Fögnum Degi öldrunar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. mars 2024 11:31 Dagur öldrunar er haldinn í dag í sjötta sinn. Heilbrigð öldrun er málefni sem við viljum öll láta okkur varða. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Gott að eldast komið á skrið Þingsályktunartillaga mín um þróun þjónustu við eldra fólk var samþykkt á Alþingi vorið 2023 og hlaut verkefnið nafnið Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði. Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti vinna saman að því að koma verkefninu til framkvæmdar. Útrýmum aldursfordómum Ráðuneyti mitt hefur til dæmis staðið fyrir vitundarvakningu um heilbrigða öldrun í tengslum við Gott að eldast. Með henni er stefnt að því að minnka aldursfordóma og öldrunarfordóma með aukinni þekkingu um heilbrigða öldrun. Í því samhengi er mikilvægt að almenningur hafi gott aðgengi að traustum upplýsingum. Ein af þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í er að útbúa svokallaðan „lífsviðburð“ inn á Ísland.is undir heitinu „Að eldast“. Þar koma fram ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir fólk á þessu skeiði lífsins, allt frá heilsueflingu til tómstundastarfs, og frá fjármálum til heilbrigðisþjónustu. Þar er einnig að finna góð ráð um líkamlega, hugræna og félagslega virkni, afþreyingu og næringu. Ég hvet öll til að kynna sér þessar upplýsingar. Drögum úr félagslegri einangrun Ég hef einnig verið talsmaður þess að draga úr félagslegri einangrun eldra fólks, en vitað er að einmanaleiki rýrir lífsgæði og styttir jafnvel ævina. Ég hef nú gert samning við sex sveitarfélög um stöðugildi svokallaðra tengiráðgjafa. Sveitarfélögin eru öll þátttakendur í þróunarverkefnum um samþætta heimaþjónustu eldra fólks. Um er að ræða starfsmenn sem hafa það verkefni að tengja þá íbúa í samfélaginu sem eru taldir félagslega einangraðir við annað fólk. Um nýjung er að ræða og lögð áhersla á að þróa ný stöðugildi til framtíðar til að takast á við þá áskorun sem einangrun fólks er í nútíma samfélögum. Aukum samskipti kynslóða Að sama skapi hef ég talað fyrir samgangi milli kynslóða, keðjunni sem gengur frá þeim elstu í samfélaginu okkar til þeirra yngstu. Ég varð sjálfur þeirrar gæfu aðnjótandi sem barn að alast upp í daglegum samskiptum við ömmu mína. Samskipti milli kynslóða eru nauðsynleg til að menning og þekking kynslóða flytjist á milli og búa til verðmætan félagsskap. Ekki síst býr aukinn samgangur kynslóðanna til betra velferðarsamfélag sem þarf að rúma okkur öll. Til hamingju með Dag öldrunar. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Dagur öldrunar er haldinn í dag í sjötta sinn. Heilbrigð öldrun er málefni sem við viljum öll láta okkur varða. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Gott að eldast komið á skrið Þingsályktunartillaga mín um þróun þjónustu við eldra fólk var samþykkt á Alþingi vorið 2023 og hlaut verkefnið nafnið Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði. Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti vinna saman að því að koma verkefninu til framkvæmdar. Útrýmum aldursfordómum Ráðuneyti mitt hefur til dæmis staðið fyrir vitundarvakningu um heilbrigða öldrun í tengslum við Gott að eldast. Með henni er stefnt að því að minnka aldursfordóma og öldrunarfordóma með aukinni þekkingu um heilbrigða öldrun. Í því samhengi er mikilvægt að almenningur hafi gott aðgengi að traustum upplýsingum. Ein af þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í er að útbúa svokallaðan „lífsviðburð“ inn á Ísland.is undir heitinu „Að eldast“. Þar koma fram ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir fólk á þessu skeiði lífsins, allt frá heilsueflingu til tómstundastarfs, og frá fjármálum til heilbrigðisþjónustu. Þar er einnig að finna góð ráð um líkamlega, hugræna og félagslega virkni, afþreyingu og næringu. Ég hvet öll til að kynna sér þessar upplýsingar. Drögum úr félagslegri einangrun Ég hef einnig verið talsmaður þess að draga úr félagslegri einangrun eldra fólks, en vitað er að einmanaleiki rýrir lífsgæði og styttir jafnvel ævina. Ég hef nú gert samning við sex sveitarfélög um stöðugildi svokallaðra tengiráðgjafa. Sveitarfélögin eru öll þátttakendur í þróunarverkefnum um samþætta heimaþjónustu eldra fólks. Um er að ræða starfsmenn sem hafa það verkefni að tengja þá íbúa í samfélaginu sem eru taldir félagslega einangraðir við annað fólk. Um nýjung er að ræða og lögð áhersla á að þróa ný stöðugildi til framtíðar til að takast á við þá áskorun sem einangrun fólks er í nútíma samfélögum. Aukum samskipti kynslóða Að sama skapi hef ég talað fyrir samgangi milli kynslóða, keðjunni sem gengur frá þeim elstu í samfélaginu okkar til þeirra yngstu. Ég varð sjálfur þeirrar gæfu aðnjótandi sem barn að alast upp í daglegum samskiptum við ömmu mína. Samskipti milli kynslóða eru nauðsynleg til að menning og þekking kynslóða flytjist á milli og búa til verðmætan félagsskap. Ekki síst býr aukinn samgangur kynslóðanna til betra velferðarsamfélag sem þarf að rúma okkur öll. Til hamingju með Dag öldrunar. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar