Í aðdraganda landsliðsverkefnisins fór Andri Lucas í viðtal hjá danska vefmiðlinum Bold þar sem að hann var spurður út í komandi umspilsleik Íslands við Ísrael í dag og möguleikann á því að Ísland tryggi sér sæti á Evrópumótinu 2024.
„Það yrði hreint út sagt frábært,“ sagði Andri Lucas sem á góðar minningar af EM 2016, ekki þó sem leikmaður. „Þegar að ég var lítill horfði ég á föður minn fara á Evrópumótið í fyrsta sinn með Íslandi þar sem að liðið stóð sig mjög vel. Þetta var söguleg stund árið 2016. Það yrði því draumur að rætast ef við myndum ná að tryggja okkur sæti á komandi Evrópumóti.
Umspilið. Undanúrslitaleikur gegn Ísrael og svo mögulegur úrslitaleikur við Bosníu & Herzegóvínu eða Úkraínu um laust sæti á EM, sé risastórt tækifæri fyrir Ísland.
„Sem lið og sem þjóð. Að eiga færi á því að spila á stórmóti á nýjan leik. Ég held inn í þessa leiki fullur sjálfstrausts og hef hundrað prósent trú á því að við getum staðið uppi sem sigurvegarar.“

Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.