Gæsluvarðhald staðfest: „Gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 19:13 Einn hinna handteknu á leið inn í Héraðsdóm Reykjavíkur á miðvikudag. vísir Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir sex sakborningum sem grunaðir eru um aðild að mansali, peningaþvætti og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Sem stendur eru níu sakborningar í málinu og mögulegt að þeir verði fleiri. Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í vikunni vegna málsins. Átta voru handteknir og einn sakborningur bættist við í gær. Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á fimmtudaginn fyrir héraðsdómi, og nú hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Elín Agnes segir að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Þrír karlar og þrjár konur eru í gæsluvarðhaldi en Elín Agnes vill ekki gefa upp hvers kyns hinir þrír sakborningarnir eru. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðunum. Staðirnir koma ekki til með að opna aftur, að sögn Elínar Agnesar. Í aðgerðunum var notast við fíkniefnahunda. „Það var í raun formsatriði, það fundust engin fíkniefni á þessum stöðum. Samt sem áður eru ákveðnir þættir í skoðun hvað það varðar,“ bætir Elín Agnes við. Fram hefur komið að grunur hafi verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi um þónokkurt skeið. Spurð hvers vegna ráðist hafi verið í aðgerðir nú segir Elín Agnes: „Það hefur tekið tíma að safna þessu saman, fá fólk að borðinu, fá hagaðila með okkur í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem er ákveðið á einni viku, langt því frá. Hér eru gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki.“ Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í vikunni vegna málsins. Átta voru handteknir og einn sakborningur bættist við í gær. Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á fimmtudaginn fyrir héraðsdómi, og nú hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Elín Agnes segir að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Þrír karlar og þrjár konur eru í gæsluvarðhaldi en Elín Agnes vill ekki gefa upp hvers kyns hinir þrír sakborningarnir eru. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðunum. Staðirnir koma ekki til með að opna aftur, að sögn Elínar Agnesar. Í aðgerðunum var notast við fíkniefnahunda. „Það var í raun formsatriði, það fundust engin fíkniefni á þessum stöðum. Samt sem áður eru ákveðnir þættir í skoðun hvað það varðar,“ bætir Elín Agnes við. Fram hefur komið að grunur hafi verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi um þónokkurt skeið. Spurð hvers vegna ráðist hafi verið í aðgerðir nú segir Elín Agnes: „Það hefur tekið tíma að safna þessu saman, fá fólk að borðinu, fá hagaðila með okkur í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem er ákveðið á einni viku, langt því frá. Hér eru gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki.“
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira