Lingard-æði í Suður-Kóreu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2024 19:16 Jesse Lingard er mættur til Suður-Kóreu. MB Media/Getty Images Knattspyrnuferill Jesse Lingard var á hraðri niðurleið undir lok síðasta árs. Ekkert lið vildi semja við þennan 31 árs gamla sóknarþenkjandi leikmann og það virtist sem eini möguleikinn væri að setja skóna upp á hillu. Það er þangað til það barst tilboð frá Suður-Kóreu. Lingard er uppalinn hjá Manchester United og átti að mörgu leyti fínan feril með liðinu. Hann var einnig lánaður hingað og þangað en skipti endanlega til Nottingham Forest fyrir síðustu leiktíð. Hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar þó svo að Forest hafi haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Síðan gekk allt á afturfótunum hjá Lingard, það er þangað til hann samdi við FC Seúl í Suður-Kóreu í upphafi þessa árs. Síðan hefur Lingard-æði gripið um sig í landinu. 'The Lingard Zone' selling only No 10 shirts Tickets gone in 2mins 30secs Average attendance doubled FC Seoul's YouTube channel viewing figures up 800%Jesse Lingard might be a forgotten man in England but he is box office in South Korea, as @stujames75 witnessed....— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 11, 2024 Í aðdraganda fyrsta heimaleiks Lingard með FC Seúl var sett upp svokallað „The Lingard Zone“ fyrir utan heimavöll liðsins. Markmiðið var að reyna anna eftirspurn á varningi tengdum Lingard. Þá aðallega treyjum með nafni hans og númerinu 10 á bakinu. Fólk var mætt í röð fjórum tímum áður en leikurinn hófst. FC Seúl hafði mætt Gwangju á útivelli í 1. umferð deildarinnar, þar seldust allir 7805 miðarnir upp á tveimur og hálfri mínútu. Í fyrsta heimaleiknum – þar sem vitað var að Lingard myndi ekki byrja út af skorti á leikæfingu – voru samtals nærri 52 þúsund manns mætt. Það eru tvöfalt fleiri en voru að meðaltali á leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Over 50,000 fans showed up to watch Jesse Lingard s FC Seoul debut on Sunday pic.twitter.com/2pnMXVsIvu— B/R Football (@brfootball) March 11, 2024 The Athletic var á staðnum til að fjalla um Lingard-æðið. Þar segir einnig að áhorf á Youtube-rás félagsins hafi aukist um 800 prósent. Þá er FC Seúl fyrsta liðið í K-League, efstu deild landsins, til að vera með fleiri en 100 þúsund áskrifendur á Youtube. Því miður fyrir FC Seúl, sem er að flestra mati stærsta lið Suður-Kóreu, þá gerði liðið markalaust jafntefli við Incheon United í fyrsta heimaleik Lingards. Að þessu sinni lék Englendingurinn 60 mínútur en í 2-0 tapinu gegn Gwangju lék hann aðeins 13 og fékk gult spjald í uppbótartíma. Næst er bara að spila heilan leik og ná í eins og einn sigur áður en illa fer. Fótbolti Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Lingard er uppalinn hjá Manchester United og átti að mörgu leyti fínan feril með liðinu. Hann var einnig lánaður hingað og þangað en skipti endanlega til Nottingham Forest fyrir síðustu leiktíð. Hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar þó svo að Forest hafi haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Síðan gekk allt á afturfótunum hjá Lingard, það er þangað til hann samdi við FC Seúl í Suður-Kóreu í upphafi þessa árs. Síðan hefur Lingard-æði gripið um sig í landinu. 'The Lingard Zone' selling only No 10 shirts Tickets gone in 2mins 30secs Average attendance doubled FC Seoul's YouTube channel viewing figures up 800%Jesse Lingard might be a forgotten man in England but he is box office in South Korea, as @stujames75 witnessed....— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 11, 2024 Í aðdraganda fyrsta heimaleiks Lingard með FC Seúl var sett upp svokallað „The Lingard Zone“ fyrir utan heimavöll liðsins. Markmiðið var að reyna anna eftirspurn á varningi tengdum Lingard. Þá aðallega treyjum með nafni hans og númerinu 10 á bakinu. Fólk var mætt í röð fjórum tímum áður en leikurinn hófst. FC Seúl hafði mætt Gwangju á útivelli í 1. umferð deildarinnar, þar seldust allir 7805 miðarnir upp á tveimur og hálfri mínútu. Í fyrsta heimaleiknum – þar sem vitað var að Lingard myndi ekki byrja út af skorti á leikæfingu – voru samtals nærri 52 þúsund manns mætt. Það eru tvöfalt fleiri en voru að meðaltali á leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Over 50,000 fans showed up to watch Jesse Lingard s FC Seoul debut on Sunday pic.twitter.com/2pnMXVsIvu— B/R Football (@brfootball) March 11, 2024 The Athletic var á staðnum til að fjalla um Lingard-æðið. Þar segir einnig að áhorf á Youtube-rás félagsins hafi aukist um 800 prósent. Þá er FC Seúl fyrsta liðið í K-League, efstu deild landsins, til að vera með fleiri en 100 þúsund áskrifendur á Youtube. Því miður fyrir FC Seúl, sem er að flestra mati stærsta lið Suður-Kóreu, þá gerði liðið markalaust jafntefli við Incheon United í fyrsta heimaleik Lingards. Að þessu sinni lék Englendingurinn 60 mínútur en í 2-0 tapinu gegn Gwangju lék hann aðeins 13 og fékk gult spjald í uppbótartíma. Næst er bara að spila heilan leik og ná í eins og einn sigur áður en illa fer.
Fótbolti Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira