Íslenskur matur Bjarni Jónsson skrifar 17. mars 2024 11:30 Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda matvæla, neytenda, stjórnvalda og ekki síður verslunarinnar og innflutningsaðila, að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna þeirra, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. Að láta plata sig í búðinni Öll þekkjum við að hafa verið blekkt, svikin eða afvegaleidd með röngum eða villandi merkingum matvæla. Þar hefur ýmsum brellum verið beitt. Íslenski fáninn, merkingar sem benda til íslensks uppruna, íslensk vörumerki sem við þekkjum og höfum treyst í gegnum árin. Jafnvel afurðastöðvar í eigu bænda sem eru orðnar stórtækar í innflutningi matvæla, oftar en ekki í samkeppni við umbjóðendur sína og eigendur. Þar bregður gjarnan við þeim ljóta sið að gefa í skyn að mætvæli séu af íslenskum uppruna af því þeim sé pakkað á Íslandi. Slælegar eða rangar merkingar matvæla eru á stundum ekki af beittum ásetningi, heldur hreinu virðingarleysi fyrir neytendum og matvælaöryggi. Ef maður hefur ekki gleraugun með sér í búðina og rannsakar umbúðir vörunnar á allar hliðar, hvort þar leynist vísbendingar um erlendan uppruna hennar, jafnvel smágerður texti um upprunaland, á maður á hættu að vera plataður í góðri trú. Ástandið er síst betra á mörgum veitingastöðum þar sem starfsfólk getur gjarnan ekki svarað til um uppruna matvæla í réttum sem þeir bera fram. Hvers vegna eru íslensk matvæli ekki betur merkt? Bændasamtökin og neytendasamtökin hafa verið leiðandi í umræðu um bættar merkingar matvæla sem flutt eru til landsins og kallað eftir bæði uppfærðri og hertri löggjöf til að tryggja matvælaöryggi. Fullnægjandi innihaldslýsingar og upprunamerkingar. Reglum sem fylgt er eftir. En betur má ef duga skal. Hvers vegna hafa samtök bænda ekki fylgt því betur eftir að afurðastöðvar í þeirra eigu og margvíslegir milliliðir standi sig betur í að merkja íslensk matvæli? Til að „auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir“ eins og Forsætisráðherra og starfandi landbúnaðarráðherra sagði við setningu Búnaðarþings, sem sagði ennfremur „að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði.“ … „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu“ Þá kallaði hún eftir að merki að norrænni fyrirmynd sem Bændasamtökin útbjuggu með aðstoð stjórnvalda, einföld upprunamerking, „Ísland staðfest“ væri meira notað og að lítt sannfærandi væri að slíkt kostaði of mikið. Von er að spurt sé. Mega neytendur ekki vita um uppruna og innihald innfluttra matvæla? Til umræðu hefur verið hvort íslenskir neytendur búi við sömu vernd og aðrir neytendur á EES svæðinu og hefur sú spurning ekki síst leitað á þingmenn þeirra flokka sem leynt eða ljóst vinna áfram að inngöngu Íslands í ESB. Rataði sú umræða inn í þingsal Alþingis fyrir skemmstu. Í því sambandi er vert að nefna að EES samningurinn hefur einmitt verið nefndur til sögunnar sem helsta hindrun þess að við getum komið við nauðsynlegum lagabreytingum til verndar neytendum, til að styrkja matvælaöryggi. Fyrirstaða embættismanna tekur jú á sig ýmsar myndir. Að með bættum upprunamerkingum sé verið að mismuna framleiðendum matvæla í öðrum löndum þar sem matvælaeftirlit er oft á tíðum bágbornara og gæði matvæla lakari. Þetta er alsendis mikil firra sem aldrei fengist staðist ef á það reyndi fyrir dómstólum sem við höfum undirgengist um þessi efni, að okkur beri að halda upplýsingum um innihald og uppruna matvæla leyndum fyrir neytendum til að þóknast þeim sem telja sér hag í slíku, í stað þess að standa vörð um heilsu fólks, að það geti tekið upplýsta ákvörðun um val á mætvælum út frá hreinleika þeirra og uppruna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Matvælaframleiðsla Vinstri græn Alþingi Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda matvæla, neytenda, stjórnvalda og ekki síður verslunarinnar og innflutningsaðila, að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna þeirra, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. Að láta plata sig í búðinni Öll þekkjum við að hafa verið blekkt, svikin eða afvegaleidd með röngum eða villandi merkingum matvæla. Þar hefur ýmsum brellum verið beitt. Íslenski fáninn, merkingar sem benda til íslensks uppruna, íslensk vörumerki sem við þekkjum og höfum treyst í gegnum árin. Jafnvel afurðastöðvar í eigu bænda sem eru orðnar stórtækar í innflutningi matvæla, oftar en ekki í samkeppni við umbjóðendur sína og eigendur. Þar bregður gjarnan við þeim ljóta sið að gefa í skyn að mætvæli séu af íslenskum uppruna af því þeim sé pakkað á Íslandi. Slælegar eða rangar merkingar matvæla eru á stundum ekki af beittum ásetningi, heldur hreinu virðingarleysi fyrir neytendum og matvælaöryggi. Ef maður hefur ekki gleraugun með sér í búðina og rannsakar umbúðir vörunnar á allar hliðar, hvort þar leynist vísbendingar um erlendan uppruna hennar, jafnvel smágerður texti um upprunaland, á maður á hættu að vera plataður í góðri trú. Ástandið er síst betra á mörgum veitingastöðum þar sem starfsfólk getur gjarnan ekki svarað til um uppruna matvæla í réttum sem þeir bera fram. Hvers vegna eru íslensk matvæli ekki betur merkt? Bændasamtökin og neytendasamtökin hafa verið leiðandi í umræðu um bættar merkingar matvæla sem flutt eru til landsins og kallað eftir bæði uppfærðri og hertri löggjöf til að tryggja matvælaöryggi. Fullnægjandi innihaldslýsingar og upprunamerkingar. Reglum sem fylgt er eftir. En betur má ef duga skal. Hvers vegna hafa samtök bænda ekki fylgt því betur eftir að afurðastöðvar í þeirra eigu og margvíslegir milliliðir standi sig betur í að merkja íslensk matvæli? Til að „auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir“ eins og Forsætisráðherra og starfandi landbúnaðarráðherra sagði við setningu Búnaðarþings, sem sagði ennfremur „að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði.“ … „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu“ Þá kallaði hún eftir að merki að norrænni fyrirmynd sem Bændasamtökin útbjuggu með aðstoð stjórnvalda, einföld upprunamerking, „Ísland staðfest“ væri meira notað og að lítt sannfærandi væri að slíkt kostaði of mikið. Von er að spurt sé. Mega neytendur ekki vita um uppruna og innihald innfluttra matvæla? Til umræðu hefur verið hvort íslenskir neytendur búi við sömu vernd og aðrir neytendur á EES svæðinu og hefur sú spurning ekki síst leitað á þingmenn þeirra flokka sem leynt eða ljóst vinna áfram að inngöngu Íslands í ESB. Rataði sú umræða inn í þingsal Alþingis fyrir skemmstu. Í því sambandi er vert að nefna að EES samningurinn hefur einmitt verið nefndur til sögunnar sem helsta hindrun þess að við getum komið við nauðsynlegum lagabreytingum til verndar neytendum, til að styrkja matvælaöryggi. Fyrirstaða embættismanna tekur jú á sig ýmsar myndir. Að með bættum upprunamerkingum sé verið að mismuna framleiðendum matvæla í öðrum löndum þar sem matvælaeftirlit er oft á tíðum bágbornara og gæði matvæla lakari. Þetta er alsendis mikil firra sem aldrei fengist staðist ef á það reyndi fyrir dómstólum sem við höfum undirgengist um þessi efni, að okkur beri að halda upplýsingum um innihald og uppruna matvæla leyndum fyrir neytendum til að þóknast þeim sem telja sér hag í slíku, í stað þess að standa vörð um heilsu fólks, að það geti tekið upplýsta ákvörðun um val á mætvælum út frá hreinleika þeirra og uppruna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun