Gæsluvarðhald staðfest: „Gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 19:13 Einn hinna handteknu á leið inn í Héraðsdóm Reykjavíkur á miðvikudag. vísir Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir sex sakborningum sem grunaðir eru um aðild að mansali, peningaþvætti og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Sem stendur eru níu sakborningar í málinu og mögulegt að þeir verði fleiri. Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í vikunni vegna málsins. Átta voru handteknir og einn sakborningur bættist við í gær. Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á fimmtudaginn fyrir héraðsdómi, og nú hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Elín Agnes segir að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Þrír karlar og þrjár konur eru í gæsluvarðhaldi en Elín Agnes vill ekki gefa upp hvers kyns hinir þrír sakborningarnir eru. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðunum. Staðirnir koma ekki til með að opna aftur, að sögn Elínar Agnesar. Í aðgerðunum var notast við fíkniefnahunda. „Það var í raun formsatriði, það fundust engin fíkniefni á þessum stöðum. Samt sem áður eru ákveðnir þættir í skoðun hvað það varðar,“ bætir Elín Agnes við. Fram hefur komið að grunur hafi verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi um þónokkurt skeið. Spurð hvers vegna ráðist hafi verið í aðgerðir nú segir Elín Agnes: „Það hefur tekið tíma að safna þessu saman, fá fólk að borðinu, fá hagaðila með okkur í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem er ákveðið á einni viku, langt því frá. Hér eru gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki.“ Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í vikunni vegna málsins. Átta voru handteknir og einn sakborningur bættist við í gær. Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á fimmtudaginn fyrir héraðsdómi, og nú hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Elín Agnes segir að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Þrír karlar og þrjár konur eru í gæsluvarðhaldi en Elín Agnes vill ekki gefa upp hvers kyns hinir þrír sakborningarnir eru. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðunum. Staðirnir koma ekki til með að opna aftur, að sögn Elínar Agnesar. Í aðgerðunum var notast við fíkniefnahunda. „Það var í raun formsatriði, það fundust engin fíkniefni á þessum stöðum. Samt sem áður eru ákveðnir þættir í skoðun hvað það varðar,“ bætir Elín Agnes við. Fram hefur komið að grunur hafi verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi um þónokkurt skeið. Spurð hvers vegna ráðist hafi verið í aðgerðir nú segir Elín Agnes: „Það hefur tekið tíma að safna þessu saman, fá fólk að borðinu, fá hagaðila með okkur í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem er ákveðið á einni viku, langt því frá. Hér eru gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki.“
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira