Kvörtunum vegna vetrarþjónustu fækkað um sjötíu prósent Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2024 18:20 Dóra segir hreinsun húsagatna nú taka einn til tvo daga en áður hafi hún tekið fjóra til fimm daga. Vísir/Vilhelm Ánægja borgarbúa með vetrarþjónustu virðist hafa stóraukist í kjölfar umræddrar heildarendurskoðunnar stýrihóps. Kvörtunum vegna vetrarþjónustu í Reykjavík fækkaði um sjötíu prósent milli ára. Athygli vakti þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata sagði í viðtali að stýrihópur sæi nú um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu, eftir að borgarstjórn sætti gagnrýni á hvernig staðið væri að snjómokstri í borginni Sú vinna virðist hafa skilað sér ef marka má skoðanagrein sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata birti á vef Vísis síðdegis. Breytingarnar voru innleiddar haustið 2023, en í grein Dóru segir að hreinsun húsagatna klárist nú á einum til tveimur dögum en áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga. Þá segir að með endurskoðuninni hafi áhersla verið lögð á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Búið sé að bæta þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum auk þess sem hreinsun gönguþverana sé í meiri forgangi með úrbótunum. Þá séu stofnanalóðir grunn- og leikskóla auk strætóskýla í sérstöku utanumhaldi. Þjónusta verið aukin og samræmd. „Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni,“ segir Dóra í greininni og bendir á Borgarvefsjána þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um ferðir moksturstækja á vegum borgarinnar. Þannig geti borgarfulltrúar vitað hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. „Yfirsýnin er nú meiri með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar,“ segir í greininni. Loks segir hún að árangurinn með breytingunum láti ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hafi aukist verulega í kjölfar endurskoðunarinnar. Ábendingum og kvörtunum vegna hennar hafi eins og áður segir snarfækkað um sjötíu prósent. Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Veður Færð á vegum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Athygli vakti þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata sagði í viðtali að stýrihópur sæi nú um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu, eftir að borgarstjórn sætti gagnrýni á hvernig staðið væri að snjómokstri í borginni Sú vinna virðist hafa skilað sér ef marka má skoðanagrein sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata birti á vef Vísis síðdegis. Breytingarnar voru innleiddar haustið 2023, en í grein Dóru segir að hreinsun húsagatna klárist nú á einum til tveimur dögum en áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga. Þá segir að með endurskoðuninni hafi áhersla verið lögð á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Búið sé að bæta þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum auk þess sem hreinsun gönguþverana sé í meiri forgangi með úrbótunum. Þá séu stofnanalóðir grunn- og leikskóla auk strætóskýla í sérstöku utanumhaldi. Þjónusta verið aukin og samræmd. „Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni,“ segir Dóra í greininni og bendir á Borgarvefsjána þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um ferðir moksturstækja á vegum borgarinnar. Þannig geti borgarfulltrúar vitað hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. „Yfirsýnin er nú meiri með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar,“ segir í greininni. Loks segir hún að árangurinn með breytingunum láti ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hafi aukist verulega í kjölfar endurskoðunarinnar. Ábendingum og kvörtunum vegna hennar hafi eins og áður segir snarfækkað um sjötíu prósent.
Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Veður Færð á vegum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent