Fjárfestum í öflugum rannsóknarinnviðum Margrét Helga Ögmundsdóttir skrifar 13. mars 2024 11:31 Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun. Þessi skjótu viðbrögð eru vegna þess öfluga vísindastarfs sem stundað er við háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi og í góðu samstarfi við fyrirtæki í landinu. Öflugar rannsóknir eru forsenda þess að við verðum viðbúin næstu áskorunum og getum komið í veg fyrir einhverjar. Rannsóknir á Íslandi eru fjölbreyttar og margar á heimsmælikvarða hvað varðar áhrif og gæði. Rannsóknirnar eiga það sameiginlegt að skilja betur virkni lífs og hluta, umhverfis okkar og samfélags, til þess að geta haft áhrif til góðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fjárfesting í vísindastarfi skilar sér í óbeinum verðmætum sem geta komið í ljós árum og jafnvel áratugum síðar. Vísindastarfið þarf að vera í samfellu og af miklum gæðum til þess að hafa raunveruleg áhrif. Rannsóknarinnviðir eru undirstaða þess að hægt sé að stunda rannsóknir. Slíkir innviðir geta verið tæki eins og smásjár og mælitæki en einnig rafrænir innviðir þar sem gögn eru tekin saman á þann hátt að hægt sé að varpa á þau rannsóknarspurningum. Mikið hefur unnist hér á landi undanfarna áratugi við að byggja upp góða rannsóknarinnviði, og ber einkum að þakka þrotlausu hugsjónastarfi frumkvöðla innan háskóla og rannsóknastofnana. Sem dæmi má nefna þá frumkvöðla sem stóðu að stofnun Krabbameinsskrár sem hefur að geyma upplýsingar um öll greind krabbamein á Íslandi frá 1955. Skráin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að Ísland hefur verið leiðandi á heimsvísu þegar kemur að krabbameinsrannsóknum. Innviðasjóður styrkir uppbyggingu stærri rannsóknarinnviða hér á landi. Slíkir sjóðir eru grundvöllur rannsókna og vísindastarfs í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í Evrópulöndum eru margir rannsóknarinnviðir í hverju landi tengdir í gegnum samstarfsverkefni til þess að tryggja heildstæða uppbyggingu sem nýtist sem flestum á landsvísu. Slík verkefni hafa verið kölluð vegvísaverkefni (e. Research Infrastructure Roadmaps). Vegvísaverkefni ólíkra landa tengjast jafnframt í samevrópsk verkefni. Komið hefur berlega í ljós að uppbygging rannsóknarinnviða er sterkust með góðri samvinnu. Hér á landi var gerður fyrsti vegvísir um rannsóknarinnviði fyrir þremur árum, með það að markmiði að efla samstarf vísindafólks, auka aðgengi að rannsóknarinnviðum og auka þannig gæði og áhrif þeirra rannsókna sem stundaðar eru á Íslandi. Til þess að halda þessari vegferð áfram var ánægjulegt að sjá að Innviðasjóður hefur nú auglýst að uppfæra skuli vegvísinn og óskar eftir hugmyndum um nýja rannsóknarinnviði og samstarfsverkefni. Það er lykilatriði að við endurskoðum sífellt áherslur, metum árangur og bætum þau verkefni sem við vinnum að. En uppbyggingu þurfa að fylgja fjármunir. Það er því von mín að um mistök sé að ræða þegar í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði í Innviðasjóð úr þeim rúmu 500 milljónum sem varið hefur verið í hann árlega undanfarin ár. Uppbygging viðamikilla rannsóknarinnviða í gegnum Innviðasjóð byggir á gegnsæi og traustu gæðamati. Þetta er lykilatriði til þess að við endurmetum sífellt hvar best er að áherslur liggi og hverju rannsóknir skila. Þróun samstarfsverkefna í gegnum Innviðasjóð tryggir auk þess samstarf allra háskóla, stofnana og fyrirtækja í landinu. Þetta hefur strax skilað auknum árangri. Til þess að geta brugðist skjótt við þurfum við að hafa trausta og samhæfða rannsóknarinnviði. Ekki er síður mikilvægt að hafa slíka rannsóknarinnviði til þess að búa okkur undir óvænta atburði. Verum ekki bara viðbúin þegar áföllin dynja á heldur komum líka í veg fyrir þau sem hægt er að koma í veg fyrir. Til þess þurfum við sem samfélag að fjárfesta í rannsóknarinnviðum og vísindum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Vísindi Skóla - og menntamál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun. Þessi skjótu viðbrögð eru vegna þess öfluga vísindastarfs sem stundað er við háskóla og rannsóknastofnanir á Íslandi og í góðu samstarfi við fyrirtæki í landinu. Öflugar rannsóknir eru forsenda þess að við verðum viðbúin næstu áskorunum og getum komið í veg fyrir einhverjar. Rannsóknir á Íslandi eru fjölbreyttar og margar á heimsmælikvarða hvað varðar áhrif og gæði. Rannsóknirnar eiga það sameiginlegt að skilja betur virkni lífs og hluta, umhverfis okkar og samfélags, til þess að geta haft áhrif til góðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að fjárfesting í vísindastarfi skilar sér í óbeinum verðmætum sem geta komið í ljós árum og jafnvel áratugum síðar. Vísindastarfið þarf að vera í samfellu og af miklum gæðum til þess að hafa raunveruleg áhrif. Rannsóknarinnviðir eru undirstaða þess að hægt sé að stunda rannsóknir. Slíkir innviðir geta verið tæki eins og smásjár og mælitæki en einnig rafrænir innviðir þar sem gögn eru tekin saman á þann hátt að hægt sé að varpa á þau rannsóknarspurningum. Mikið hefur unnist hér á landi undanfarna áratugi við að byggja upp góða rannsóknarinnviði, og ber einkum að þakka þrotlausu hugsjónastarfi frumkvöðla innan háskóla og rannsóknastofnana. Sem dæmi má nefna þá frumkvöðla sem stóðu að stofnun Krabbameinsskrár sem hefur að geyma upplýsingar um öll greind krabbamein á Íslandi frá 1955. Skráin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að Ísland hefur verið leiðandi á heimsvísu þegar kemur að krabbameinsrannsóknum. Innviðasjóður styrkir uppbyggingu stærri rannsóknarinnviða hér á landi. Slíkir sjóðir eru grundvöllur rannsókna og vísindastarfs í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í Evrópulöndum eru margir rannsóknarinnviðir í hverju landi tengdir í gegnum samstarfsverkefni til þess að tryggja heildstæða uppbyggingu sem nýtist sem flestum á landsvísu. Slík verkefni hafa verið kölluð vegvísaverkefni (e. Research Infrastructure Roadmaps). Vegvísaverkefni ólíkra landa tengjast jafnframt í samevrópsk verkefni. Komið hefur berlega í ljós að uppbygging rannsóknarinnviða er sterkust með góðri samvinnu. Hér á landi var gerður fyrsti vegvísir um rannsóknarinnviði fyrir þremur árum, með það að markmiði að efla samstarf vísindafólks, auka aðgengi að rannsóknarinnviðum og auka þannig gæði og áhrif þeirra rannsókna sem stundaðar eru á Íslandi. Til þess að halda þessari vegferð áfram var ánægjulegt að sjá að Innviðasjóður hefur nú auglýst að uppfæra skuli vegvísinn og óskar eftir hugmyndum um nýja rannsóknarinnviði og samstarfsverkefni. Það er lykilatriði að við endurskoðum sífellt áherslur, metum árangur og bætum þau verkefni sem við vinnum að. En uppbyggingu þurfa að fylgja fjármunir. Það er því von mín að um mistök sé að ræða þegar í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði í Innviðasjóð úr þeim rúmu 500 milljónum sem varið hefur verið í hann árlega undanfarin ár. Uppbygging viðamikilla rannsóknarinnviða í gegnum Innviðasjóð byggir á gegnsæi og traustu gæðamati. Þetta er lykilatriði til þess að við endurmetum sífellt hvar best er að áherslur liggi og hverju rannsóknir skila. Þróun samstarfsverkefna í gegnum Innviðasjóð tryggir auk þess samstarf allra háskóla, stofnana og fyrirtækja í landinu. Þetta hefur strax skilað auknum árangri. Til þess að geta brugðist skjótt við þurfum við að hafa trausta og samhæfða rannsóknarinnviði. Ekki er síður mikilvægt að hafa slíka rannsóknarinnviði til þess að búa okkur undir óvænta atburði. Verum ekki bara viðbúin þegar áföllin dynja á heldur komum líka í veg fyrir þau sem hægt er að koma í veg fyrir. Til þess þurfum við sem samfélag að fjárfesta í rannsóknarinnviðum og vísindum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun