Hyggst breyta lögum svo hægt verði að afturkalla dvalarleyfi síbrotafólks Bjarki Sigurðsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 13. mars 2024 18:30 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segist vilja breyta lögum svo hægt sé að vísa burt fólki sem fengið hefur hér hæli en brýtur lög ítrekað. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra hyggst breyta lögum þannig hægt verði að afturkalla dvalarleyfi fólks með alþjóðlega vernd brjóti það af sér hér á landi. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að senda mann úr landi sem hefur framið stunguárás og hótað vararíkissaksóknara ítrekað. Fréttastofa hefur síðustu daga fjallað um mann sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar sem hann framdi í verslun OK Market í Valshverfinu fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði áreitt og hótað manninum sem hann stakk um árabil, að sögn fórnarlambsins vegna þess að hann túlkaði fyrir mann sem var að kæra árásarmanninn. Og sá er ekki einn um að sæta hótunum af hálfu mannsins, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur einnig í nokkur ár ítrekað lent í því að maðurinn hóti honum og fjölskyldu hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær velti hann því fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að senda manninn úr landi vegna brota sinna, sem eru tæplega hundrað talsins, en maðurinn kom hingað árið 2018 frá Sýrlandi og er með alþjóðlega vernd. „Í þessu tiltekna máli er það svo að það er ekki heimild í íslenskum lögum og ekki heldur samkvæmt meginrétti þjóðarréttar að senda fólk úr landi enda hefur það hlotið vernd hér vegna þess að það hefur verið ofsótt eða lífi þess ógnað í heimaríkinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að á Norðurlöndunum séu heimildir í lögum til þess að afturkalla dvalarleyfi einstaklinga sem hafa brotið af sér. „Ég tel fulla ástæðu til að við tökum það til skoðunar hér á landi enda hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að eftir að ég kom í embætti hef ég lagt mjög miklar áherslu á það að við samræmum löggjöf okkar og regluverk við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. Er þetta eitthvað sem þú hugsar með þér að fara með á borð ríkisstjórnar og endurskoða? „Já,“ segir Guðrún. Heimildin misjöfn milli hópa Annmarkar á löggjöf vegna þessa máls voru til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar lýsti Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, þessum lögum. „Það er heimild í lögum um útlendinga til að afturkalla dvalarleyfi og brottvísa einstaklingum sem fremja glæpi. Þessi heimild er mjög misjöfn eftir því hvers konar dvalarleyfishafa er um að ræða. Það má segja það að þeir einstaklingar sem eru hafa að vera stutt hér á landi og eru ekki komnir með ótímabundin leyfi það eru víðari heimildir til að afturkalla slík leyfi,“ sagði Íris. „En þegar við erum komin með einstakling sem er annað hvort með ótímabundið leyfi hér á landi eða einstakling sem er með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Þá eru í raun heimildirnar tæmandi taldar í lögum um útlendinga.“ Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mál Mohamad Kourani Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fréttastofa hefur síðustu daga fjallað um mann sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar sem hann framdi í verslun OK Market í Valshverfinu fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði áreitt og hótað manninum sem hann stakk um árabil, að sögn fórnarlambsins vegna þess að hann túlkaði fyrir mann sem var að kæra árásarmanninn. Og sá er ekki einn um að sæta hótunum af hálfu mannsins, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur einnig í nokkur ár ítrekað lent í því að maðurinn hóti honum og fjölskyldu hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær velti hann því fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að senda manninn úr landi vegna brota sinna, sem eru tæplega hundrað talsins, en maðurinn kom hingað árið 2018 frá Sýrlandi og er með alþjóðlega vernd. „Í þessu tiltekna máli er það svo að það er ekki heimild í íslenskum lögum og ekki heldur samkvæmt meginrétti þjóðarréttar að senda fólk úr landi enda hefur það hlotið vernd hér vegna þess að það hefur verið ofsótt eða lífi þess ógnað í heimaríkinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að á Norðurlöndunum séu heimildir í lögum til þess að afturkalla dvalarleyfi einstaklinga sem hafa brotið af sér. „Ég tel fulla ástæðu til að við tökum það til skoðunar hér á landi enda hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að eftir að ég kom í embætti hef ég lagt mjög miklar áherslu á það að við samræmum löggjöf okkar og regluverk við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. Er þetta eitthvað sem þú hugsar með þér að fara með á borð ríkisstjórnar og endurskoða? „Já,“ segir Guðrún. Heimildin misjöfn milli hópa Annmarkar á löggjöf vegna þessa máls voru til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar lýsti Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, þessum lögum. „Það er heimild í lögum um útlendinga til að afturkalla dvalarleyfi og brottvísa einstaklingum sem fremja glæpi. Þessi heimild er mjög misjöfn eftir því hvers konar dvalarleyfishafa er um að ræða. Það má segja það að þeir einstaklingar sem eru hafa að vera stutt hér á landi og eru ekki komnir með ótímabundin leyfi það eru víðari heimildir til að afturkalla slík leyfi,“ sagði Íris. „En þegar við erum komin með einstakling sem er annað hvort með ótímabundið leyfi hér á landi eða einstakling sem er með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Þá eru í raun heimildirnar tæmandi taldar í lögum um útlendinga.“ Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mál Mohamad Kourani Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira