Er stress í liði Íslands? „Öðruvísi spennustig en maður er vanur“ Aron Guðmundsson skrifar 21. mars 2024 10:01 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu undir lok síðasta árs Vísir/Getty Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að halda út á völl og leika gegn Ísrael í mikilvægum undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM. Möguleiki er á því að leikurinn fari alla leið í vítaspyrnukeppni, Arnór hefur reynslu af þeim en vill helst sleppa við að halda í svoleiðis keppni í þessum leik. Klára frekar bara verkefnið áður en til þess myndi koma. „Ég get ekki beðið eftir því að halda út á völl og hefja leika,“ sagði Arnór í samtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann, aðspurður um líðanina svona skömmu fyrir leikinn mikilvæga. „Við erum búnir að bíða eftir þessari stundu lengi. Við vitum allir hversu stór leikur þetta er, hvað er undir. Full einbeiting á þetta verkefni.“ Klippa: Arnór Sig: Öðruvísi en maður er vanur Finnurðu fyrir einhverju stressi í hópnum? „Maður er meira bara spenntur fyrir þessu. Auðvitað finnur maður fyrir einhverju stressi á leikdegi fyrir leik en þetta er ekki fyrsti fótboltaleikurinn sem maður spilar. En að sjálfsögðu er þetta öðruvísi spennustig heldur en maður vanur.“ Arnór býst við lokuðum leik, til að byrja með hið minnsta. „Þegar að það er svona mikið undir þá byrjar þetta kannski svona lokað. Liðin að þreifa á hvort öðru, hvar opnanirnar eru. Við þurfum bara að fara inn í þetta fullir sjálfstrausts. Trúa á það sem að við höfum verið að gera, byggja ofan á það.“ Sá möguleiki er fyrir hendi að leikurinn fari í framlengingu, jafnvel alla leið í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið er undirbúið fyrir þá sviðsmynd. „Já já. Við erum alveg klárir í það og höfum undirbúið það.“ Ekki er ýkja langt síðan að Arnór tók sjálfur þátt í vítaspyrnukeppni með félagsliði sínu Blackburn Rovers í enska bikarnum gegn Newcastle United. Þar skoraði Arnór úr sinni vítaspyrnu en Blackburn laut þó í lægra haldi. „Það er alltaf auka stress og stemning sem að fylgir með vítaspyrnukeppni. Við vonandi sleppum við það gegn Ísrael.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira
„Ég get ekki beðið eftir því að halda út á völl og hefja leika,“ sagði Arnór í samtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson, íþróttafréttamann, aðspurður um líðanina svona skömmu fyrir leikinn mikilvæga. „Við erum búnir að bíða eftir þessari stundu lengi. Við vitum allir hversu stór leikur þetta er, hvað er undir. Full einbeiting á þetta verkefni.“ Klippa: Arnór Sig: Öðruvísi en maður er vanur Finnurðu fyrir einhverju stressi í hópnum? „Maður er meira bara spenntur fyrir þessu. Auðvitað finnur maður fyrir einhverju stressi á leikdegi fyrir leik en þetta er ekki fyrsti fótboltaleikurinn sem maður spilar. En að sjálfsögðu er þetta öðruvísi spennustig heldur en maður vanur.“ Arnór býst við lokuðum leik, til að byrja með hið minnsta. „Þegar að það er svona mikið undir þá byrjar þetta kannski svona lokað. Liðin að þreifa á hvort öðru, hvar opnanirnar eru. Við þurfum bara að fara inn í þetta fullir sjálfstrausts. Trúa á það sem að við höfum verið að gera, byggja ofan á það.“ Sá möguleiki er fyrir hendi að leikurinn fari í framlengingu, jafnvel alla leið í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið er undirbúið fyrir þá sviðsmynd. „Já já. Við erum alveg klárir í það og höfum undirbúið það.“ Ekki er ýkja langt síðan að Arnór tók sjálfur þátt í vítaspyrnukeppni með félagsliði sínu Blackburn Rovers í enska bikarnum gegn Newcastle United. Þar skoraði Arnór úr sinni vítaspyrnu en Blackburn laut þó í lægra haldi. „Það er alltaf auka stress og stemning sem að fylgir með vítaspyrnukeppni. Við vonandi sleppum við það gegn Ísrael.“ Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira