Draumur Davíðs Smára rætist en kostnaðurinn tugir milljóna Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 14:51 Bíða þarf eftir því að frost fari úr jörðu áður en hægt verður að leggja hitalagnir og gervigras á nýjan heimavöll Vestra. Stöð 2 Sport Draumur Davíðs Smára Lamude og hans manna í Vestra um upphitaðan heimavöll verður að veruleika því ákveðið hefur verið að leggja hitalagnir undir nýja gervigrasvöllinn á Ísafirði. Kostnaður vegna þessa fellur að stærstum hluta á Vestra en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að veita knattspyrnudeild félagsins styrk upp á 4,8 milljónir króna. Það er kostnaðurinn við kaup á 30.000 metrum af hitalögnum. Vestramenn þurfa hins vegar að sjá um innkaupin, flutningskostnað, niðurlögn og annan kostnað sem af þessu hlýst, og bæjarráð segir í fundargerð sinni að með styrknum fylgi ekkert loforð um fjárveitingu vegna uppsetningar varmadælu eða til rekstrar kerfisins. Komi til með að kosta yfir fimmtíu milljónir Samkvæmt minnisblaði frá Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, má áætla að upphafskostnaður við að koma fyrir hitalögnum sé um 24,6 milljónir króna. Þar er ekki gert ráð fyrir stýringum, tengikistum, varmadælum eða frostlegi á kerfið, en sagt að leiða megi líkum að því að hitakerfið í heild kosti um 50-55 milljónir króna. Þá er ótalinn árlegur rekstrarkostnaður. Samúel S. Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir í samtali við Vísi að það muni ekki stöðva Vestramenn og að hitalagnir verði lagðar undir nýja völlinn. Það er í takti við einlæga ósk Davíðs Smára, þjálfara Vestra, sem hann viðraði í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Jóhann Birkir Helgason, útibússtjóri Verkís á Ísafirði, segir lagningu hitalagna ekki koma til með að tefja fyrir opnun nýja vallarins nema hugsanlega um fáeina daga. Hins vegar sé útlit fyrir að bíða þurfi fram í apríl eftir því að frost fari úr jörðu og hægt sé að hefja verkið, sem taka muni að lágmarki þrjár vikur. Vestri spilar sinn fyrsta leik í Bestu deildinni 7. apríl, gegn Fram á útivelli, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður gegn KA 20. apríl. Ef heimavöllur Vestra, sem heita mun Kerecis-völlurinn eftir stærsta styrktaraðila félagsins, verður ekki tilbúinn í tæka tíð koma Vestramenn til með að þurfa að semja um færslu heimaleikja eða skipti við mótherja sína. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Kostnaður vegna þessa fellur að stærstum hluta á Vestra en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að veita knattspyrnudeild félagsins styrk upp á 4,8 milljónir króna. Það er kostnaðurinn við kaup á 30.000 metrum af hitalögnum. Vestramenn þurfa hins vegar að sjá um innkaupin, flutningskostnað, niðurlögn og annan kostnað sem af þessu hlýst, og bæjarráð segir í fundargerð sinni að með styrknum fylgi ekkert loforð um fjárveitingu vegna uppsetningar varmadælu eða til rekstrar kerfisins. Komi til með að kosta yfir fimmtíu milljónir Samkvæmt minnisblaði frá Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, má áætla að upphafskostnaður við að koma fyrir hitalögnum sé um 24,6 milljónir króna. Þar er ekki gert ráð fyrir stýringum, tengikistum, varmadælum eða frostlegi á kerfið, en sagt að leiða megi líkum að því að hitakerfið í heild kosti um 50-55 milljónir króna. Þá er ótalinn árlegur rekstrarkostnaður. Samúel S. Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir í samtali við Vísi að það muni ekki stöðva Vestramenn og að hitalagnir verði lagðar undir nýja völlinn. Það er í takti við einlæga ósk Davíðs Smára, þjálfara Vestra, sem hann viðraði í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Jóhann Birkir Helgason, útibússtjóri Verkís á Ísafirði, segir lagningu hitalagna ekki koma til með að tefja fyrir opnun nýja vallarins nema hugsanlega um fáeina daga. Hins vegar sé útlit fyrir að bíða þurfi fram í apríl eftir því að frost fari úr jörðu og hægt sé að hefja verkið, sem taka muni að lágmarki þrjár vikur. Vestri spilar sinn fyrsta leik í Bestu deildinni 7. apríl, gegn Fram á útivelli, en fyrsti heimaleikurinn er áætlaður gegn KA 20. apríl. Ef heimavöllur Vestra, sem heita mun Kerecis-völlurinn eftir stærsta styrktaraðila félagsins, verður ekki tilbúinn í tæka tíð koma Vestramenn til með að þurfa að semja um færslu heimaleikja eða skipti við mótherja sína.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira