Hyggst breyta lögum svo hægt verði að afturkalla dvalarleyfi síbrotafólks Bjarki Sigurðsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 13. mars 2024 18:30 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segist vilja breyta lögum svo hægt sé að vísa burt fólki sem fengið hefur hér hæli en brýtur lög ítrekað. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra hyggst breyta lögum þannig hægt verði að afturkalla dvalarleyfi fólks með alþjóðlega vernd brjóti það af sér hér á landi. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að senda mann úr landi sem hefur framið stunguárás og hótað vararíkissaksóknara ítrekað. Fréttastofa hefur síðustu daga fjallað um mann sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar sem hann framdi í verslun OK Market í Valshverfinu fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði áreitt og hótað manninum sem hann stakk um árabil, að sögn fórnarlambsins vegna þess að hann túlkaði fyrir mann sem var að kæra árásarmanninn. Og sá er ekki einn um að sæta hótunum af hálfu mannsins, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur einnig í nokkur ár ítrekað lent í því að maðurinn hóti honum og fjölskyldu hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær velti hann því fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að senda manninn úr landi vegna brota sinna, sem eru tæplega hundrað talsins, en maðurinn kom hingað árið 2018 frá Sýrlandi og er með alþjóðlega vernd. „Í þessu tiltekna máli er það svo að það er ekki heimild í íslenskum lögum og ekki heldur samkvæmt meginrétti þjóðarréttar að senda fólk úr landi enda hefur það hlotið vernd hér vegna þess að það hefur verið ofsótt eða lífi þess ógnað í heimaríkinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að á Norðurlöndunum séu heimildir í lögum til þess að afturkalla dvalarleyfi einstaklinga sem hafa brotið af sér. „Ég tel fulla ástæðu til að við tökum það til skoðunar hér á landi enda hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að eftir að ég kom í embætti hef ég lagt mjög miklar áherslu á það að við samræmum löggjöf okkar og regluverk við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. Er þetta eitthvað sem þú hugsar með þér að fara með á borð ríkisstjórnar og endurskoða? „Já,“ segir Guðrún. Heimildin misjöfn milli hópa Annmarkar á löggjöf vegna þessa máls voru til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar lýsti Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, þessum lögum. „Það er heimild í lögum um útlendinga til að afturkalla dvalarleyfi og brottvísa einstaklingum sem fremja glæpi. Þessi heimild er mjög misjöfn eftir því hvers konar dvalarleyfishafa er um að ræða. Það má segja það að þeir einstaklingar sem eru hafa að vera stutt hér á landi og eru ekki komnir með ótímabundin leyfi það eru víðari heimildir til að afturkalla slík leyfi,“ sagði Íris. „En þegar við erum komin með einstakling sem er annað hvort með ótímabundið leyfi hér á landi eða einstakling sem er með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Þá eru í raun heimildirnar tæmandi taldar í lögum um útlendinga.“ Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mál Mohamad Kourani Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Fréttastofa hefur síðustu daga fjallað um mann sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar sem hann framdi í verslun OK Market í Valshverfinu fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði áreitt og hótað manninum sem hann stakk um árabil, að sögn fórnarlambsins vegna þess að hann túlkaði fyrir mann sem var að kæra árásarmanninn. Og sá er ekki einn um að sæta hótunum af hálfu mannsins, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur einnig í nokkur ár ítrekað lent í því að maðurinn hóti honum og fjölskyldu hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær velti hann því fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að senda manninn úr landi vegna brota sinna, sem eru tæplega hundrað talsins, en maðurinn kom hingað árið 2018 frá Sýrlandi og er með alþjóðlega vernd. „Í þessu tiltekna máli er það svo að það er ekki heimild í íslenskum lögum og ekki heldur samkvæmt meginrétti þjóðarréttar að senda fólk úr landi enda hefur það hlotið vernd hér vegna þess að það hefur verið ofsótt eða lífi þess ógnað í heimaríkinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að á Norðurlöndunum séu heimildir í lögum til þess að afturkalla dvalarleyfi einstaklinga sem hafa brotið af sér. „Ég tel fulla ástæðu til að við tökum það til skoðunar hér á landi enda hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að eftir að ég kom í embætti hef ég lagt mjög miklar áherslu á það að við samræmum löggjöf okkar og regluverk við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. Er þetta eitthvað sem þú hugsar með þér að fara með á borð ríkisstjórnar og endurskoða? „Já,“ segir Guðrún. Heimildin misjöfn milli hópa Annmarkar á löggjöf vegna þessa máls voru til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar lýsti Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, þessum lögum. „Það er heimild í lögum um útlendinga til að afturkalla dvalarleyfi og brottvísa einstaklingum sem fremja glæpi. Þessi heimild er mjög misjöfn eftir því hvers konar dvalarleyfishafa er um að ræða. Það má segja það að þeir einstaklingar sem eru hafa að vera stutt hér á landi og eru ekki komnir með ótímabundin leyfi það eru víðari heimildir til að afturkalla slík leyfi,“ sagði Íris. „En þegar við erum komin með einstakling sem er annað hvort með ótímabundið leyfi hér á landi eða einstakling sem er með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Þá eru í raun heimildirnar tæmandi taldar í lögum um útlendinga.“ Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mál Mohamad Kourani Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira