Segir lesskilningi fara hrakandi og baunar á formanninn Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 14:49 Sigurður Örn, til vinstri, hefur verið milli tannanna á lögmönnum síðustu daga. Núna er Ómar ekki ánægður með hann. Vísir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður og eigandi Flugbóta.is, gefur lítið fyrir gagnrýni á störf hans þegar mál var höfðað fyrir hönd ungra hjóna, að því er virðist að þeim forspurðum. Máli sínu til stuðnings birtir hann tölvupóstsamskipti við umbjóðendur sína opinberlega á Facebook. Í lok febrúar síðastliðins var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness þar sem ítalska flugfélagið Neos var sýknað af kröfu ungra hjóna um staðlaðar skaðabætur með vöxtum og dráttarvöxtum, allt að frádregnum bótum sem félagið hafði þegar greitt. Flugfélagið var sýknað og ungu hjónin dæmd til þess að greiða því 350 þúsund krónur í málskostnað. Talsverða athygli vakti þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hjónanna, sem tjáðu honum að þau vissu hvorki að dómur væri fallinn í málinu né að þau hefðu verið dæmd til að greiða málskostnað. Vísir ræddi einnig við Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, sem gagnrýndi vinnubrögð Flugbóta. Ekki ánægður með „fjölmiðlaglaða formanninn“ Ómar hefur nú svarað ungu hjónunum opinberlega í færslu á Facebook-síðu Flugbóta.is. Hann segir frásögn þeirra ekki sannleikanum samkvæmt og gagnrýnir Sigurð Örn harðlega. „Sigurður Örn Grétarsson [sic], formaður Lögmannafélags Íslands, mætti líka þaninn á skeiðvöllinn, til þess að láta ljós sitt skína, í máli sem hann þekkti ekki haus né sporð á. Í viðtalinu sagði fjölmiðlaglaði formaðurinn brúnaþungur að „þetta er eitthvað sem á ekki að geta gerst“ og að það væri „algjört lágmark að lögmenn upplýsi skjólstæðinga um framvindu málsins og ég tala nú ekki um allars svona meiriháttar ákvarðanir eins og að höfða dómsmál.““ Kennir lélegum lesskilningi eða lygum um Ómar segir að í fréttinni hafi verið látið að því liggja að í málinu hefðu verið viðhöfð óeðlileg vinnubrögð og jafnvel að hann hefði rekið dómsmál í nafni fólks sem hefði ekki haft hugmynd um það. „Nú er það svo, að lesskilningi fer verulega hrakandi á Íslandi. Þannig að það getur vel verið að helstu persónur þessa leikrits, sem að ofan er lýst, geti ekki lesið sér til gagns. En kannski var unga fjölskyldan, sem lýsti því sorgmædd að hún væri „að streða við að kaupa fyrstu eign“ bara að ljúga? Og formannsgreyið gleypti svo allt draslið hrátt, fyrst að hann komst nú í fréttirnar?“ Skrifuðu undir fullt umboð Í færslunni rekur Ómar í nokkuð löngu máli hvernig samskiptum Flugbóta.is og ungu hjónanna var háttað. Þau hafi samþykkt skilmála þar sem segir að þau veiti Ómari fullt og ótakmarkað umboð, meðal annars til þess að leggja fram bótakröfu og höfða dómsmál. Í mars árið 2022 hafi hjónin svo fengið tölvupóst þar sem þau voru beðin um að fylla út málflutningsumboð, vegna sérstakra krafna Neos. „Þau fylltu út umboðin sjálf og fengu lögfræðing í fjölskyldunni til þess að votta. Í umboðinu kemur fram að parið heimili undirrituðum að höfða mál gegn flugfélaginu.“ Málið varpi ljósi á afgreiðslu flugbótamála Eftir nokkur samskipti hafi starfsmaður sent ungu hjónunum póst þann 14. desember í fyrra þar sem þeim var tjáð að málið væri komið fyrir dómstóla og þau beðin um að senda flugmiða þeirra beggja. Þeim pósti hafi verið svarað 19. sama mánaðar og flugmiðar hengdir með. Málið hafi svo verið dómtekið og að loknum málflutningi hafi niðurstaða fengist, sem varpi ljósi á tiltekin atriði í afgreiðslu svona mála til framtíðar. Og unga parið komið með bæturnar sínar inn á bankareikninginn sinn. „Eftir sitja spurningarnar: Hefur lesskilningi ungs fólks farið svona hrikalega aftur eða er hér bara um að ræða gamaldags óheiðarleika eða athyglissýki? Og er það heppilegt að formaður Lögmannafélags Íslands sé að gaspra um hluti sem hann veit ákkúrat ekkert um?“ Lögmennska Dómsmál Neytendur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. 13. mars 2024 22:41 Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1. mars 2024 21:36 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Í lok febrúar síðastliðins var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness þar sem ítalska flugfélagið Neos var sýknað af kröfu ungra hjóna um staðlaðar skaðabætur með vöxtum og dráttarvöxtum, allt að frádregnum bótum sem félagið hafði þegar greitt. Flugfélagið var sýknað og ungu hjónin dæmd til þess að greiða því 350 þúsund krónur í málskostnað. Talsverða athygli vakti þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hjónanna, sem tjáðu honum að þau vissu hvorki að dómur væri fallinn í málinu né að þau hefðu verið dæmd til að greiða málskostnað. Vísir ræddi einnig við Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, sem gagnrýndi vinnubrögð Flugbóta. Ekki ánægður með „fjölmiðlaglaða formanninn“ Ómar hefur nú svarað ungu hjónunum opinberlega í færslu á Facebook-síðu Flugbóta.is. Hann segir frásögn þeirra ekki sannleikanum samkvæmt og gagnrýnir Sigurð Örn harðlega. „Sigurður Örn Grétarsson [sic], formaður Lögmannafélags Íslands, mætti líka þaninn á skeiðvöllinn, til þess að láta ljós sitt skína, í máli sem hann þekkti ekki haus né sporð á. Í viðtalinu sagði fjölmiðlaglaði formaðurinn brúnaþungur að „þetta er eitthvað sem á ekki að geta gerst“ og að það væri „algjört lágmark að lögmenn upplýsi skjólstæðinga um framvindu málsins og ég tala nú ekki um allars svona meiriháttar ákvarðanir eins og að höfða dómsmál.““ Kennir lélegum lesskilningi eða lygum um Ómar segir að í fréttinni hafi verið látið að því liggja að í málinu hefðu verið viðhöfð óeðlileg vinnubrögð og jafnvel að hann hefði rekið dómsmál í nafni fólks sem hefði ekki haft hugmynd um það. „Nú er það svo, að lesskilningi fer verulega hrakandi á Íslandi. Þannig að það getur vel verið að helstu persónur þessa leikrits, sem að ofan er lýst, geti ekki lesið sér til gagns. En kannski var unga fjölskyldan, sem lýsti því sorgmædd að hún væri „að streða við að kaupa fyrstu eign“ bara að ljúga? Og formannsgreyið gleypti svo allt draslið hrátt, fyrst að hann komst nú í fréttirnar?“ Skrifuðu undir fullt umboð Í færslunni rekur Ómar í nokkuð löngu máli hvernig samskiptum Flugbóta.is og ungu hjónanna var háttað. Þau hafi samþykkt skilmála þar sem segir að þau veiti Ómari fullt og ótakmarkað umboð, meðal annars til þess að leggja fram bótakröfu og höfða dómsmál. Í mars árið 2022 hafi hjónin svo fengið tölvupóst þar sem þau voru beðin um að fylla út málflutningsumboð, vegna sérstakra krafna Neos. „Þau fylltu út umboðin sjálf og fengu lögfræðing í fjölskyldunni til þess að votta. Í umboðinu kemur fram að parið heimili undirrituðum að höfða mál gegn flugfélaginu.“ Málið varpi ljósi á afgreiðslu flugbótamála Eftir nokkur samskipti hafi starfsmaður sent ungu hjónunum póst þann 14. desember í fyrra þar sem þeim var tjáð að málið væri komið fyrir dómstóla og þau beðin um að senda flugmiða þeirra beggja. Þeim pósti hafi verið svarað 19. sama mánaðar og flugmiðar hengdir með. Málið hafi svo verið dómtekið og að loknum málflutningi hafi niðurstaða fengist, sem varpi ljósi á tiltekin atriði í afgreiðslu svona mála til framtíðar. Og unga parið komið með bæturnar sínar inn á bankareikninginn sinn. „Eftir sitja spurningarnar: Hefur lesskilningi ungs fólks farið svona hrikalega aftur eða er hér bara um að ræða gamaldags óheiðarleika eða athyglissýki? Og er það heppilegt að formaður Lögmannafélags Íslands sé að gaspra um hluti sem hann veit ákkúrat ekkert um?“
Lögmennska Dómsmál Neytendur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. 13. mars 2024 22:41 Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1. mars 2024 21:36 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. 13. mars 2024 22:41
Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1. mars 2024 21:36