Frelsi og fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna Vilhjálmur Árnason skrifar 16. mars 2024 08:00 Í síðustu viku var skrifað undir svokallaðan stöðugleikasamning á milli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu sameiginlega fram aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga sem gilda til næstu fjögurra ára. Ein þessara aðgerða ber sérstaklega að fagna, en það er hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði, er svo sannarlega löngu tímabær og ber henni að fagna. Hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði hefur það að markmiði að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og tryggja samvistir barna við báða foreldra. Hámarksgreiðslur verða þannig hækkaðar í þremur áföngum á næstum tveimur árum: Þann 1. apríl 2024 úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Það er löngu orðið ljóst að núverandi þak fæðingarorlofsgreiðsla, sem ekki hefur hækkað svo árum skiptir, hefur leitt um of til tekjufalls foreldra í fæðingarorlofi. Þetta hefur einna helst bitnað á mæðrum, sem að jafnaði taka lengra fæðingarorlof en feður. Hækkun hámarksgreiðsla mun vonandi leiða til þess að feður taki stærri hluta þess 12 mánaða fæðingarorlofs sem foreldrar eiga rétt á en hingað hefur tíðkast. Í þessu samhengi er rétt að benda á að hækkun greiðsla er eflaust mun betur til þess fallin að draga úr áhrifum á launatekjur foreldra heldur en fjölgun orlofsmánaða. Í kjölfarið af þessum tímabæru breytingum er rétt að líta til þess að auka frelsi foreldra í fæðingarorlofi þannig að þeir ráði sjálfir hvernig þeir skipti orlofsmánuðum á milli sín. Foreldrar geta þá hverju sinni ráðstafað orlofi sínu eins og þeir telja sér og barni sínu fyrir bestu, án þess að hið opinbera skipti sér af. Höfundur er alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var skrifað undir svokallaðan stöðugleikasamning á milli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu sameiginlega fram aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga sem gilda til næstu fjögurra ára. Ein þessara aðgerða ber sérstaklega að fagna, en það er hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði, er svo sannarlega löngu tímabær og ber henni að fagna. Hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði hefur það að markmiði að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og tryggja samvistir barna við báða foreldra. Hámarksgreiðslur verða þannig hækkaðar í þremur áföngum á næstum tveimur árum: Þann 1. apríl 2024 úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Það er löngu orðið ljóst að núverandi þak fæðingarorlofsgreiðsla, sem ekki hefur hækkað svo árum skiptir, hefur leitt um of til tekjufalls foreldra í fæðingarorlofi. Þetta hefur einna helst bitnað á mæðrum, sem að jafnaði taka lengra fæðingarorlof en feður. Hækkun hámarksgreiðsla mun vonandi leiða til þess að feður taki stærri hluta þess 12 mánaða fæðingarorlofs sem foreldrar eiga rétt á en hingað hefur tíðkast. Í þessu samhengi er rétt að benda á að hækkun greiðsla er eflaust mun betur til þess fallin að draga úr áhrifum á launatekjur foreldra heldur en fjölgun orlofsmánaða. Í kjölfarið af þessum tímabæru breytingum er rétt að líta til þess að auka frelsi foreldra í fæðingarorlofi þannig að þeir ráði sjálfir hvernig þeir skipti orlofsmánuðum á milli sín. Foreldrar geta þá hverju sinni ráðstafað orlofi sínu eins og þeir telja sér og barni sínu fyrir bestu, án þess að hið opinbera skipti sér af. Höfundur er alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar