Boltinn hjá Seðlabanka, fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 16:41 Kristján Þórður Snæbjarnarson segir alla þurfa að vera samstíga til að markmið viðræðnanna gangi eftir. Vísir/Ívar Samningur fagfélaganna við Samtök atvinnulífsins var undirritaður í dag og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að allir þurfi að vera samstíga og að boltinn sé nú hjá Seðlabanka, fyrirtækjum landsins, ríki og sveitarfélögum. Kristján segir samninginn vera mjög samhljóða þeim sem breiðfylking Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar skrifaði undir fyrr í vikunni. Fagfélögin hafi verið við samningaborðið síðan í desember og því haft áhrif á stefnu samninganna varðandi launaliðinn og fleira. Það sem helst greinir þeirra samning frá samningi breiðfylkingarinnar séu orlofsdagar sem þeim tókst að tryggja sínu fólki ásamt breytingu á yfirvinnu. „Það eru fjölmörg atriði þarna sem skipta máli en auðvitað erum við líka að leggja okkar lóð á vogarskálirnar að reyna að ná tökum á því ástandi sem hefur verið í okkar samfélagi,“ segir Kristján. Hann segir samninginn vera tímamótasamning fyrir tæknifólk vegna þess að ekki hafi verið almennur samningur í gildi fyrir þá stétt. Það sé stórt skref sem hefur verið í vinnslu í mörg ár. „Það sem skiptir mestu máli er að ná að auka kaupmátt launa okkar fólks og tryggja þeim hækkanir. Síðan skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fólkið að vextir muni lækka hér á landi og verðbólga. Það er auðvitað inntakið sem mun skipta máli,“ segir Kristján. „Boltinn er hjá Seðlabanka, fyrirtækjum í landinu, ríki og sveitarfélögum að halda aftur af gjaldskrám og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Það er auðvitað það sem skiptir öllu máli. Við sendum boltann yfir þangað.“ Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn um að þau muni taka við boltanum segir hann mikilvægt að fólk taki höndum saman og stigi þessi skref með sér. „Það er það sem verður að gerast. Annars mun ekki ríkja sátt um hvernig samfélagi við viljum búa í. Við fórum eins langt og mögulegt var við þessar aðstæður,“ segir Kristján. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Kristján segir samninginn vera mjög samhljóða þeim sem breiðfylking Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar skrifaði undir fyrr í vikunni. Fagfélögin hafi verið við samningaborðið síðan í desember og því haft áhrif á stefnu samninganna varðandi launaliðinn og fleira. Það sem helst greinir þeirra samning frá samningi breiðfylkingarinnar séu orlofsdagar sem þeim tókst að tryggja sínu fólki ásamt breytingu á yfirvinnu. „Það eru fjölmörg atriði þarna sem skipta máli en auðvitað erum við líka að leggja okkar lóð á vogarskálirnar að reyna að ná tökum á því ástandi sem hefur verið í okkar samfélagi,“ segir Kristján. Hann segir samninginn vera tímamótasamning fyrir tæknifólk vegna þess að ekki hafi verið almennur samningur í gildi fyrir þá stétt. Það sé stórt skref sem hefur verið í vinnslu í mörg ár. „Það sem skiptir mestu máli er að ná að auka kaupmátt launa okkar fólks og tryggja þeim hækkanir. Síðan skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fólkið að vextir muni lækka hér á landi og verðbólga. Það er auðvitað inntakið sem mun skipta máli,“ segir Kristján. „Boltinn er hjá Seðlabanka, fyrirtækjum í landinu, ríki og sveitarfélögum að halda aftur af gjaldskrám og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Það er auðvitað það sem skiptir öllu máli. Við sendum boltann yfir þangað.“ Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn um að þau muni taka við boltanum segir hann mikilvægt að fólk taki höndum saman og stigi þessi skref með sér. „Það er það sem verður að gerast. Annars mun ekki ríkja sátt um hvernig samfélagi við viljum búa í. Við fórum eins langt og mögulegt var við þessar aðstæður,“ segir Kristján.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira