„Ég gat labbað og þá getur maður hlaupið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 09:00 Alexander Petersson varð bikarmeistari með Val um helgina og fær nú kærkomna hvíld, að minnsta kosti út þessa viku. Vísir/Dúi Alexander Petersson gat varla gengið, vegna ökklameiðsla, dagana fyrir bikarúrslitaleikinn í handbolta um helgina. Hann lét það ekki stöðva sig og stóð uppi sem sigurvegari með liði Vals. Alexander, sem er 43 ára gamall, tók fram skóna síðasta haust til að spila með Val og sér ekki eftir því. Eftir mörg verðlaun sem atvinnu- og landsliðsmaður, var bikarinn sem hann vann á laugardag sá fyrsti sem hann vinnur á Íslandi. „Ég er ekki búinn að sleppa honum [bikarnum] frá því á laugardaginn. Hann er alltaf hjá mér,“ segir Alexander. Útlitið ekki bjart eftir undanúrslitin Alexander meiddist í undanúrslitum bikarsins síðasta miðvikudag, og í raun með ólíkindum að hann hafi getað spilað á laugardaginn. Alexander, sem hafði auk þess skömmu áður meiðst í hné í Evrópuleik, hefur hins vegar fyrir löngu sannað fyrir þjóðinni að hann er mun harðari af sér en flestir. „Þetta leit ekki mjög vel út eftir leikinn á móti Stjörnunni. En svo hafði ég tvo daga á milli til að jafna mig. Ég tók pásu á fimmtudeginum en prófaði aðeins að hlaupa á föstudeginum. Svo tók ég bara þá ákvörðun að spila leikinn og gefa allt í það, og þetta virkað.“ En kom aldrei til greina að hætta við að spila? „Ef ég hefði ekki getað labbað, þá já. En ég gat labbað og þá getur maður hlaupið,“ segir Alexander sem kom þeim skilaboðum því til Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, að á ökklann skyldi reynt þegar leikurinn hæfist. Alexander bruddi verkjatöflur fyrir úrslitaleikinn en segist ekki óttast að líkaminn verði ónýtur þegar ferlinum lýkur. „Nei, nei. Ég gef bara allt í þetta sem ég er að gera. Allt sem kemur á eftir, það kemur bara á eftir. Ég fékk smá af verkjatöflum en svo byrja bara spennan og adrenalínið að kikka inn. Þá gleymir maður meiðslum og hugsar bara um leikinn og bikarinn.“ Meira með þjálfurunum í sigurpartýinu Alexander hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og EM, og á löngum ferli sem atvinnumaður í Þýskalandi, eftir að hafa spilað með Gróttu/KR hér á landi í kringum aldamótin þegar ferillinn var að hefjast. En hvernig var að vinna fyrsta titilinn hér á landi? „Þetta var svakalegt, eins og með alla bikara sem maður hefur unnið. Maður leggur mjög mikið á sig fyrir þá og á endanum, ef maður vinnur, þá er maður bara í skýjunum,“ en gat Alexander tekið þátt í sigurpartýi Valsara? „Já, að sjálfsögðu. Ég var nú meira með þjálfarateyminu, en þetta var mjög gaman og skemmtilegt að geta fagnað með kvennaflokknum líka og öllum hinum,“ sagði Alexander, sem er líklega nær þjálfurum Vals í aldri en mörgum samherja sinna. Benedikt getur komist mjög langt Besti maður Vals á laugardaginn var Benedikt Gunnar Óskarsson, sem skoraði sautján mörk, en það kom Alexander ekki á óvart. „Þetta er frábær leikmaður, og hann er bara á uppleið. Þessi strákur hefur alla möguleika á að komast mjög langt. Hann er með rétt hugarfar og er bara flottur. Ég óska honum góðs gengis í öllu sem hann gerir, og úti í atvinnumennskunni,“ segir Alexander, en Benedikt er einnig nýliði í landsliðshópnum sem spilar brátt tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra: „Hann er alveg tilbúinn í að prófa þetta aðeins, finna lyktina. Svo fer hann út til Noregs [til Kolstad í atvinnumennsku] sem mér finnst rétt skref fyrir hann, í stað þess að byrja strax í þýsku bundesligunni, á toppnum. Hann getur farið mjög langt.“ Valur Handbolti Powerade-bikarinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
Alexander, sem er 43 ára gamall, tók fram skóna síðasta haust til að spila með Val og sér ekki eftir því. Eftir mörg verðlaun sem atvinnu- og landsliðsmaður, var bikarinn sem hann vann á laugardag sá fyrsti sem hann vinnur á Íslandi. „Ég er ekki búinn að sleppa honum [bikarnum] frá því á laugardaginn. Hann er alltaf hjá mér,“ segir Alexander. Útlitið ekki bjart eftir undanúrslitin Alexander meiddist í undanúrslitum bikarsins síðasta miðvikudag, og í raun með ólíkindum að hann hafi getað spilað á laugardaginn. Alexander, sem hafði auk þess skömmu áður meiðst í hné í Evrópuleik, hefur hins vegar fyrir löngu sannað fyrir þjóðinni að hann er mun harðari af sér en flestir. „Þetta leit ekki mjög vel út eftir leikinn á móti Stjörnunni. En svo hafði ég tvo daga á milli til að jafna mig. Ég tók pásu á fimmtudeginum en prófaði aðeins að hlaupa á föstudeginum. Svo tók ég bara þá ákvörðun að spila leikinn og gefa allt í það, og þetta virkað.“ En kom aldrei til greina að hætta við að spila? „Ef ég hefði ekki getað labbað, þá já. En ég gat labbað og þá getur maður hlaupið,“ segir Alexander sem kom þeim skilaboðum því til Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, að á ökklann skyldi reynt þegar leikurinn hæfist. Alexander bruddi verkjatöflur fyrir úrslitaleikinn en segist ekki óttast að líkaminn verði ónýtur þegar ferlinum lýkur. „Nei, nei. Ég gef bara allt í þetta sem ég er að gera. Allt sem kemur á eftir, það kemur bara á eftir. Ég fékk smá af verkjatöflum en svo byrja bara spennan og adrenalínið að kikka inn. Þá gleymir maður meiðslum og hugsar bara um leikinn og bikarinn.“ Meira með þjálfurunum í sigurpartýinu Alexander hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og EM, og á löngum ferli sem atvinnumaður í Þýskalandi, eftir að hafa spilað með Gróttu/KR hér á landi í kringum aldamótin þegar ferillinn var að hefjast. En hvernig var að vinna fyrsta titilinn hér á landi? „Þetta var svakalegt, eins og með alla bikara sem maður hefur unnið. Maður leggur mjög mikið á sig fyrir þá og á endanum, ef maður vinnur, þá er maður bara í skýjunum,“ en gat Alexander tekið þátt í sigurpartýi Valsara? „Já, að sjálfsögðu. Ég var nú meira með þjálfarateyminu, en þetta var mjög gaman og skemmtilegt að geta fagnað með kvennaflokknum líka og öllum hinum,“ sagði Alexander, sem er líklega nær þjálfurum Vals í aldri en mörgum samherja sinna. Benedikt getur komist mjög langt Besti maður Vals á laugardaginn var Benedikt Gunnar Óskarsson, sem skoraði sautján mörk, en það kom Alexander ekki á óvart. „Þetta er frábær leikmaður, og hann er bara á uppleið. Þessi strákur hefur alla möguleika á að komast mjög langt. Hann er með rétt hugarfar og er bara flottur. Ég óska honum góðs gengis í öllu sem hann gerir, og úti í atvinnumennskunni,“ segir Alexander, en Benedikt er einnig nýliði í landsliðshópnum sem spilar brátt tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra: „Hann er alveg tilbúinn í að prófa þetta aðeins, finna lyktina. Svo fer hann út til Noregs [til Kolstad í atvinnumennsku] sem mér finnst rétt skref fyrir hann, í stað þess að byrja strax í þýsku bundesligunni, á toppnum. Hann getur farið mjög langt.“
Valur Handbolti Powerade-bikarinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti