst hlutirnir vera bara í góðu lagi hjá okkur. Það hljóta allir að sjá það ef það á að vera viðmið á Íslandi að það megi helst ekki beita land í 30% halla þá hlýtur það bara að vera að segja það að við eigum nánast að hætta að búa á Íslandi,” segir Kristinn. Og þar með sé til dæmis út um sauðfjárbúskap í landinu ef ekki megi beita landið. „Ég trúi ekki að þetta fari í gegn,” bætir Kristinn við. Réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira