Fótbolti

Kaupa kvennafótboltalið fyrir met­fé

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bandaríska landsliðskonan Alex Morgan er leikmaður San Diego Wave en hér er hún með dóttur sinni Charlie Elena Carrasco eftir sigur bandaríska landsliðsins í Gullbikarnum á dögunum.
Bandaríska landsliðskonan Alex Morgan er leikmaður San Diego Wave en hér er hún með dóttur sinni Charlie Elena Carrasco eftir sigur bandaríska landsliðsins í Gullbikarnum á dögunum. Getty/Carmen Mandato

Salan á bandaríska úrvalsdeildarfélaginu San Diego Wave FC mun væntanlega slá öll met.

Fótboltafélagið úr NWSL-deildinni verður selt á 113 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt heimildum ESPN en það jafngildir fimmtán og hálfum milljarði íslenskra króna.

Milljarðamæringurinn Ron Burkle er að selja Kaliforníufélagið til Levine Leichtman fjölskyldunnar. Söluverðið gæti hækkað upp í 120 milljónir dala.

Burkle er búinn að græða mikið á félaginu síðan að hann keypti það á tvær miljónir dollara fyrir tveimur árum síðan. San Diego Wave bættist við NWSL-deildina árið 2022.

Þetta verður metfé fyrir kvennafótboltafélag í Bandaríkjunum en gamla metið eru 63 milljónir Bandaríkjadala sem fengust fyrir Portland Thorns fyrr á þessu ári.

Burkle mun halda áfram sem eigandi félagsins út 2024 tímabilið.

Rekstur Wave hefur gengið vel en frægasti leikmaður liðsins er bandaríska landsliðskonan og goðsögnin Alex Morgan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×