Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 12. mars 2024 16:17 Fyrirhuguð Ölfusárbrú. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. ÞG verktakar ehf. voru þeir einu af þessum fimm aðilum sem skiluðu inn tilboði. Um er að ræða upphafstilboð. Vegagerðin fer yfir tilboðið og stefnt er að því að fara í samningsviðræður við ÞG verktaka. Að þeim loknum verður gefin upp upphæð endanlegs tilboðs. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að gert sé ráð fyrir að hægt verði að hefja samningsviðræður í byrjun apríl og vonir standa til að lokatilboð geti legið fyrir í júní og undirritun verksamnings í júlí. „Verktaki ber ábyrgð á endanlegri hönnun verksins, brúar, vega og gatnamóta, og hefst vinnan við hönnunina í kjölfar undirritunar verksamnings. Forhönnun liggur fyrir sem þýðir að meginlínur hafa verið dregnar í útliti brúarinnar og legu vega. Undirbúningur á verkstað gæti hafist á þessu ári en áætlað er að brúin verði opnuð fyrir umferð haustið 2027,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Staðlar í vegi Vísir greindi frá því í febrúar að einn hefði dregið sig úr útboðinu og að fleiri væru að íhuga að gera slíkt hið sama. Heimildarmenn fréttastofu sögðu ástæðurnar margþættar en ekki síst að ekki væri stuðst við erlenda staðla á borð við FIDIC. Þetta hefði skapað óöryggi meðal erlendra þátttakenda. Hvorki Vegagerðin né Samtök iðnaðarins vildu tjá sig þegar eftir því var leitað og sögðust ekki myndu gera það fyrr en að niðurstöður útboðsins lægju fyrir. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Samkvæmt Vegagerðinni verður brúin 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 metra breytt og gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Þá er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. „Verkið snýst um færslu Hringvegar (1) út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Meðal helstu verkþátta eru nýbygging 3,7 km Hringvegar, bygging nýrrar 330 m langrar stagbrúar á Ölfusá og um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gera þarf ný vegamót við Hringveg austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja.“ Hringvegurinn mun um styttast um 1,2 kílómetra og umferðarþunginn áætlaður 4-5.000 ökutæki á sólarhring. Ný Ölfusárbrú Árborg Samgöngur Vegagerð Flóahreppur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
ÞG verktakar ehf. voru þeir einu af þessum fimm aðilum sem skiluðu inn tilboði. Um er að ræða upphafstilboð. Vegagerðin fer yfir tilboðið og stefnt er að því að fara í samningsviðræður við ÞG verktaka. Að þeim loknum verður gefin upp upphæð endanlegs tilboðs. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að gert sé ráð fyrir að hægt verði að hefja samningsviðræður í byrjun apríl og vonir standa til að lokatilboð geti legið fyrir í júní og undirritun verksamnings í júlí. „Verktaki ber ábyrgð á endanlegri hönnun verksins, brúar, vega og gatnamóta, og hefst vinnan við hönnunina í kjölfar undirritunar verksamnings. Forhönnun liggur fyrir sem þýðir að meginlínur hafa verið dregnar í útliti brúarinnar og legu vega. Undirbúningur á verkstað gæti hafist á þessu ári en áætlað er að brúin verði opnuð fyrir umferð haustið 2027,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Staðlar í vegi Vísir greindi frá því í febrúar að einn hefði dregið sig úr útboðinu og að fleiri væru að íhuga að gera slíkt hið sama. Heimildarmenn fréttastofu sögðu ástæðurnar margþættar en ekki síst að ekki væri stuðst við erlenda staðla á borð við FIDIC. Þetta hefði skapað óöryggi meðal erlendra þátttakenda. Hvorki Vegagerðin né Samtök iðnaðarins vildu tjá sig þegar eftir því var leitað og sögðust ekki myndu gera það fyrr en að niðurstöður útboðsins lægju fyrir. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Samkvæmt Vegagerðinni verður brúin 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 metra breytt og gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Þá er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. „Verkið snýst um færslu Hringvegar (1) út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Meðal helstu verkþátta eru nýbygging 3,7 km Hringvegar, bygging nýrrar 330 m langrar stagbrúar á Ölfusá og um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gera þarf ný vegamót við Hringveg austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja.“ Hringvegurinn mun um styttast um 1,2 kílómetra og umferðarþunginn áætlaður 4-5.000 ökutæki á sólarhring.
Ný Ölfusárbrú Árborg Samgöngur Vegagerð Flóahreppur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira