Hallærislegt hjá Krónunni Ólafur Hauksson skrifar 12. mars 2024 10:00 Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. Engu að síður fékk Wok On að selja viðskiptavinum Krónunnar vægast sagt vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögreglan gerði rassíuna hjá eiganda Wok On þann 5. mars síðastliðinn. Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur. Ásta segir í viðtalinu við Morgunblaðið að þegar fréttist af ólöglegum matvælalager eiganda Wok On (í október) hafi Krónan viljað slíta samstarfinu. „En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað stöðunum þegar við vildum, sem er mjög miður,“ segir forstjórinn. Með öðrum orðum, Krónan taldi hagstæðara að fórna orðspori sínu og stefna heilsu viðskiptavina í hættu en þurfa kannski að borga skaðabætur. Skeytingarleysi um verðmætt vörumerki Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur. Fyrirtækið hafði ekki afskipti af þeim matsölustöðum sem voru að selja heitan mat inni í verslunum fyrirtækisins og þarmeð undir merkjum þess. Það kom forráðamönnum Krónunnar á óvart að Heilbrigðiseftirlitið skyldi gefa Wok On stöðum Krónunnar hauskúpu fyrir óþrifnað og hættulega meðferð matvæla. Hverskonar skeytingarleysi er þetta um það verðmæta vörumerki sem Krónan er? Þann 11. október síðastliðinn sendi viðskiptavinur fyrirspurn gegnum Messenger um tengsl Krónunnar við Wok On eftir fréttaflutning um hinn ógeðslega matvæla- og rottulager Quang Le, eiganda Wok On. Svona var svarað af hálfu Krónunnar: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tengist umræddur eigandi ekki Wok On ehf. sem rekur þá staði sem starfræktir eru innan Krónunnar. Sá aðili sem tengist umræddu máli Davíð Viðarsson, á 40% í Wok On Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði. Félagið hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri þeirra staða. Við hjá Krónunni munum að sjálfsögðu fylgjast með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og stöðu mála á umræddu atviki og bregðast við ef þörf er á.“ Þetta svar rímar illa við þá fullyrðingu Ástu Fjeldsted að Krónan hafi strax eftir rassíuna á matvælalagernum í október viljað segja upp samningum við Wok On. Ef Quang Le/Davíð Viðarsson tengdist Wok On hjá Krónunni ekkert, hvers vegna þótti ástæða til að slíta samningum sem allra fyrst? Hvað vissi Krónan um tengsl Quang Le við Wok On staðina í Krónunni? Það er líka sérkennilegt að sjá Krónuna fullyrða að fylgst verði með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á rottulagernum, en hafa enga hugmynd um hauskúpuna sem þetta sama heilbrigðiseftirlit veitti matsölustöðum innan veggja Krónunnar. Höfundur er hluthafi í Festi hf., móðurfélagi Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Festi Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. Engu að síður fékk Wok On að selja viðskiptavinum Krónunnar vægast sagt vafasaman mat í fjóra mánuði til viðbótar, allt þar til lögreglan gerði rassíuna hjá eiganda Wok On þann 5. mars síðastliðinn. Skýring Ástu Fjeldsted, forstjóra Festis, er að Krónan hafi ekki getað lokað stöðunum fyrr vegna þess að þá væri fyrirtækið skaðabótaskylt. Þetta er ótrúlega hallærislegt. Krónan valdi semsagt að setja viðskiptavini í þá hættu að fá matareitrun og þaðan af verra frekar en þurfa að borga mögulegar skaðabætur. Ásta segir í viðtalinu við Morgunblaðið að þegar fréttist af ólöglegum matvælalager eiganda Wok On (í október) hafi Krónan viljað slíta samstarfinu. „En þar sem fyrirtækið var með 12 mánaða uppsagnarákvæði gátum við ekki lokað stöðunum þegar við vildum, sem er mjög miður,“ segir forstjórinn. Með öðrum orðum, Krónan taldi hagstæðara að fórna orðspori sínu og stefna heilsu viðskiptavina í hættu en þurfa kannski að borga skaðabætur. Skeytingarleysi um verðmætt vörumerki Aumingjagangur Krónunnar er ótrúlegur. Fyrirtækið hafði ekki afskipti af þeim matsölustöðum sem voru að selja heitan mat inni í verslunum fyrirtækisins og þarmeð undir merkjum þess. Það kom forráðamönnum Krónunnar á óvart að Heilbrigðiseftirlitið skyldi gefa Wok On stöðum Krónunnar hauskúpu fyrir óþrifnað og hættulega meðferð matvæla. Hverskonar skeytingarleysi er þetta um það verðmæta vörumerki sem Krónan er? Þann 11. október síðastliðinn sendi viðskiptavinur fyrirspurn gegnum Messenger um tengsl Krónunnar við Wok On eftir fréttaflutning um hinn ógeðslega matvæla- og rottulager Quang Le, eiganda Wok On. Svona var svarað af hálfu Krónunnar: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tengist umræddur eigandi ekki Wok On ehf. sem rekur þá staði sem starfræktir eru innan Krónunnar. Sá aðili sem tengist umræddu máli Davíð Viðarsson, á 40% í Wok On Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði. Félagið hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri þeirra staða. Við hjá Krónunni munum að sjálfsögðu fylgjast með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og stöðu mála á umræddu atviki og bregðast við ef þörf er á.“ Þetta svar rímar illa við þá fullyrðingu Ástu Fjeldsted að Krónan hafi strax eftir rassíuna á matvælalagernum í október viljað segja upp samningum við Wok On. Ef Quang Le/Davíð Viðarsson tengdist Wok On hjá Krónunni ekkert, hvers vegna þótti ástæða til að slíta samningum sem allra fyrst? Hvað vissi Krónan um tengsl Quang Le við Wok On staðina í Krónunni? Það er líka sérkennilegt að sjá Krónuna fullyrða að fylgst verði með rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á rottulagernum, en hafa enga hugmynd um hauskúpuna sem þetta sama heilbrigðiseftirlit veitti matsölustöðum innan veggja Krónunnar. Höfundur er hluthafi í Festi hf., móðurfélagi Krónunnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun