Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 19. mars 2024 07:31 Alþjóðadagur félagsráðgjafar er í dag 19. mars en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema alþjóðadagsins í ár er “Buen Vivir: Shared Future for Transformative Change” eða Gott líf: Sameiginleg framtíð fyrir gagngerar breytingar (þýðing höfundar). Formaður Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa, Joachim Mumba segir að við skulum fagna þessari meginreglu og berjast fyrir framtíð þar sem samfélög og náttúra lifa saman í sátt og samlyndi, framtíð þar sem félagsráðgjafar munu, ásamt almennum borgurum, hanna og byggja saman friðsamleg samfélög sem eru mikilvæg fyrir sameiginlega sjálfbæra framtíð okkar allra. Það verða margvíslegir viðburðir um allan heim til að fagna Alþjóðadegi félagsráðgjafar, bæði staðfundir og rafræn málþing. Félagsráðgjafafélag Íslands stóð að málþingi 15. mars sl. í samstarfi við aðgerðarhóp félagsráðgjafa, þar sem fjallað var um Græna félagsráðgjöf og hvað það þýðir fyrir dagleg störf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafar starfa eftir siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi en Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað (https://felagsradgjof.is/felagsradgjof/sidareglur/). Félagsráðgjafar eru meðvitaðir um hlutverk sitt og vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og eru hluti af því félagslega neti sem við stólum á þegar áföll verða. Félagsráðgjafar hitta fyrir í sínum störfum þau sem eru í hættu á jaðarsetningu af margvíslegum toga. Þeir huga að velferð einstaklinga, hópa og samfélaga með áherslu á að enginn sé skilinn eftir í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Meðal þeirra markmiða er að útrýma ofbeldi gagnvart konum, efla forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, útrýma sárafátækt og að fátækum fækki um helming til ársins 2030 auk þess að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar ásamt því að tyggja félagslegt öryggi allra. Markmiðin ganga út á það að búa til betri heim fyrir alla og þurfa allir að taka þátt ekki síst stjórnvöld og sveitarfélög sem skipta þar miklu máli. Félagsráðgjafar eru ein þeirra fagstétta sem þekkja vel hvar skórinn kreppir á þessu sviði og hafa hlutverki að gegna þegar kemur að því að uppfylla markmiðin. Fyrir liggur skýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum þar sem fjallað er um helstu verkefni, áætlanir og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þegar rýnt er í Heimsmarkmiðin er mikilvægi fálagsráðgjafa sem fagstéttar í innleiðingarferlinu auðséð og ekki síður mikilvægi þess að rödd félagsráðgjafa berist innan úr kerfi hins opinbera til þeirra sem taka ákvarðanir um innleiðingu Heimsmarkmiðana. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa um árabil lagt áherslu á félagsráðgjöf og sjálfbærni þar sem umræða er um aðkomu félagsráðgjafar að framkvæmd þessara markmiða. Alþjóðasamtökin hafa jafnframt vakið máls á áhrifum loftlagsbreytinga á jaðarsetta hópa. Evrópusamtök félagsráðgjafa hafa vakiðathygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu, sérstaklega tengdum fólksflutningum sem ekkert lát virðist vera á vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra og bæta samfélagið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur félagsráðgjafar er í dag 19. mars en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema alþjóðadagsins í ár er “Buen Vivir: Shared Future for Transformative Change” eða Gott líf: Sameiginleg framtíð fyrir gagngerar breytingar (þýðing höfundar). Formaður Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa, Joachim Mumba segir að við skulum fagna þessari meginreglu og berjast fyrir framtíð þar sem samfélög og náttúra lifa saman í sátt og samlyndi, framtíð þar sem félagsráðgjafar munu, ásamt almennum borgurum, hanna og byggja saman friðsamleg samfélög sem eru mikilvæg fyrir sameiginlega sjálfbæra framtíð okkar allra. Það verða margvíslegir viðburðir um allan heim til að fagna Alþjóðadegi félagsráðgjafar, bæði staðfundir og rafræn málþing. Félagsráðgjafafélag Íslands stóð að málþingi 15. mars sl. í samstarfi við aðgerðarhóp félagsráðgjafa, þar sem fjallað var um Græna félagsráðgjöf og hvað það þýðir fyrir dagleg störf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafar starfa eftir siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi en Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað (https://felagsradgjof.is/felagsradgjof/sidareglur/). Félagsráðgjafar eru meðvitaðir um hlutverk sitt og vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og eru hluti af því félagslega neti sem við stólum á þegar áföll verða. Félagsráðgjafar hitta fyrir í sínum störfum þau sem eru í hættu á jaðarsetningu af margvíslegum toga. Þeir huga að velferð einstaklinga, hópa og samfélaga með áherslu á að enginn sé skilinn eftir í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Meðal þeirra markmiða er að útrýma ofbeldi gagnvart konum, efla forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, útrýma sárafátækt og að fátækum fækki um helming til ársins 2030 auk þess að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar ásamt því að tyggja félagslegt öryggi allra. Markmiðin ganga út á það að búa til betri heim fyrir alla og þurfa allir að taka þátt ekki síst stjórnvöld og sveitarfélög sem skipta þar miklu máli. Félagsráðgjafar eru ein þeirra fagstétta sem þekkja vel hvar skórinn kreppir á þessu sviði og hafa hlutverki að gegna þegar kemur að því að uppfylla markmiðin. Fyrir liggur skýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum þar sem fjallað er um helstu verkefni, áætlanir og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þegar rýnt er í Heimsmarkmiðin er mikilvægi fálagsráðgjafa sem fagstéttar í innleiðingarferlinu auðséð og ekki síður mikilvægi þess að rödd félagsráðgjafa berist innan úr kerfi hins opinbera til þeirra sem taka ákvarðanir um innleiðingu Heimsmarkmiðana. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa um árabil lagt áherslu á félagsráðgjöf og sjálfbærni þar sem umræða er um aðkomu félagsráðgjafar að framkvæmd þessara markmiða. Alþjóðasamtökin hafa jafnframt vakið máls á áhrifum loftlagsbreytinga á jaðarsetta hópa. Evrópusamtök félagsráðgjafa hafa vakiðathygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu, sérstaklega tengdum fólksflutningum sem ekkert lát virðist vera á vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra og bæta samfélagið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun