Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Haukar 93-68 | Höttur sækir áfram að úrslitakeppninni Gunnar Gunnarsson skrifar 14. mars 2024 21:58 Viðar Hafsteinsson og lærisveinar hans voru í stuði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Leikurinn fór höktandi af stað, ekkert stig var skorað fyrstu þrjár mínúturnar. Í fyrsta leikhluta var töluvert um sendingar sem rötuðu ekki á samherja og skot sem ekki fóru ofan í. Höttur var yfir að honum loknum, 19-17. Haukar komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum með að skora sjö fyrstu stigin í öðrum leikhluta. En vendipunktur leiksins var sérstakur, þegar Matej Karlovic fékk tvær tæknivillur á rúmri mínútu, báðar fyrir mótmæli gegn dómum, þar af sú seinni þegar villa hafði verið dæmd honum í vil. Eftir þetta var meiri ákveðni og orka í leik Hattar og þá fóru skotin að detta. Höttur komst í 28-27, Haukar svöruðu með körfu en frusu síðan. Höttur skoraði fimm í röð og hélt síðan áfram þannig að staðan var 45-36 í hálfleik. Höttur var áfram á beinu brautinni í þriðja leikhluta, breytti þá stöðunni úr 47-40 í 63-42 en á þeim þriggja mínútna kafla komu þrjár þriggja stiga körfur frá þremur mismunandi leikmönnum. Þar með var í raun allur vindur úr Haukunum sem fóru illa að ráði sínu í sókninni. Á móti má hrósa Hetti fyrir aðgangsharða vörn sem skilaði stolnum boltum eða auðveldlega fengnum og skyndisóknum. Frá þessum kafla hélt Höttur muninum í kringum 20 stigin. Haukar náðu með síðustu körfu þriðja leikhluta að minnka muninn í 73-54. En fjórði leikhluti spilaðist með líkum hætti og endurkoma Hafnfirðinga var aldrei í kortunum. Hjá Hetti var Adam Eiður Ásgeirsson stigahæstur með 24 stig, hann setti niður 5/10 þriggja stiga skotum sínum og 4/5 úr teignum auk þess eina vítis sem hann fékk. Hann tapaði aldrei boltanum. Everage Richardson skoraði 17 stig fyrir Hauka. Hvað gekk vel? Leikur Hattar í þriðja leikhluta var mjög flottur. Sóknin var öguð, menn leituðu að skoti eða tóku af skarið á réttum augnablikum og skiluðu stigum. En þau voru sum auðveld vegna góðrar varnarvinnu. Það verður líka að nefna að Hattarmenn lögðu sig fram, í það minnsta gerðist það að sá sem tapaði bolta elti upp Haukamann á fleygiferð að körfunni og vann boltann til baka. Hvað gekk illa? Haukaliðið virkaði aldrei sérstaklega sannfærandi, enda hafði það ekki að neinu að keppa og brotnaði þegar á reyndi. Til dæmis má nefna að það hittir 11/23 vítaskotum meðan Höttur setur niður 18/21 og þriggja stiga nýtingin er 5/24 eða 20% meðan Höttur er með 11/36 eða 30%. Dómararnir hafa átt betri dag, þeir virtust ekki ná vel saman, áttu það til að dæma í kross og línan var óskýr. Hverjir stóðu upp úr? Obie Trotter átti flottan dag, skoraði 19 stig, gaf 6 stoðsendingar, tók sex fráköst, stal sex boltum, varði tvö skot og tapaði aldrei boltanum. Einum bolta náði hann með að elta Dag Kár Jónsson yfir allan völlinn. Adam Eiður sýndi leik sem hæfir fyrirliða. Hvað þýða úrslitin? Höttur fer upp að hlið Tindastóls með 20 stig í 7. – 8. sætinu. Liðin mætast í næsta leik á Egilsstöðum eftir tvær vikur. Sigur þar myndi tryggja Hetti sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sögu félagsins þar sem Stjarnan, sem er í 9. sæti, tapaði fyrir Álftanesi í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson.Vísir/Bára Viðar Örn: Samstaðan í liðinu getur búið til ótrúlega hluti Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ánægður eftir 25 stiga sigur á Haukum á heimavelli í kvöld í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik. Liðið tapaði með 40 stigum gegn Keflavík á mánudagskvöld og átti þar dapran dag en á því var annar bragur í kvöld. „Við vorum andlausir og flatir þar en komum með orku og frábæran liðsbrag hér í kvöld. Þegar maður er að reyna að krafsa sig upp á við í vatninu í hörkudeild þá getur verið fínt að snerta botninn annað slagið til að spyrna ærlega við. Þetta sýnir hversu öflugir við erum og ætlum okkur stærri hluti en félagið hefur áður náð.“ Þar vísar Viðar til þess að liðið er einum sigri frá því að komast í úrslitakeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Framundan er tveggja vikna frí vegna úrslitakeppni bikarkeppninnar en síðan kemur Tindastóll austur. Eftir kvöldið eru liðin jöfn í 7. – 8. sætinu með 20 stig. „Það er mikilvægur leikur til að tryggja okkur í úrslitakeppnina og reyna að komast upp fyrir Tindastól.“ Höttur var undir í öðrum leikhluta þegar Matej Karlovic fékk tvær tæknivillur á einni mínútu fyrir orðaskipti við dómara. Eftir það virtist færast aukinn kraftur í samherja hans. „Eftir á að hyggja er hægt að segja það hafi verið gott því við unnum. Það kveikti í okkur einhvern eldmóð. Við þjálfararnir höfðum í það minnsta vit á að spila honum ekki meira en mátti. En fyrst og fremst þá settum við saman góðar 40 mínútur. Varnarleikurinn var mjög góðir og þar áttu allir sitt framlag. Við höfum beðið um liðsframmistöðu og förum þá ekki að nefna einstök nöfn. Menn sinntu sínum hlutverkum og gerðu vel sem liðsheild. Við erum ekki með bestu leikmennina í deildinni, eins og ég hef áður japlast á, en liðsheildin og samstaðan í að spila sem lið getur búið til ótrúlega hluti. Það erum við að reyna að gera.“ Subway-deild karla Höttur Haukar
Leikurinn fór höktandi af stað, ekkert stig var skorað fyrstu þrjár mínúturnar. Í fyrsta leikhluta var töluvert um sendingar sem rötuðu ekki á samherja og skot sem ekki fóru ofan í. Höttur var yfir að honum loknum, 19-17. Haukar komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum með að skora sjö fyrstu stigin í öðrum leikhluta. En vendipunktur leiksins var sérstakur, þegar Matej Karlovic fékk tvær tæknivillur á rúmri mínútu, báðar fyrir mótmæli gegn dómum, þar af sú seinni þegar villa hafði verið dæmd honum í vil. Eftir þetta var meiri ákveðni og orka í leik Hattar og þá fóru skotin að detta. Höttur komst í 28-27, Haukar svöruðu með körfu en frusu síðan. Höttur skoraði fimm í röð og hélt síðan áfram þannig að staðan var 45-36 í hálfleik. Höttur var áfram á beinu brautinni í þriðja leikhluta, breytti þá stöðunni úr 47-40 í 63-42 en á þeim þriggja mínútna kafla komu þrjár þriggja stiga körfur frá þremur mismunandi leikmönnum. Þar með var í raun allur vindur úr Haukunum sem fóru illa að ráði sínu í sókninni. Á móti má hrósa Hetti fyrir aðgangsharða vörn sem skilaði stolnum boltum eða auðveldlega fengnum og skyndisóknum. Frá þessum kafla hélt Höttur muninum í kringum 20 stigin. Haukar náðu með síðustu körfu þriðja leikhluta að minnka muninn í 73-54. En fjórði leikhluti spilaðist með líkum hætti og endurkoma Hafnfirðinga var aldrei í kortunum. Hjá Hetti var Adam Eiður Ásgeirsson stigahæstur með 24 stig, hann setti niður 5/10 þriggja stiga skotum sínum og 4/5 úr teignum auk þess eina vítis sem hann fékk. Hann tapaði aldrei boltanum. Everage Richardson skoraði 17 stig fyrir Hauka. Hvað gekk vel? Leikur Hattar í þriðja leikhluta var mjög flottur. Sóknin var öguð, menn leituðu að skoti eða tóku af skarið á réttum augnablikum og skiluðu stigum. En þau voru sum auðveld vegna góðrar varnarvinnu. Það verður líka að nefna að Hattarmenn lögðu sig fram, í það minnsta gerðist það að sá sem tapaði bolta elti upp Haukamann á fleygiferð að körfunni og vann boltann til baka. Hvað gekk illa? Haukaliðið virkaði aldrei sérstaklega sannfærandi, enda hafði það ekki að neinu að keppa og brotnaði þegar á reyndi. Til dæmis má nefna að það hittir 11/23 vítaskotum meðan Höttur setur niður 18/21 og þriggja stiga nýtingin er 5/24 eða 20% meðan Höttur er með 11/36 eða 30%. Dómararnir hafa átt betri dag, þeir virtust ekki ná vel saman, áttu það til að dæma í kross og línan var óskýr. Hverjir stóðu upp úr? Obie Trotter átti flottan dag, skoraði 19 stig, gaf 6 stoðsendingar, tók sex fráköst, stal sex boltum, varði tvö skot og tapaði aldrei boltanum. Einum bolta náði hann með að elta Dag Kár Jónsson yfir allan völlinn. Adam Eiður sýndi leik sem hæfir fyrirliða. Hvað þýða úrslitin? Höttur fer upp að hlið Tindastóls með 20 stig í 7. – 8. sætinu. Liðin mætast í næsta leik á Egilsstöðum eftir tvær vikur. Sigur þar myndi tryggja Hetti sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sögu félagsins þar sem Stjarnan, sem er í 9. sæti, tapaði fyrir Álftanesi í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson.Vísir/Bára Viðar Örn: Samstaðan í liðinu getur búið til ótrúlega hluti Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ánægður eftir 25 stiga sigur á Haukum á heimavelli í kvöld í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik. Liðið tapaði með 40 stigum gegn Keflavík á mánudagskvöld og átti þar dapran dag en á því var annar bragur í kvöld. „Við vorum andlausir og flatir þar en komum með orku og frábæran liðsbrag hér í kvöld. Þegar maður er að reyna að krafsa sig upp á við í vatninu í hörkudeild þá getur verið fínt að snerta botninn annað slagið til að spyrna ærlega við. Þetta sýnir hversu öflugir við erum og ætlum okkur stærri hluti en félagið hefur áður náð.“ Þar vísar Viðar til þess að liðið er einum sigri frá því að komast í úrslitakeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Framundan er tveggja vikna frí vegna úrslitakeppni bikarkeppninnar en síðan kemur Tindastóll austur. Eftir kvöldið eru liðin jöfn í 7. – 8. sætinu með 20 stig. „Það er mikilvægur leikur til að tryggja okkur í úrslitakeppnina og reyna að komast upp fyrir Tindastól.“ Höttur var undir í öðrum leikhluta þegar Matej Karlovic fékk tvær tæknivillur á einni mínútu fyrir orðaskipti við dómara. Eftir það virtist færast aukinn kraftur í samherja hans. „Eftir á að hyggja er hægt að segja það hafi verið gott því við unnum. Það kveikti í okkur einhvern eldmóð. Við þjálfararnir höfðum í það minnsta vit á að spila honum ekki meira en mátti. En fyrst og fremst þá settum við saman góðar 40 mínútur. Varnarleikurinn var mjög góðir og þar áttu allir sitt framlag. Við höfum beðið um liðsframmistöðu og förum þá ekki að nefna einstök nöfn. Menn sinntu sínum hlutverkum og gerðu vel sem liðsheild. Við erum ekki með bestu leikmennina í deildinni, eins og ég hef áður japlast á, en liðsheildin og samstaðan í að spila sem lið getur búið til ótrúlega hluti. Það erum við að reyna að gera.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti